Rithöfundur leiðir leikstjóra um slóðir Bobby Fischer Sara McMahon skrifar 23. september 2013 07:00 Sænski leikstjórinn Lukas Moodysson er mikill áhugamaður um Bobby Fischer. Nordicphotos/getty „Ég þarf aldrei að hugsa mig um þegar einhver vill kynnast Íslandi í gegnum skáklistina, okkar göfugu þjóðaríþrótt,“ segir skákmaðurinn og rithöfundurinn Hrafn Jökulsson, sem mun leiða sænska leikstjórann Lukas Moodysson um slóðir Bobby Fischer hér á landi. Moodysson er heiðursgestur kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár og hafði sérstakan áhuga á að heimsækja slóðir skákmeistarans á meðan á heimsókn hans stendur. „Mínir góðu vinir í RIFF sögðu mér að leikstjórinn hefði áhuga á því að fara á söguslóðir skákarinnar. Það er sérlega skemmtilegt að einn besti og snjallasti leikstjóri heims skuli hugsa um skák þegar hann kemur til Íslands og sýnir hvílíkt stórveldi við erum í skákheiminum,“ útskýrir Hrafn, sem kveðst hafa lært mannganginn um það leyti er Fischer vann heimsmeistaratitilinn í Reykjavík árið 1972.Hrafn Jökulsson Fréttablaðið/GVAÆskilegt að niðurstaðan verði bíómynd Hann hyggst fara með leikstjórann að leiði Fischers í Laugardælakirkjugarði og heimsækja Fischer-setrið á Selfossi. „Svo endar þetta vonandi með því að við setjumst að tafli og kannski fæ ég að spyrja hann svolítið um hans mörgu meistaraverk. Æskileg niðurstaða væri síðan sú að hann gerði bíómynd um skák á Íslandi, ég held að það steinliggi alveg.“ Aðspurður segist Hrafn þekkja nokkuð til verka Moodyssons, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Fucking Åmål, Tillsammans og Ett hål i mitt hjärta. „Það er virkilega gaman að hann skuli vera að koma á RIFF og heiðra okkur með nærveru sinni, þessi mikli snillingur,“ segir hann að lokum.Bobby Fischer lést þann 17. janúar árið 2008, Lukas Moodysson fæddist sama dag árið 1969.Kvimyndin Tillsammans eftir Lukas Moodysson sló rækilega í gegn þegar hún kom út árið 2000. Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Ég þarf aldrei að hugsa mig um þegar einhver vill kynnast Íslandi í gegnum skáklistina, okkar göfugu þjóðaríþrótt,“ segir skákmaðurinn og rithöfundurinn Hrafn Jökulsson, sem mun leiða sænska leikstjórann Lukas Moodysson um slóðir Bobby Fischer hér á landi. Moodysson er heiðursgestur kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár og hafði sérstakan áhuga á að heimsækja slóðir skákmeistarans á meðan á heimsókn hans stendur. „Mínir góðu vinir í RIFF sögðu mér að leikstjórinn hefði áhuga á því að fara á söguslóðir skákarinnar. Það er sérlega skemmtilegt að einn besti og snjallasti leikstjóri heims skuli hugsa um skák þegar hann kemur til Íslands og sýnir hvílíkt stórveldi við erum í skákheiminum,“ útskýrir Hrafn, sem kveðst hafa lært mannganginn um það leyti er Fischer vann heimsmeistaratitilinn í Reykjavík árið 1972.Hrafn Jökulsson Fréttablaðið/GVAÆskilegt að niðurstaðan verði bíómynd Hann hyggst fara með leikstjórann að leiði Fischers í Laugardælakirkjugarði og heimsækja Fischer-setrið á Selfossi. „Svo endar þetta vonandi með því að við setjumst að tafli og kannski fæ ég að spyrja hann svolítið um hans mörgu meistaraverk. Æskileg niðurstaða væri síðan sú að hann gerði bíómynd um skák á Íslandi, ég held að það steinliggi alveg.“ Aðspurður segist Hrafn þekkja nokkuð til verka Moodyssons, sem hefur leikstýrt myndum á borð við Fucking Åmål, Tillsammans og Ett hål i mitt hjärta. „Það er virkilega gaman að hann skuli vera að koma á RIFF og heiðra okkur með nærveru sinni, þessi mikli snillingur,“ segir hann að lokum.Bobby Fischer lést þann 17. janúar árið 2008, Lukas Moodysson fæddist sama dag árið 1969.Kvimyndin Tillsammans eftir Lukas Moodysson sló rækilega í gegn þegar hún kom út árið 2000.
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira