Gistu saman í kofum án klósetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 08:00 Þorgerður Anna hefur vakið athygli fyrir að geta skorað mörk með vinstri þegar þess þarf. Fréttablaðið/Stefán „Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að þetta verði nokkurn tímann eins og fyrir tveimur árum,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Flint/Tönsberg í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Skyttan rétthenta varð fyrir meiðslum á öxl á undirbúningstímabilinu sumarið 2012. Þau meiðsli öngruðu hana alla síðustu leiktíð. „Ég prófaði að fara í sprautur, hvíla öxlina og gera ákveðnar æfingar. Ég varð hins vegar bara að læra að lifa með þessu og klára tímabilið,“ segir Þorgerður sem fór í uppskurð um miðjan maí. Síðan hefur hún verið að jafna sig og ekkert tekið þátt í leikjum Flint/Tönsberg á tímabilinu. Það hefur komið sér illa í bland við meiðsli fleiri lykilmanna. Liðið situr á botni deildarinnar, án sigurs í þremur leikjum. „Ég held að ég prófi að spila í bikarleiknum á þriðjudaginn,“ segir Þorgerður en liðið mætir liði úr b-deildinni. Á laugardaginn fær liðið Oppsal IF í heimsókn en liðið er einnig í botnbaráttu. „Það verður mikilvægur leikur.“ Þorgerður þvertekur fyrir að hún finni fyrir pressu frá forráðamönnum Flint að spila sem fyrst. „Þeir vilja umfram allt að ég verði góð og geti spilað heil.“Þorgerður í leik með Val gegn erkifjendunum í Safamýri.Leist ekki á blikuna í fyrstu Skyttan rétthenta kom út til Noregs í júlí og fljótlega var haldið í æfingaferð til Danmerkur. Sú var í skrýtnari kantinum. „Við vorum á tjaldstæði og gistum fjórar saman í litlum kofum. Það var ekki einu sinni klósett í kofunum. Okkur leist ekki á blikuna í fyrstu,“ segir Þorgerður. Liðið spilaði æfingaleiki í Danmörku áður en haldið var til Noregs. Átta dögum fyrir fyrsta leik var þjálfari liðsins rekinn. Þorgerður telur ákvörðunina hafa verið rétt. „Þetta var ekki að ganga og flestir voru sammála um það.“ Danskur þjálfari er tekinn við liðinu og er Gunnar Petersson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, liðinu einnig innan handar. Hún segir erfitt að bera styrkleika liðsins til dæmis saman við Val þar sem hún lék í fyrra. „Það yrði líklega mjög jafnt á milli liðanna,“ segir hún á endanum en bendir á að liðin í efri hlutanum séu rosalega góð.Þorgerður Anna við undirritun tveggja ára samnings við Flint. Samningurinn er uppsegjanlegur að loknu einu ári.Tekur pirringinn út á Brynju Þorgerður býr í bænum Tönsberg í Suður-Noregi og líkar lífið vel ytra. „Bærinn er krúttlegur og vinalegur,“ segir landsliðskonan sem hefur í dag störf á leikskóla í bænum sem hún er spennt fyrir. „Þá er maður ekki hangandi heima á milli æfinga að horfa út í loftið,“ segir skyttan og hlær. Hún býr í göngufæri við miðbæinn og fangar íslenskum félagsskap sem hún hefur í HK-ingnum Brynju Magnúsdóttur sem einnig leikur með liðinu. „Það er gott að geta tekið pirringinn út á einhverjum og tjáð sig aðeins á íslensku,“ segir Þorgerður og hlær. Hún hlakkar til að byrja að spila aftur en er hóflega bjartsýn í ljósi meiðslanna. „Það er þannig með handboltamenn að það er aldrei 100 prósent víst að þetta verði í lagi. Maður verður bara að læra að lifa með þessu og reyna að gera sitt besta.“ Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
„Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að þetta verði nokkurn tímann eins og fyrir tveimur árum,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Flint/Tönsberg í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Skyttan rétthenta varð fyrir meiðslum á öxl á undirbúningstímabilinu sumarið 2012. Þau meiðsli öngruðu hana alla síðustu leiktíð. „Ég prófaði að fara í sprautur, hvíla öxlina og gera ákveðnar æfingar. Ég varð hins vegar bara að læra að lifa með þessu og klára tímabilið,“ segir Þorgerður sem fór í uppskurð um miðjan maí. Síðan hefur hún verið að jafna sig og ekkert tekið þátt í leikjum Flint/Tönsberg á tímabilinu. Það hefur komið sér illa í bland við meiðsli fleiri lykilmanna. Liðið situr á botni deildarinnar, án sigurs í þremur leikjum. „Ég held að ég prófi að spila í bikarleiknum á þriðjudaginn,“ segir Þorgerður en liðið mætir liði úr b-deildinni. Á laugardaginn fær liðið Oppsal IF í heimsókn en liðið er einnig í botnbaráttu. „Það verður mikilvægur leikur.“ Þorgerður þvertekur fyrir að hún finni fyrir pressu frá forráðamönnum Flint að spila sem fyrst. „Þeir vilja umfram allt að ég verði góð og geti spilað heil.“Þorgerður í leik með Val gegn erkifjendunum í Safamýri.Leist ekki á blikuna í fyrstu Skyttan rétthenta kom út til Noregs í júlí og fljótlega var haldið í æfingaferð til Danmerkur. Sú var í skrýtnari kantinum. „Við vorum á tjaldstæði og gistum fjórar saman í litlum kofum. Það var ekki einu sinni klósett í kofunum. Okkur leist ekki á blikuna í fyrstu,“ segir Þorgerður. Liðið spilaði æfingaleiki í Danmörku áður en haldið var til Noregs. Átta dögum fyrir fyrsta leik var þjálfari liðsins rekinn. Þorgerður telur ákvörðunina hafa verið rétt. „Þetta var ekki að ganga og flestir voru sammála um það.“ Danskur þjálfari er tekinn við liðinu og er Gunnar Petersson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, liðinu einnig innan handar. Hún segir erfitt að bera styrkleika liðsins til dæmis saman við Val þar sem hún lék í fyrra. „Það yrði líklega mjög jafnt á milli liðanna,“ segir hún á endanum en bendir á að liðin í efri hlutanum séu rosalega góð.Þorgerður Anna við undirritun tveggja ára samnings við Flint. Samningurinn er uppsegjanlegur að loknu einu ári.Tekur pirringinn út á Brynju Þorgerður býr í bænum Tönsberg í Suður-Noregi og líkar lífið vel ytra. „Bærinn er krúttlegur og vinalegur,“ segir landsliðskonan sem hefur í dag störf á leikskóla í bænum sem hún er spennt fyrir. „Þá er maður ekki hangandi heima á milli æfinga að horfa út í loftið,“ segir skyttan og hlær. Hún býr í göngufæri við miðbæinn og fangar íslenskum félagsskap sem hún hefur í HK-ingnum Brynju Magnúsdóttur sem einnig leikur með liðinu. „Það er gott að geta tekið pirringinn út á einhverjum og tjáð sig aðeins á íslensku,“ segir Þorgerður og hlær. Hún hlakkar til að byrja að spila aftur en er hóflega bjartsýn í ljósi meiðslanna. „Það er þannig með handboltamenn að það er aldrei 100 prósent víst að þetta verði í lagi. Maður verður bara að læra að lifa með þessu og reyna að gera sitt besta.“
Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira