Læknar og sjúkraþjálfarar liðsins vilja helst ekki að ég spili Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2013 08:00 Aron Pálmarsson býst við því að vera kominn í gott form eftir fjórar vikur. Leikmaðurinn má aðeins spila í 10-15 mínútur í leik en hefur staðið sig vel á tímabilinu þegar hann er inni á vellinum. Mynd/NordicPhotos/Getty „Þetta hefur verið svona upp og ofan hjá mér undanfarnar vikur,“ segir Aron Pálmarsson handknattleiksmaður. Hann hefur ekki enn náð sér að fullu eftir aðgerð á vinstra hné sem hann gekkst undir í vor. Landsliðsmaðurinn hefur komið við sögu í nokkrum leikjum með félagsliði sínu Kiel á tímabilinu en á þó nokkuð langt í land að ná sér að fullu. „Fyrir þremur vikum mátti ég byrja spila í um 10-15 mínútur í leik, svona rétt á meðan ég er að byggja upp vöðvana í kringum hnéð. Rétt eftir aðgerð var styrkur minn í hnénu lítill sem enginn og magnað hvað maður er fljótur að rýrna. Miðað við styrk minn núna má ég lítið spila og helst bara einu sinni í viku.“ Fyrsti leikur Arons á tímabilinu var gegn Gummersbach 11. september og skoraði leikmaðurinn fjögur mörk. Leikurinn kostaði sitt og töluvert bakslag kom upp í endurhæfingu leikmannsins. Aron missti því af næsta leik Kiel gegn ThSV Eisenach.Bakslag eftir stórleik „Eftir að hafa hvílt í einn leik kom ég aðeins við sögu í sóknarleik liðsins gegn Wetzlar,“ sagði Aron sem skoraði eitt mark í þeim leik. Kiel mætti því næst pólska liðinu Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu 22. september og þá fór Aron á kostum. Liðið vann magnaðan útisigur, 34-33, en sigurmark leiksins kom nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron skoraði sex mörk í leiknum og lék stórt hlutverk í sigri þýsku meistaranna. „Eftir leikinn úti í Póllandi þar sem ég var inni á vellinum í einhverjar 50 mínútur kom aftur ákveðið bakslag. Ég missti því næst af tveimur síðustu leikjum okkar í deildinni og maður er að verða nokkuð þreyttur á þessu og vonandi fer ég að skána fljótlega. Ég er í nokkuð erfiðri stöðu en læknar og sjúkraþjálfarar liðsins vilja helst ekki að ég spili en síðan á móti er alltaf nokkuð mikil pressa á manni að koma til baka.“ Aron gekkst undir aðgerð í vor og missti af síðustu leikjum Kiel í þýsku deildinni á síðasta tímabili. Liðið hafði þá tryggt sér Þýskalandsmeistaratitilinn í handknattleik, auk þess sem liðið varð þýskur bikarmeistari. Það sem hafði verið að plaga Aron fram að aðgerð var brjósk sem þrýsti á ákveðnar vöðvafestingar í hnénu.Mynd/NordicPhotos/Getty„Þessi aðgerð var í raun ekki það stór og það átti ekki að taka svona langan tíma fyrir mig að ná mér á ný. Það getur samt verið misjafnt þegar brjósk er fjarlægt hversu lengi maður er að jafna sig, hvort sem það eru átta vikur eða allt upp í 16 vikur. Ég er að æfa núna þrisvar í viku með einkaþjálfara og þá er aðaláherslan lögð á að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ef ég held áfram sömu vinnu og undanfarið ætti ég að vera kominn á gott ról eftir einn mánuð.“ Fyrir tímabilið missti Kiel fjóra gríðarlega sterka leikmenn og mætti liðið með nokkuð breytt lið í mótið í haust. Þeir Thierry Omeyer, Momir Ilic, Daniel Narcisse og Marcus Ahlm hafa allir annaðhvort hætt í handbolta eða farið í önnur lið. Liðið hefur samt sem áður unnið alla sjö leiki sína í deildinni til þessa og verið að spila sérstaklega vel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.Ekki eins góðir á pappírnum „Margir segja í raun að liðið hafi farið ótrúlega vel af stað miðað við þá leikmenn sem við misstum og hverjir komu inn í staðinn. Það er ekkert launungarmál að við erum veikari á pappírnum núna en síðustu ár en liðið hefur samt sem áður verið að spila virkilega vel, náði meðal annars í tvö stig gegn Hamburg á útivelli. Við erum enn með frábært lið.“ Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
„Þetta hefur verið svona upp og ofan hjá mér undanfarnar vikur,“ segir Aron Pálmarsson handknattleiksmaður. Hann hefur ekki enn náð sér að fullu eftir aðgerð á vinstra hné sem hann gekkst undir í vor. Landsliðsmaðurinn hefur komið við sögu í nokkrum leikjum með félagsliði sínu Kiel á tímabilinu en á þó nokkuð langt í land að ná sér að fullu. „Fyrir þremur vikum mátti ég byrja spila í um 10-15 mínútur í leik, svona rétt á meðan ég er að byggja upp vöðvana í kringum hnéð. Rétt eftir aðgerð var styrkur minn í hnénu lítill sem enginn og magnað hvað maður er fljótur að rýrna. Miðað við styrk minn núna má ég lítið spila og helst bara einu sinni í viku.“ Fyrsti leikur Arons á tímabilinu var gegn Gummersbach 11. september og skoraði leikmaðurinn fjögur mörk. Leikurinn kostaði sitt og töluvert bakslag kom upp í endurhæfingu leikmannsins. Aron missti því af næsta leik Kiel gegn ThSV Eisenach.Bakslag eftir stórleik „Eftir að hafa hvílt í einn leik kom ég aðeins við sögu í sóknarleik liðsins gegn Wetzlar,“ sagði Aron sem skoraði eitt mark í þeim leik. Kiel mætti því næst pólska liðinu Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu 22. september og þá fór Aron á kostum. Liðið vann magnaðan útisigur, 34-33, en sigurmark leiksins kom nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron skoraði sex mörk í leiknum og lék stórt hlutverk í sigri þýsku meistaranna. „Eftir leikinn úti í Póllandi þar sem ég var inni á vellinum í einhverjar 50 mínútur kom aftur ákveðið bakslag. Ég missti því næst af tveimur síðustu leikjum okkar í deildinni og maður er að verða nokkuð þreyttur á þessu og vonandi fer ég að skána fljótlega. Ég er í nokkuð erfiðri stöðu en læknar og sjúkraþjálfarar liðsins vilja helst ekki að ég spili en síðan á móti er alltaf nokkuð mikil pressa á manni að koma til baka.“ Aron gekkst undir aðgerð í vor og missti af síðustu leikjum Kiel í þýsku deildinni á síðasta tímabili. Liðið hafði þá tryggt sér Þýskalandsmeistaratitilinn í handknattleik, auk þess sem liðið varð þýskur bikarmeistari. Það sem hafði verið að plaga Aron fram að aðgerð var brjósk sem þrýsti á ákveðnar vöðvafestingar í hnénu.Mynd/NordicPhotos/Getty„Þessi aðgerð var í raun ekki það stór og það átti ekki að taka svona langan tíma fyrir mig að ná mér á ný. Það getur samt verið misjafnt þegar brjósk er fjarlægt hversu lengi maður er að jafna sig, hvort sem það eru átta vikur eða allt upp í 16 vikur. Ég er að æfa núna þrisvar í viku með einkaþjálfara og þá er aðaláherslan lögð á að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ef ég held áfram sömu vinnu og undanfarið ætti ég að vera kominn á gott ról eftir einn mánuð.“ Fyrir tímabilið missti Kiel fjóra gríðarlega sterka leikmenn og mætti liðið með nokkuð breytt lið í mótið í haust. Þeir Thierry Omeyer, Momir Ilic, Daniel Narcisse og Marcus Ahlm hafa allir annaðhvort hætt í handbolta eða farið í önnur lið. Liðið hefur samt sem áður unnið alla sjö leiki sína í deildinni til þessa og verið að spila sérstaklega vel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.Ekki eins góðir á pappírnum „Margir segja í raun að liðið hafi farið ótrúlega vel af stað miðað við þá leikmenn sem við misstum og hverjir komu inn í staðinn. Það er ekkert launungarmál að við erum veikari á pappírnum núna en síðustu ár en liðið hefur samt sem áður verið að spila virkilega vel, náði meðal annars í tvö stig gegn Hamburg á útivelli. Við erum enn með frábært lið.“
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira