Lífið

Scarlett Johansson á spjöld sögunnar?

Scarlett Johanson leikur á móti Joaquin Phoenix í kvikmyndinni Her.
Scarlett Johanson leikur á móti Joaquin Phoenix í kvikmyndinni Her. AFP/NordicPhotos
Her, kvikmynd eftir Spike Jonze var frumsýnd á New York Film Festival síðastliðinn laugardag og er sterklega orðuð við Óskarstilnefningar í mörgum flokkum, samkvæmt miðlum vestanhafs.

Meðal annars þótti frammistaða Scarlett Johansson standa upp úr, en hún leikur á móti Joaquin Phoenix í myndinni.

Það sem þykir sérstakt við þetta allt saman er það að Scarlett Johansson gæti orðið fyrsta konan sem hlýtur tilnefningu fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, án þess þó nokkurn tíma að birtast á skjánum í myndinni.

Mynd Jonze fjallar um mann sem verður ástfanginn af hugbúnaðarkerfinu í tölvunni sinni, sem Johansson ljáir rödd sína, og hefur hlotið lof marga gagnrýnenda vestanhafs - margir hverjir hafa lýst frammistöðu hennar í myndinni sem framúrskarandi.

Þá höfðu margir gagnrýnendur orð á því að það væri magnað hversu kynþokkafullri henni tækist að vera, með röddina eina að vopni.

Hér fylgir stikla úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.