Fjöldi á leigumarkaði óljós Valur Grettisson skrifar 21. september 2013 08:00 Hagstofan telur leigjendur 27% heimila landsins. Fréttablaðið/Vilhelm Svanur Guðmundsson „Ég held að íbúðirnar séu frekar nærri 40 þúsundum,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags leigumiðlara, en lítið er vitað um raunverulegan fjölda þeirra sem leigja húsnæði hér á landi. Samkvæmt hagtíðindum Hagstofu Íslands um verðlag og neyslu á árunum 2009-2011 er talið að leigjendur séu 27% af heimilum landsins, sem talið er að séu rétt tæplega 124 þúsund hér á landi. Það eru því 33 þúsund heimili. Um 73% landsmanna búa í eigin húsnæði samkvæmt sömu tölum Hagstofunnar. Á síðasta ári var 9.149 leigusamningum þinglýst hjá Þjóðskrá Íslands. Það er því ljóst að lítill hluti leigjenda þinglýsir leigusamningum. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar. Í samantekt Neytendasamtakanna um málið kemur fram að ekki er skylt að láta þinglýsa leigusamningum og helstu réttaráhrifin af þinglýsingu eru þau að viðkomandi leigjandi getur þá átt rétt á húsaleigubótum. Raunar er ekki þörf á að þinglýsa samningum um leigu íbúða í eigu sveitarfélaga til að öðlast rétt til húsaleigubóta. Hins vegar skerðast húsaleigubætur í hlutfalli við tekjur og eignir leigjenda og þar með má telja að hvati leigutaka til að láta þinglýsa samningi fari í einhverjum tilvikum fyrir lítið. Leigusamningum hefur snarfjölgað eftir hrun. Þannig eru leigusamningar í dag um tíu þúsund en þeir voru rúmlega sjö þúsund árið 2008. Árið 2005 voru þeir fimm þúsund. „Það er ljóst að leigumarkaðurinn er mun umfangsmeiri nú en fyrir hrun,“ segir Svanur. Til vitnis um alvarlega stöðu á leigumörkuðum hafa þingmenn Samfylkingarinnar lagt fram frumvarp um bráðaaðgerðir til þess að bregðast við því sem þeir kalla neyðarástand á leigumarkaði. Svo hafa komið upp alvarleg tilfelli þar sem fjölskyldur búa í ólöglegu húsnæði víða á höfuðborgarsvæðinu. Svanur segir að hann telji að fjöldi leigjenda, sé tekið mið af stærð fjölskyldna, slagi hátt upp í hundrað þúsund manns. Neytendasamtökin halda úti sérstakri aðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis. Á síðasta ári höfðu tæplega 1.500 manns samband við leigjendaaðstoðina en helstu spurningar sneru að viðhaldi og ástandi eignar og svo uppsögn á leigusamningi. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Svanur Guðmundsson „Ég held að íbúðirnar séu frekar nærri 40 þúsundum,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags leigumiðlara, en lítið er vitað um raunverulegan fjölda þeirra sem leigja húsnæði hér á landi. Samkvæmt hagtíðindum Hagstofu Íslands um verðlag og neyslu á árunum 2009-2011 er talið að leigjendur séu 27% af heimilum landsins, sem talið er að séu rétt tæplega 124 þúsund hér á landi. Það eru því 33 þúsund heimili. Um 73% landsmanna búa í eigin húsnæði samkvæmt sömu tölum Hagstofunnar. Á síðasta ári var 9.149 leigusamningum þinglýst hjá Þjóðskrá Íslands. Það er því ljóst að lítill hluti leigjenda þinglýsir leigusamningum. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar. Í samantekt Neytendasamtakanna um málið kemur fram að ekki er skylt að láta þinglýsa leigusamningum og helstu réttaráhrifin af þinglýsingu eru þau að viðkomandi leigjandi getur þá átt rétt á húsaleigubótum. Raunar er ekki þörf á að þinglýsa samningum um leigu íbúða í eigu sveitarfélaga til að öðlast rétt til húsaleigubóta. Hins vegar skerðast húsaleigubætur í hlutfalli við tekjur og eignir leigjenda og þar með má telja að hvati leigutaka til að láta þinglýsa samningi fari í einhverjum tilvikum fyrir lítið. Leigusamningum hefur snarfjölgað eftir hrun. Þannig eru leigusamningar í dag um tíu þúsund en þeir voru rúmlega sjö þúsund árið 2008. Árið 2005 voru þeir fimm þúsund. „Það er ljóst að leigumarkaðurinn er mun umfangsmeiri nú en fyrir hrun,“ segir Svanur. Til vitnis um alvarlega stöðu á leigumörkuðum hafa þingmenn Samfylkingarinnar lagt fram frumvarp um bráðaaðgerðir til þess að bregðast við því sem þeir kalla neyðarástand á leigumarkaði. Svo hafa komið upp alvarleg tilfelli þar sem fjölskyldur búa í ólöglegu húsnæði víða á höfuðborgarsvæðinu. Svanur segir að hann telji að fjöldi leigjenda, sé tekið mið af stærð fjölskyldna, slagi hátt upp í hundrað þúsund manns. Neytendasamtökin halda úti sérstakri aðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis. Á síðasta ári höfðu tæplega 1.500 manns samband við leigjendaaðstoðina en helstu spurningar sneru að viðhaldi og ástandi eignar og svo uppsögn á leigusamningi.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira