Nýr sæstrengur til Eyja tekinn í gagnið Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2013 07:00 Spenna komin á. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, "spennusetti“ nýja sæstrenginn. Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Eyjum, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, og aðrir gestir klappa að verki loknu. Fréttablaðið/Óskar Líklegt er talið að met hafi verið slegið í lagningu rafmagnsæstrengs þegar á einu ári tókst að leggja nýjan streng til Vestmannaeyja. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnar- og viðskiptaráðherra, hleypti spennu á strenginn í Eyjum í gær. Fram kom í máli Þórðar Guðmundssonar, forstjóra Landsnets, við þetta tilefni, að alla jafna taki undirbúningur slíks verkefnis tvö til þrjú ár. Nýi strengurinn leysir af hólmi Vestmannaeyjastreng 2 sem orðinn var illa farinn og ótraustur. Strengur 3 fylgir að mestu sömu leið og strengur 1. Hann er tæplega þrettán kílómetra langur og tengist spennivirkjum Landsnets á Landeyjasandi og í Eyjum með þriggja og hálfs og eins kílómetra jarðstrengjum. Nýi strengurinn, sem kemur frá ABB í Svíþjóð, er sértaklega styrktur til að forðast viðlíka slit og plagað hefur forvera hans. Við það eykst þyngd hans og umfang nokkuð. Einn metri af streng er um 41 kíló og má því gefa sér að strengurinn í sjó vegi yfir 500 tonn og tæp 700 tonn með strengjum í jörð. Til að byrja með er Vestmannaeyjastrengur 3 rekinn á 33 kílóvolta spennu en hann er gerður fyrir allt að 66 kílóvolta spennu sem gefur möguleika á enn meiri raforkuflutningi í framtíðinni. Samkvæmt upplýsingum Landsnets hefur heildarkostnaður við verkefnið numið um 1,6 milljörðum króna. Upplýst var við athöfnina í gær að þörf væri fyrir enn annan sæstreng til Eyja innan næsta áratugar og væri undirbúningur þess verkefnis þegar hafinn hjá Landsneti. Fram kom í máli forstjóra Landsnets að þörf væri fyrir enn annan sæstreng til Eyja innan næsta áratugar og að undirbúningur þess verkefnis væri þegar hafinn. Með lagningu þessa strengs væri hins vegar búið að tryggja orkuöryggi Vestmannaeyja til næstu framtíðar. „Strengurinn gerir sjávarútvegsfyrirtækjum hér í Eyjum mögulegt að leggja af olíunotkun sína sem nemur um sex til átta þúsund tonnum á ári,“ sagði Þórður. Sparnaður vegna minni olíuinnflutnings sagði hann að gæti numið um einum milljarði króna á ári. „Ennfremur mun notkun raforku í stað olíu draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, svo hér er einnig tekið mikilvægt skref í umhverfismálum,“ bætti hann við. Vestmannaeyjastrengur 3 fylgir í megindráttum sömu lagnaleið og strengur 1, fyrsti sæstrengurinn til Eyja.Mynd/Landsnet„Afhendingaröryggi raforku er ein af undirstöðunum í orkumálum Íslands,“ sagði líka Ragnheiður Elín Árnadóttir, eftir að hún hleypti spennu á nýjan sæstreng til Vestmannaeyja í gær. „Mun ég í vetur gera það að einu af mínum aðalmálum bæði í þinginu og í ráðuneytinu.“ Ragnheiður Elín sagði vitað mál að flutningskerfis Landsnets færðist stöðugt nær mörkum þess sem það gæti með góðu móti annað. Ljóst væri að á allra næstu árum þyrfti að kerfið til að leysa takmarkanir sem við væri að fást og til að anna áætluðum vexti í raforkunotkun. Í þessum efnum þyrfti að huga sérstaklega að jaðarsvæðum „Að öðrum kosti er tómt mál að tala um átak í atvinnuuppbyggingu eða nýfjárfestingar á slíkum svæðum. Í augum uppi liggur að byggðamál og orkumál eru nátengd.“Lyginni þykir líkast að handafli hafi verið beitt til að draga Vestmannaeyjastreng 3 á land í Gjábakkafjöru í Vestmannaeyjum, en sú var engu að síður raunin. Reyndar var strengurinn, sem er yfir 500 tonn að þyngd, látinn fljóta á meðan honum var komið í land.Mynd/Landsnet Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Líklegt er talið að met hafi verið slegið í lagningu rafmagnsæstrengs þegar á einu ári tókst að leggja nýjan streng til Vestmannaeyja. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnar- og viðskiptaráðherra, hleypti spennu á strenginn í Eyjum í gær. Fram kom í máli Þórðar Guðmundssonar, forstjóra Landsnets, við þetta tilefni, að alla jafna taki undirbúningur slíks verkefnis tvö til þrjú ár. Nýi strengurinn leysir af hólmi Vestmannaeyjastreng 2 sem orðinn var illa farinn og ótraustur. Strengur 3 fylgir að mestu sömu leið og strengur 1. Hann er tæplega þrettán kílómetra langur og tengist spennivirkjum Landsnets á Landeyjasandi og í Eyjum með þriggja og hálfs og eins kílómetra jarðstrengjum. Nýi strengurinn, sem kemur frá ABB í Svíþjóð, er sértaklega styrktur til að forðast viðlíka slit og plagað hefur forvera hans. Við það eykst þyngd hans og umfang nokkuð. Einn metri af streng er um 41 kíló og má því gefa sér að strengurinn í sjó vegi yfir 500 tonn og tæp 700 tonn með strengjum í jörð. Til að byrja með er Vestmannaeyjastrengur 3 rekinn á 33 kílóvolta spennu en hann er gerður fyrir allt að 66 kílóvolta spennu sem gefur möguleika á enn meiri raforkuflutningi í framtíðinni. Samkvæmt upplýsingum Landsnets hefur heildarkostnaður við verkefnið numið um 1,6 milljörðum króna. Upplýst var við athöfnina í gær að þörf væri fyrir enn annan sæstreng til Eyja innan næsta áratugar og væri undirbúningur þess verkefnis þegar hafinn hjá Landsneti. Fram kom í máli forstjóra Landsnets að þörf væri fyrir enn annan sæstreng til Eyja innan næsta áratugar og að undirbúningur þess verkefnis væri þegar hafinn. Með lagningu þessa strengs væri hins vegar búið að tryggja orkuöryggi Vestmannaeyja til næstu framtíðar. „Strengurinn gerir sjávarútvegsfyrirtækjum hér í Eyjum mögulegt að leggja af olíunotkun sína sem nemur um sex til átta þúsund tonnum á ári,“ sagði Þórður. Sparnaður vegna minni olíuinnflutnings sagði hann að gæti numið um einum milljarði króna á ári. „Ennfremur mun notkun raforku í stað olíu draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, svo hér er einnig tekið mikilvægt skref í umhverfismálum,“ bætti hann við. Vestmannaeyjastrengur 3 fylgir í megindráttum sömu lagnaleið og strengur 1, fyrsti sæstrengurinn til Eyja.Mynd/Landsnet„Afhendingaröryggi raforku er ein af undirstöðunum í orkumálum Íslands,“ sagði líka Ragnheiður Elín Árnadóttir, eftir að hún hleypti spennu á nýjan sæstreng til Vestmannaeyja í gær. „Mun ég í vetur gera það að einu af mínum aðalmálum bæði í þinginu og í ráðuneytinu.“ Ragnheiður Elín sagði vitað mál að flutningskerfis Landsnets færðist stöðugt nær mörkum þess sem það gæti með góðu móti annað. Ljóst væri að á allra næstu árum þyrfti að kerfið til að leysa takmarkanir sem við væri að fást og til að anna áætluðum vexti í raforkunotkun. Í þessum efnum þyrfti að huga sérstaklega að jaðarsvæðum „Að öðrum kosti er tómt mál að tala um átak í atvinnuuppbyggingu eða nýfjárfestingar á slíkum svæðum. Í augum uppi liggur að byggðamál og orkumál eru nátengd.“Lyginni þykir líkast að handafli hafi verið beitt til að draga Vestmannaeyjastreng 3 á land í Gjábakkafjöru í Vestmannaeyjum, en sú var engu að síður raunin. Reyndar var strengurinn, sem er yfir 500 tonn að þyngd, látinn fljóta á meðan honum var komið í land.Mynd/Landsnet
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira