Rökin um flugvöllinn í Vatnsmýri standast alla skoðun! Vignir Örn Guðnason skrifar 3. október 2013 06:00 Hér á eftir fara athugasemdir við málflutning Bolla Héðinssonar, hagfræðings, sem birtist í Fréttablaðinu 12. september s.l. sem virðist settur fram af tilfinningahita fremur en rökfestu. Hjartað í Vatnsmýri stendur við allar þær staðreyndir sem settar eru fram á vefnum lending.is. 1. Vörur. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar mikilvæga vöruflutninga um landið og fara daglega 2 tonn af vörum með hraði um landið allt með flugi. Dugir þar að nefna blóðsendingar sem reglulega fara með hraði í innanlandsflugi. Fyrirtæki um land allt eiga viðskipti við Höfuðborgina og fá vörur sendar jafnvel eftir klukkustund þvert yfir landið. Slíkt væri ekki hægt með flugfragt alfarið í Keflavík. 2. Farþegar. Bolli heldur því fram að völlurinn þjóni „fyrst og fremst tiltölulega fáum einstaklingum sem eru oft á ferðinni“. Hér er lýst skoðun frekar en staðreyndum. Langstærstur hluti þeirra farþega sem fljúga með FÍ eru á eigin vegum og ósköp venjulegt fólk í ýmsum erindagjörðum. Af þeim tæplega 325.000 farþegum sem ferðuðust innanlands á síðasta ári með Flugfélaginu voru 58% á eigin vegum, 20% á vegum einkafyrirtækja og 11% á vegum opinberra aðila. Við bætast svo ferðamenn. Þá flugu um 30.000 börn á aldrinum 2-11 og 6.000 ungbörn (0-2 ára), eða u.þ.b. 10% af heildarfarþegafjölda, með Flugfélaginu í fyrra. Mörg hver þessara barna eiga foreldra eða forráðamenn bæði í Reykjavík og úti á landi. KPMG gerði úttekt á því hvaða áhrif flutningur flugs til Keflavíkur hefði á innanlandsflugið. Þar kom fram að margir áfangastaðir legðust af og verulegur samdráttur yrði í farþegafjölda vegna aukins kostnaðar og ferðatíma. Bolli hlýtur að hafa lesið þá skýrslu. 3. Sagan. Sagan er mörgum mikilvæg og óþarfi að gera lítið úr henni. Aðilar flugsögunnar eru stoltir af flugrekstrinum sem lengi vel, og jafnvel enn, er afrek í jafn litlu og fámennu landi. Bolli ætti að geta tekið undir það. Þá eru ónefndar allar flugminjar vallarsvæðisins eins og flugbrautirnar sjálfar sem yrðu rifnar ef byggt væri á svæðinu. 4. Varaflugvöllur. Þegar hefur misskilningi um varaflugvöll verið eytt af sérfræðingum í flugi og fram komið að Icelandair notar Reykjavíkurvöll sem varaflugvöll í 70-80% tilvika. Þá er fram komið að veðurfar er ólíkt í Reykjavík og Keflavík og að Reykjavík er eini fjölbrautavöllurinn á landinu fyrir utan Keflavíkurvöll. Leiðréttur var misskilningur um flugtaksþyngd og lendingarþyngd í grein sem ágætur penni birti hér í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Vera kann að Bolli sé ósammála um flugtæknileg atriði en oft er ágætt að hlusta á sérfræðinga í þeim efnum. 5. Þjónusta. Skýrsla KPMG tekur af allan vafa um áhrif þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Það mun dragast stórkostlega saman og störfum fækka sem því nemur. Í frumvarpi á Alþingi 2011 kom fram að tæplega 1.000 störf væru á Reykjavíkurflugvelli. Ég efast um að nokkur maður vilji hafa það á samviskunni að verða þess valdandi að svo margir missi störfin. 6. Kennsla. Flugskólar á öðrum flugvöllum eru góð viðbót og spila ágætlega með þungamiðju kennslunnar í Reykjavík. Nemendur frá Keflavík og Akureyri koma t.a.m. oft fljúgandi til Reykjavíkur í blindflugskennslu. Flugnemar sem læra nætur- og blindflug treysta á Reykjavíkurflugvöll í æfingum sínum vegna reglna um upplýsta flugvelli og gætu þeir ekki lokið flugprófi ef hann yrði lagður niður. Svona mætti lengi telja. 7. Hagræn áhrif. Innanlandsflugið er hjartað í atvinnulífinu á landsbyggðinni sem á í viðskiptum og samskiptum allan sólarhringinn með flugsamgöngum. Verðmætasköpun á Reykjavíkurvelli er því gríðarleg. Þar sem Bolli er hagfræðingur þekkir hann vel mikilvægi þess að viðskiptakostnaður sé sem lægstur svo atvinnulíf blómstri. Slík rök hagfræðinga eru meginstoðin undir opinberu vegakerfi og opinberri póstþjónustu. Hví skyldi hið sama ekki gilda í fluginu? Lengra hætti ég mér þó ekki inn á svið hagfræðinnar. 8. Ferðamenn. Ferðamenn nota innanlandsflugið í miklum mæli og eru vélar oft alfarið skipaðar ferðamönnum. Sívaxandi straumur út á land yfir vetrarmánuðina fer með flugi. Færi flugið til Keflavíkur missa ferðamenn þann kost að hoppa til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða, o.fl. staða nánast án fyrirvara. Íslendingar hafa hingað til viljað byggja upp ferðaþjónustu og samgöngur en ekki rífa slíkt niður. Ekki veit ég hvar Bolli stendur í þeim efnum. 9. Landhelgisgæslan. Flutningur Gæslunnar yrði seint fær af fjárhagsástæðum. Einnig mun útkallstíminn lengjast og þar sem Keflavík er vestar en Reykjavík þýðir það u.þ.b. 7-10 mínútna lengri flugtíma fyrir þyrlur Gæslunnar ef flogið væri til austurs en útköllin eru flest í þá átt að mér skilst. Bara sú staðreynd að gríðarstórar dyr á því skýli sem Gæslunni stendur til boða í Keflavík má ekki opna fari vindur í ákveðinn styrk ætti að duga til þess að loka málinu. Ekki nema hugmyndin sé að þyrlurnar fari aðeins í logni? Enginn með flugþekkingu heldur því fram að þyrlur ráði við allt sjúkraflug og hafa flugstjórar Gæslunnar ítrekað komið fram og útskýrt þau atriði. Þyrlur fljúga lægra, hægar, þola minni ísingu, eru ekki með jafnþrýstibúnað o.fl. Í stuttu máli standast þær flugvél ekki snúning nema yfir sjó og í fjöllum. 10. Höfuðborg. Allar þessar borgir: Kaupmannahöfn, Nuuk, Edinborg, Stokkhólmur og London eru með flugvöll skammt frá miðborginni. Dugir að nefna London City flugvöllinn. Aðal millilandavellir þeirra eru oft fjarri miðbæ sem skýrist af því að þetta eru gamlar borgir sem byggðust upp þegar lestir voru aðal samgöngutækið. Allar hafa þær því stórar lestarstöðvar í miðborgum sínum sem þær sýna og nota með stolti. Vatnsmýrarvöllur er okkar lestarstöð sem í það minnsta ég sýni með miklu stolti. 11. Umhverfi. Minna flug eykur akstur bíla sem eykur vegslit og mengun. Fullsetin Fokker 50-flugvél jafnast á við 30 bíla sé horft á opinber viðmið um meðal farþegafjölda. Vatnsmýrin er grænt svæði í framhaldi af Hljómskálagarðinum sem yrði klárlega ekki eins grænt ef byggt yrði á svæðinu. Mér fróðari sérfræðingar í mýrlendi hafa bent á að uppspretta tjarnarinnar sé í Vatnsmýri og að tjörnin þorni upp ef byggt yrði í Vatnsmýri. Þá eiga margir fuglar griðastað í Vatnsmýri sem hyrfi þegar blokkir væru komnar átta metra niður á fast í mýrinni. Seint mun það teljast snjöll umhverfisvernd. 12. Sjúkraflug. Framsetning Hjartans í Vatnsmýri á málefnum sjúkraflugs á allan rétt á sér og er fjöldi skurðlækna og heilbrigðissérfræðinga mikill sem stigið hefur fram og staðfest þá umfjöllun. Hér má gefa Stefáni Þórarinssyni lækni orðið: „áhættan vex með margfeldishætti því lengur sem dregst að koma við varanlegri hjálp. Síðustu mínútur flutningsins geta því vegið mikið meira en þær fyrstu.“ Mótmælir Bolli Stefáni í þessum efnum? Hvort eru það meiri þjóðarhagsmunir að flugsamgöngur innanlands haldist óbreyttar fyrir alla Íslendinga eða að Reykjavík fái til umráða land undir blandaða byggð í Vatnsmýri? Nýjasta könnun MMR sýnir að 81,3% þjóðarinnar, fólk á öllum aldri, bæði kyn og óháð búsetu, vill völlinn áfram í Vatnsmýrinni. Þá hafa 67.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis á vef okkar lending.is. Bolli talar um að flugið sé fyrir „fáa áhrifamikla einstaklinga“. Í ljósi þess að 410 þúsund manns úr öllum þrepum þjóðlífsins fara um völlinn á ári, en fyrirhuguð lúxusbyggð mun hýsa 15.000 manns, má ljóst vera að Bolla yfirsást samhengið. Byggðin er fyrir fáa áhrifamikla en flugið fyrir alla. Þar liggur hundurinn grafinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á eftir fara athugasemdir við málflutning Bolla Héðinssonar, hagfræðings, sem birtist í Fréttablaðinu 12. september s.l. sem virðist settur fram af tilfinningahita fremur en rökfestu. Hjartað í Vatnsmýri stendur við allar þær staðreyndir sem settar eru fram á vefnum lending.is. 1. Vörur. Reykjavíkurflugvöllur gegnir mikilvægu hlutverki hvað varðar mikilvæga vöruflutninga um landið og fara daglega 2 tonn af vörum með hraði um landið allt með flugi. Dugir þar að nefna blóðsendingar sem reglulega fara með hraði í innanlandsflugi. Fyrirtæki um land allt eiga viðskipti við Höfuðborgina og fá vörur sendar jafnvel eftir klukkustund þvert yfir landið. Slíkt væri ekki hægt með flugfragt alfarið í Keflavík. 2. Farþegar. Bolli heldur því fram að völlurinn þjóni „fyrst og fremst tiltölulega fáum einstaklingum sem eru oft á ferðinni“. Hér er lýst skoðun frekar en staðreyndum. Langstærstur hluti þeirra farþega sem fljúga með FÍ eru á eigin vegum og ósköp venjulegt fólk í ýmsum erindagjörðum. Af þeim tæplega 325.000 farþegum sem ferðuðust innanlands á síðasta ári með Flugfélaginu voru 58% á eigin vegum, 20% á vegum einkafyrirtækja og 11% á vegum opinberra aðila. Við bætast svo ferðamenn. Þá flugu um 30.000 börn á aldrinum 2-11 og 6.000 ungbörn (0-2 ára), eða u.þ.b. 10% af heildarfarþegafjölda, með Flugfélaginu í fyrra. Mörg hver þessara barna eiga foreldra eða forráðamenn bæði í Reykjavík og úti á landi. KPMG gerði úttekt á því hvaða áhrif flutningur flugs til Keflavíkur hefði á innanlandsflugið. Þar kom fram að margir áfangastaðir legðust af og verulegur samdráttur yrði í farþegafjölda vegna aukins kostnaðar og ferðatíma. Bolli hlýtur að hafa lesið þá skýrslu. 3. Sagan. Sagan er mörgum mikilvæg og óþarfi að gera lítið úr henni. Aðilar flugsögunnar eru stoltir af flugrekstrinum sem lengi vel, og jafnvel enn, er afrek í jafn litlu og fámennu landi. Bolli ætti að geta tekið undir það. Þá eru ónefndar allar flugminjar vallarsvæðisins eins og flugbrautirnar sjálfar sem yrðu rifnar ef byggt væri á svæðinu. 4. Varaflugvöllur. Þegar hefur misskilningi um varaflugvöll verið eytt af sérfræðingum í flugi og fram komið að Icelandair notar Reykjavíkurvöll sem varaflugvöll í 70-80% tilvika. Þá er fram komið að veðurfar er ólíkt í Reykjavík og Keflavík og að Reykjavík er eini fjölbrautavöllurinn á landinu fyrir utan Keflavíkurvöll. Leiðréttur var misskilningur um flugtaksþyngd og lendingarþyngd í grein sem ágætur penni birti hér í Fréttablaðinu fyrir skömmu. Vera kann að Bolli sé ósammála um flugtæknileg atriði en oft er ágætt að hlusta á sérfræðinga í þeim efnum. 5. Þjónusta. Skýrsla KPMG tekur af allan vafa um áhrif þess að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Það mun dragast stórkostlega saman og störfum fækka sem því nemur. Í frumvarpi á Alþingi 2011 kom fram að tæplega 1.000 störf væru á Reykjavíkurflugvelli. Ég efast um að nokkur maður vilji hafa það á samviskunni að verða þess valdandi að svo margir missi störfin. 6. Kennsla. Flugskólar á öðrum flugvöllum eru góð viðbót og spila ágætlega með þungamiðju kennslunnar í Reykjavík. Nemendur frá Keflavík og Akureyri koma t.a.m. oft fljúgandi til Reykjavíkur í blindflugskennslu. Flugnemar sem læra nætur- og blindflug treysta á Reykjavíkurflugvöll í æfingum sínum vegna reglna um upplýsta flugvelli og gætu þeir ekki lokið flugprófi ef hann yrði lagður niður. Svona mætti lengi telja. 7. Hagræn áhrif. Innanlandsflugið er hjartað í atvinnulífinu á landsbyggðinni sem á í viðskiptum og samskiptum allan sólarhringinn með flugsamgöngum. Verðmætasköpun á Reykjavíkurvelli er því gríðarleg. Þar sem Bolli er hagfræðingur þekkir hann vel mikilvægi þess að viðskiptakostnaður sé sem lægstur svo atvinnulíf blómstri. Slík rök hagfræðinga eru meginstoðin undir opinberu vegakerfi og opinberri póstþjónustu. Hví skyldi hið sama ekki gilda í fluginu? Lengra hætti ég mér þó ekki inn á svið hagfræðinnar. 8. Ferðamenn. Ferðamenn nota innanlandsflugið í miklum mæli og eru vélar oft alfarið skipaðar ferðamönnum. Sívaxandi straumur út á land yfir vetrarmánuðina fer með flugi. Færi flugið til Keflavíkur missa ferðamenn þann kost að hoppa til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða, o.fl. staða nánast án fyrirvara. Íslendingar hafa hingað til viljað byggja upp ferðaþjónustu og samgöngur en ekki rífa slíkt niður. Ekki veit ég hvar Bolli stendur í þeim efnum. 9. Landhelgisgæslan. Flutningur Gæslunnar yrði seint fær af fjárhagsástæðum. Einnig mun útkallstíminn lengjast og þar sem Keflavík er vestar en Reykjavík þýðir það u.þ.b. 7-10 mínútna lengri flugtíma fyrir þyrlur Gæslunnar ef flogið væri til austurs en útköllin eru flest í þá átt að mér skilst. Bara sú staðreynd að gríðarstórar dyr á því skýli sem Gæslunni stendur til boða í Keflavík má ekki opna fari vindur í ákveðinn styrk ætti að duga til þess að loka málinu. Ekki nema hugmyndin sé að þyrlurnar fari aðeins í logni? Enginn með flugþekkingu heldur því fram að þyrlur ráði við allt sjúkraflug og hafa flugstjórar Gæslunnar ítrekað komið fram og útskýrt þau atriði. Þyrlur fljúga lægra, hægar, þola minni ísingu, eru ekki með jafnþrýstibúnað o.fl. Í stuttu máli standast þær flugvél ekki snúning nema yfir sjó og í fjöllum. 10. Höfuðborg. Allar þessar borgir: Kaupmannahöfn, Nuuk, Edinborg, Stokkhólmur og London eru með flugvöll skammt frá miðborginni. Dugir að nefna London City flugvöllinn. Aðal millilandavellir þeirra eru oft fjarri miðbæ sem skýrist af því að þetta eru gamlar borgir sem byggðust upp þegar lestir voru aðal samgöngutækið. Allar hafa þær því stórar lestarstöðvar í miðborgum sínum sem þær sýna og nota með stolti. Vatnsmýrarvöllur er okkar lestarstöð sem í það minnsta ég sýni með miklu stolti. 11. Umhverfi. Minna flug eykur akstur bíla sem eykur vegslit og mengun. Fullsetin Fokker 50-flugvél jafnast á við 30 bíla sé horft á opinber viðmið um meðal farþegafjölda. Vatnsmýrin er grænt svæði í framhaldi af Hljómskálagarðinum sem yrði klárlega ekki eins grænt ef byggt yrði á svæðinu. Mér fróðari sérfræðingar í mýrlendi hafa bent á að uppspretta tjarnarinnar sé í Vatnsmýri og að tjörnin þorni upp ef byggt yrði í Vatnsmýri. Þá eiga margir fuglar griðastað í Vatnsmýri sem hyrfi þegar blokkir væru komnar átta metra niður á fast í mýrinni. Seint mun það teljast snjöll umhverfisvernd. 12. Sjúkraflug. Framsetning Hjartans í Vatnsmýri á málefnum sjúkraflugs á allan rétt á sér og er fjöldi skurðlækna og heilbrigðissérfræðinga mikill sem stigið hefur fram og staðfest þá umfjöllun. Hér má gefa Stefáni Þórarinssyni lækni orðið: „áhættan vex með margfeldishætti því lengur sem dregst að koma við varanlegri hjálp. Síðustu mínútur flutningsins geta því vegið mikið meira en þær fyrstu.“ Mótmælir Bolli Stefáni í þessum efnum? Hvort eru það meiri þjóðarhagsmunir að flugsamgöngur innanlands haldist óbreyttar fyrir alla Íslendinga eða að Reykjavík fái til umráða land undir blandaða byggð í Vatnsmýri? Nýjasta könnun MMR sýnir að 81,3% þjóðarinnar, fólk á öllum aldri, bæði kyn og óháð búsetu, vill völlinn áfram í Vatnsmýrinni. Þá hafa 67.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis á vef okkar lending.is. Bolli talar um að flugið sé fyrir „fáa áhrifamikla einstaklinga“. Í ljósi þess að 410 þúsund manns úr öllum þrepum þjóðlífsins fara um völlinn á ári, en fyrirhuguð lúxusbyggð mun hýsa 15.000 manns, má ljóst vera að Bolla yfirsást samhengið. Byggðin er fyrir fáa áhrifamikla en flugið fyrir alla. Þar liggur hundurinn grafinn.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun