Hafa selt lúxusrafbíla fyrir tugi milljóna 3. október 2013 08:00 Tesla Model S hefur fengið afar góða dóma hérlendis sem erlendis. Þeir kosta frá 11,8 milljónum króna. Fréttablaðið/GVA Tuttugu eintök af lúxusrafbílnum Tesla Model S hafa verið seld hér á landi og voru fyrstu tveir bílarnir afhentir í vikunni. Þetta segir Gísli Gíslason hjá Northern Lights Energy sem flytur bílana inn, en hann segir að um þessar mundir sé að verða vitundarvakning varðandi rafbíla hér á landi. Grunnútgáfan af bílnum kostar frá 11,8 milljónum króna upp í 13,8 milljónir þannig að óhætt er að gefa sér að bílarnir hafa selst fyrir hátt í 250 milljónir króna. Mikil umræða hefur verið um Tesla-bílana, sem framleiddir eru í Bandaríkjunum, og hafa þeir fengið gríðargóða dóma bæði hérlendis og erlendis. Meðal annars segir í nýlegri umsögn bílablaðs Fréttablaðsins að hann sé engum líkur. Hann kemst upp í 100 kílómetra hraða á 4,2 sekúndum og dýrari útgáfurnar fara allt að 480 kílómetra á hleðslunni. Bíllinn er afar eftirsóttur erlendis þar sem hann var til dæmis söluhæsti bíllinn í Noregi í byrjun síðasta mánaðar. „Þeir eru búnir að selja 200 bíla í Noregi, en þar er núna sex mánaða biðlisti eins og alls staðar annars staðar í Evrópu nema hjá okkur,“ segir Gísli og bætir því við að þeir geti enn selt um þrjátíu bíla í ár. Gísli segir að mikill spenningur sé fyrir þessum bíl og þó að verðmiðinn sé vissulega hár sé þarna um að ræða lúxusbíl og verðið sé jafnvel lægra en á sambærilegum bensínbílum, meðal annars frá Audi. „Þessi bíll er betri en bensínbílarnir,“ fullyrðir Gísli. „Það eina neikvæða sem hefur verið sagt um þá er að þeir sem hafa prófað þá missa áhugann á að keyra Ferrari-bílana sína.“ Gísli segir að mikil vakning sé nú hér á landi varðandi rafbíla sem séu orðnir raunhæfur kostur hér á landi. „Nú er verið að fara að setja upp hleðslustöðvar um allt land og því ekki eftir neinu að bíða lengur. Það eru sennilega um fjörutíu rafbílar á Íslandi í dag og þeir eru að ná að keyra um 150 til 200 kílómetra á hleðslunni og er svo bara stungið í samband hvar sem er.“ Gísli segir að lokum að nú sé afar spennandi tími í rafbílageiranum og gríðarlegur áhugi í samfélaginu. Valinkunnir Tesla-kaupendurÁ vefsíðunni plugincars.com er fjallað um innreið Tesla Model S hér á landi og taldir upp sjö valinkunnir menn sem fullyrt er að hafi tryggt sér eintak. Þeir eru eftirfarandi: Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri Wow Air og eigandi Títan fjárfestingafélags. Ragnar Agnarsson, eigandi Saga Film. Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir. Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton auglýsingastofu. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs Árborgar. Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Tuttugu eintök af lúxusrafbílnum Tesla Model S hafa verið seld hér á landi og voru fyrstu tveir bílarnir afhentir í vikunni. Þetta segir Gísli Gíslason hjá Northern Lights Energy sem flytur bílana inn, en hann segir að um þessar mundir sé að verða vitundarvakning varðandi rafbíla hér á landi. Grunnútgáfan af bílnum kostar frá 11,8 milljónum króna upp í 13,8 milljónir þannig að óhætt er að gefa sér að bílarnir hafa selst fyrir hátt í 250 milljónir króna. Mikil umræða hefur verið um Tesla-bílana, sem framleiddir eru í Bandaríkjunum, og hafa þeir fengið gríðargóða dóma bæði hérlendis og erlendis. Meðal annars segir í nýlegri umsögn bílablaðs Fréttablaðsins að hann sé engum líkur. Hann kemst upp í 100 kílómetra hraða á 4,2 sekúndum og dýrari útgáfurnar fara allt að 480 kílómetra á hleðslunni. Bíllinn er afar eftirsóttur erlendis þar sem hann var til dæmis söluhæsti bíllinn í Noregi í byrjun síðasta mánaðar. „Þeir eru búnir að selja 200 bíla í Noregi, en þar er núna sex mánaða biðlisti eins og alls staðar annars staðar í Evrópu nema hjá okkur,“ segir Gísli og bætir því við að þeir geti enn selt um þrjátíu bíla í ár. Gísli segir að mikill spenningur sé fyrir þessum bíl og þó að verðmiðinn sé vissulega hár sé þarna um að ræða lúxusbíl og verðið sé jafnvel lægra en á sambærilegum bensínbílum, meðal annars frá Audi. „Þessi bíll er betri en bensínbílarnir,“ fullyrðir Gísli. „Það eina neikvæða sem hefur verið sagt um þá er að þeir sem hafa prófað þá missa áhugann á að keyra Ferrari-bílana sína.“ Gísli segir að mikil vakning sé nú hér á landi varðandi rafbíla sem séu orðnir raunhæfur kostur hér á landi. „Nú er verið að fara að setja upp hleðslustöðvar um allt land og því ekki eftir neinu að bíða lengur. Það eru sennilega um fjörutíu rafbílar á Íslandi í dag og þeir eru að ná að keyra um 150 til 200 kílómetra á hleðslunni og er svo bara stungið í samband hvar sem er.“ Gísli segir að lokum að nú sé afar spennandi tími í rafbílageiranum og gríðarlegur áhugi í samfélaginu. Valinkunnir Tesla-kaupendurÁ vefsíðunni plugincars.com er fjallað um innreið Tesla Model S hér á landi og taldir upp sjö valinkunnir menn sem fullyrt er að hafi tryggt sér eintak. Þeir eru eftirfarandi: Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri Wow Air og eigandi Títan fjárfestingafélags. Ragnar Agnarsson, eigandi Saga Film. Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir. Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton auglýsingastofu. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs Árborgar.
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent