Erlent

Gagnagrunnur yfir rómafólk

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ungverskir hælisleitendur í Svíþjóð haustið 2006.Nordicphotos/AFP
Ungverskir hælisleitendur í Svíþjóð haustið 2006.Nordicphotos/AFP
Saksóknari í Svíþjóð telur að lögreglan á Skáni kunni að hafa gerst sek um lögbrot fyrir að halda  gagnagrunn yfir rómafólk víða um landið.

Í gagnagrunninum eru persónuupplýsingar um yfir 4.000 einstaklinga, þar af meira en eitt þúsund börn. Greint er frá því á vef Dagens Nyheter að sjötíu manns innan lögreglunnar víða um Svíþjóð hafi haft aðgang að gagnagrunninum.

Í grunninum eru meðal annars upplýsingar um marga einstaklinga sem ekki eru á sakaskrá, látna einstaklinga og smábörn sem sum eru undir tveggja ára aldri. Rannsókn er hafin á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×