Fjöldi á leigumarkaði óljós Valur Grettisson skrifar 21. september 2013 08:00 Hagstofan telur leigjendur 27% heimila landsins. Fréttablaðið/Vilhelm Svanur Guðmundsson „Ég held að íbúðirnar séu frekar nærri 40 þúsundum,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags leigumiðlara, en lítið er vitað um raunverulegan fjölda þeirra sem leigja húsnæði hér á landi. Samkvæmt hagtíðindum Hagstofu Íslands um verðlag og neyslu á árunum 2009-2011 er talið að leigjendur séu 27% af heimilum landsins, sem talið er að séu rétt tæplega 124 þúsund hér á landi. Það eru því 33 þúsund heimili. Um 73% landsmanna búa í eigin húsnæði samkvæmt sömu tölum Hagstofunnar. Á síðasta ári var 9.149 leigusamningum þinglýst hjá Þjóðskrá Íslands. Það er því ljóst að lítill hluti leigjenda þinglýsir leigusamningum. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar. Í samantekt Neytendasamtakanna um málið kemur fram að ekki er skylt að láta þinglýsa leigusamningum og helstu réttaráhrifin af þinglýsingu eru þau að viðkomandi leigjandi getur þá átt rétt á húsaleigubótum. Raunar er ekki þörf á að þinglýsa samningum um leigu íbúða í eigu sveitarfélaga til að öðlast rétt til húsaleigubóta. Hins vegar skerðast húsaleigubætur í hlutfalli við tekjur og eignir leigjenda og þar með má telja að hvati leigutaka til að láta þinglýsa samningi fari í einhverjum tilvikum fyrir lítið. Leigusamningum hefur snarfjölgað eftir hrun. Þannig eru leigusamningar í dag um tíu þúsund en þeir voru rúmlega sjö þúsund árið 2008. Árið 2005 voru þeir fimm þúsund. „Það er ljóst að leigumarkaðurinn er mun umfangsmeiri nú en fyrir hrun,“ segir Svanur. Til vitnis um alvarlega stöðu á leigumörkuðum hafa þingmenn Samfylkingarinnar lagt fram frumvarp um bráðaaðgerðir til þess að bregðast við því sem þeir kalla neyðarástand á leigumarkaði. Svo hafa komið upp alvarleg tilfelli þar sem fjölskyldur búa í ólöglegu húsnæði víða á höfuðborgarsvæðinu. Svanur segir að hann telji að fjöldi leigjenda, sé tekið mið af stærð fjölskyldna, slagi hátt upp í hundrað þúsund manns. Neytendasamtökin halda úti sérstakri aðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis. Á síðasta ári höfðu tæplega 1.500 manns samband við leigjendaaðstoðina en helstu spurningar sneru að viðhaldi og ástandi eignar og svo uppsögn á leigusamningi. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Svanur Guðmundsson „Ég held að íbúðirnar séu frekar nærri 40 þúsundum,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags leigumiðlara, en lítið er vitað um raunverulegan fjölda þeirra sem leigja húsnæði hér á landi. Samkvæmt hagtíðindum Hagstofu Íslands um verðlag og neyslu á árunum 2009-2011 er talið að leigjendur séu 27% af heimilum landsins, sem talið er að séu rétt tæplega 124 þúsund hér á landi. Það eru því 33 þúsund heimili. Um 73% landsmanna búa í eigin húsnæði samkvæmt sömu tölum Hagstofunnar. Á síðasta ári var 9.149 leigusamningum þinglýst hjá Þjóðskrá Íslands. Það er því ljóst að lítill hluti leigjenda þinglýsir leigusamningum. Ástæðurnar fyrir því eru margvíslegar. Í samantekt Neytendasamtakanna um málið kemur fram að ekki er skylt að láta þinglýsa leigusamningum og helstu réttaráhrifin af þinglýsingu eru þau að viðkomandi leigjandi getur þá átt rétt á húsaleigubótum. Raunar er ekki þörf á að þinglýsa samningum um leigu íbúða í eigu sveitarfélaga til að öðlast rétt til húsaleigubóta. Hins vegar skerðast húsaleigubætur í hlutfalli við tekjur og eignir leigjenda og þar með má telja að hvati leigutaka til að láta þinglýsa samningi fari í einhverjum tilvikum fyrir lítið. Leigusamningum hefur snarfjölgað eftir hrun. Þannig eru leigusamningar í dag um tíu þúsund en þeir voru rúmlega sjö þúsund árið 2008. Árið 2005 voru þeir fimm þúsund. „Það er ljóst að leigumarkaðurinn er mun umfangsmeiri nú en fyrir hrun,“ segir Svanur. Til vitnis um alvarlega stöðu á leigumörkuðum hafa þingmenn Samfylkingarinnar lagt fram frumvarp um bráðaaðgerðir til þess að bregðast við því sem þeir kalla neyðarástand á leigumarkaði. Svo hafa komið upp alvarleg tilfelli þar sem fjölskyldur búa í ólöglegu húsnæði víða á höfuðborgarsvæðinu. Svanur segir að hann telji að fjöldi leigjenda, sé tekið mið af stærð fjölskyldna, slagi hátt upp í hundrað þúsund manns. Neytendasamtökin halda úti sérstakri aðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis. Á síðasta ári höfðu tæplega 1.500 manns samband við leigjendaaðstoðina en helstu spurningar sneru að viðhaldi og ástandi eignar og svo uppsögn á leigusamningi.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira