Enginn hvati til atvinnuþátttöku vegna 100% skerðinga Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 18. september 2013 06:00 Öryrkjar lenda ófáir í þeirri stöðu að lágar tekjur svo sem af atvinnu eða úr lífeyrissjóði breyta engu um fjárhagslega afkomu þeirra. Ráðstöfunartekjur þeirra eru þær sömu með og án þessara tekna.[1] Þó atvinnuþátttaka sé mjög mikilvæg og stuðli m.a. að aukinni virkni einstaklingsins þá gefst fólk upp á atvinnuþátttöku ef það þarf að borga með sér. Því fylgja útgjöld að vera á vinnumarkaði s.s. ferðir í og úr vinnu. Almennt vill fólk einnig hafa fjárhagslegan ávinning af atvinnu. Hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir þessar miklu skerðingar og hvetja til atvinnuþátttöku þessa hóps og hvers vegna er þessu háttað á þennan veg? Klipið duglega af greiðslum til lífeyrisþega Hið opinbera klípur oft duglega af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutenging á sérstaka uppbót til framfærslu en hún skerðist krónu á móti krónu. Lágar bætur almannatrygginga og reglur um sérstaka framfærsluuppbót hafa það í för með sér að lífeyrisþegar (elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar) sem fá sérstaka uppbót til framfærslu eru í raun fastir í fátæktargildru þrátt fyrir að hafa burði til að afla sér tekna að einhverju marki og reyna að vega þannig upp á móti lágum bótum. Fjárhagslegur stuðningur eða viðbótartekjur skerða eða eyða út framfærsluuppbótinni og viðkomandi er í sömu sporum fjárhagslega og án þeirra. Lítum á dæmi: Örorkulífeyrisþegi* með 35.000 kr. atvinnutekjur á mánuði fyrir skatt. Tekjur frá TR með 35.000 kr.atvinnutekjurTil samanburðar: Tekjur frá TR án atvinnuteknaAtvinnutekjur fyrir skatt35.0000Bætur TR fyrir skatt148.211181.7694% iðgjald1.4000Staðgreiðsla19.36719.351Til ráðstöfunar162.444162.418 *Fyrsta örorkumat 30 ára – býr með öðrum. Reiknað út í reiknivél lífeyris á heimasíðu TR – 2013. Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 21.660 kr. frá vinnuveitanda en sömu tekjur (35.000 kr. fyrir skatt) skerða greiðslur TR til hans um 33.558 kr. á mánuði. Því gefa 35.000 kr. atvinnutekjur á mánuði (fyrir skatt) aðeins 26 kr. hærri ráðstöfunartekjur fyrir utan 1.400 kr. iðgjald, sem fer til lífeyrissjóðs. Meginhluti greiðslnanna eða 96% tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga.35.000 kr. atvinnutekjur á mánuði fyrir skatt: 1.400 kr. 4% iðgjald til lífeyrissjóðs (lögbundin skylduaðild) 26 kr. hærri ráðstöfunartekjur33.574 kr. eða 96% af 35.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar Svipuð útkoma yrði ef 35.000 kr. atvinnutekjum yrði skipt út fyrir 35.000 kr. lífeyrssjóðstekjur á mánuði. Það gleymist gjarnan þegar rætt er um útgjöld til almannatrygginga hversu stóran hluta ríkið tekur til baka með skerðingum, tekjutengingum og skatti. Afnám krónu á móti krónu skerðingar þarf að ganga jafnt yfir alla lífeyrisþega Í grein sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins birti í Morgunblaðinu 9. apríl 2013 segir að krónu á móti krónu skerðingum vegna greiðslna á ellilífeyri verði hætt og ellilífeyrinn leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Mikilvægt er að leiðréttingarnar og afnám skerðinganna gangi jafnt yfir alla lífeyrisþega, þ.e. elli- ,örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Stangast á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) Aukin réttindi til að afla tekna án þess að þær skerði bætur, myndi auka virkni og bæta lífsskilyrði lífeyrisþega auk þess sem þeir gefa meira til samfélagsins. Skerðingar letja til atvinnuþátttöku og ganga þvert gegn 3. og 5. gr. SRFF. Í 3. gr. er kveðið á um bann við mismunun, jöfn tækifæri og að fatlað fólk geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Í 5. gr. er fjallað um jafnrétti og bann við mismunun, en þar kemur m.a. fram að allir eigi rétt á jöfnum hag lögum samkvæmt. Skerðingarnar valda enn fremur óbeinni mismunun. Á óbeinan hátt er komið í veg fyrir atvinnuþátttöku hóps fatlaðs fólks, þar sem þessir einstaklingar bera ekkert úr bítum og hafa jafnvel eingöngu kostnað af atvinnuþátttöku. Í 27. gr. samningsins viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks til jafns við aðra til vinnu, en í því felst réttur til að fá ráðrúm til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali. Hvað er til ráða? Öryrkjabandalag Íslands leggur til að sérstök framfærsluuppbót verði sameinuð grunnlífeyri og lúti sömu reglum og hann. Með því móti væri hægt að afnema krónu á móti krónu skerðingar til lífeyrisþega. Jafnframt þarf að tryggja að enginn lífeyrisþegi, óháð lengd búsetu á Íslandi, verði með heildartekjur undir ákveðnu viðmiði.[1] Í grein í vefriti ÖBÍ undir heitinu „Ríkið tekur til sín hátt hlutfall lífeyrissjóðstekna“ er farið yfir skerðingar gagnvart lífeyrissjóðstekjum (1. árg. 3. tölublað). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjar lenda ófáir í þeirri stöðu að lágar tekjur svo sem af atvinnu eða úr lífeyrissjóði breyta engu um fjárhagslega afkomu þeirra. Ráðstöfunartekjur þeirra eru þær sömu með og án þessara tekna.[1] Þó atvinnuþátttaka sé mjög mikilvæg og stuðli m.a. að aukinni virkni einstaklingsins þá gefst fólk upp á atvinnuþátttöku ef það þarf að borga með sér. Því fylgja útgjöld að vera á vinnumarkaði s.s. ferðir í og úr vinnu. Almennt vill fólk einnig hafa fjárhagslegan ávinning af atvinnu. Hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir þessar miklu skerðingar og hvetja til atvinnuþátttöku þessa hóps og hvers vegna er þessu háttað á þennan veg? Klipið duglega af greiðslum til lífeyrisþega Hið opinbera klípur oft duglega af greiðslum til lífeyrisþega úr tveimur áttum. Annars vegar í gegnum tekjuskatt og/eða fjármagnstekjuskatt og hins vegar með tekjutengingum, þar sem skattskyldar tekjur fyrir skatt skerða lífeyrisgreiðslur, sem fólk fær úr almannatryggingakerfinu. Veigamest er tekjutenging á sérstaka uppbót til framfærslu en hún skerðist krónu á móti krónu. Lágar bætur almannatrygginga og reglur um sérstaka framfærsluuppbót hafa það í för með sér að lífeyrisþegar (elli-, örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar) sem fá sérstaka uppbót til framfærslu eru í raun fastir í fátæktargildru þrátt fyrir að hafa burði til að afla sér tekna að einhverju marki og reyna að vega þannig upp á móti lágum bótum. Fjárhagslegur stuðningur eða viðbótartekjur skerða eða eyða út framfærsluuppbótinni og viðkomandi er í sömu sporum fjárhagslega og án þeirra. Lítum á dæmi: Örorkulífeyrisþegi* með 35.000 kr. atvinnutekjur á mánuði fyrir skatt. Tekjur frá TR með 35.000 kr.atvinnutekjurTil samanburðar: Tekjur frá TR án atvinnuteknaAtvinnutekjur fyrir skatt35.0000Bætur TR fyrir skatt148.211181.7694% iðgjald1.4000Staðgreiðsla19.36719.351Til ráðstöfunar162.444162.418 *Fyrsta örorkumat 30 ára – býr með öðrum. Reiknað út í reiknivél lífeyris á heimasíðu TR – 2013. Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 21.660 kr. frá vinnuveitanda en sömu tekjur (35.000 kr. fyrir skatt) skerða greiðslur TR til hans um 33.558 kr. á mánuði. Því gefa 35.000 kr. atvinnutekjur á mánuði (fyrir skatt) aðeins 26 kr. hærri ráðstöfunartekjur fyrir utan 1.400 kr. iðgjald, sem fer til lífeyrissjóðs. Meginhluti greiðslnanna eða 96% tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga.35.000 kr. atvinnutekjur á mánuði fyrir skatt: 1.400 kr. 4% iðgjald til lífeyrissjóðs (lögbundin skylduaðild) 26 kr. hærri ráðstöfunartekjur33.574 kr. eða 96% af 35.000 kr. fær ríkið í gegnum tekjuskatt og tekjutengingar Svipuð útkoma yrði ef 35.000 kr. atvinnutekjum yrði skipt út fyrir 35.000 kr. lífeyrssjóðstekjur á mánuði. Það gleymist gjarnan þegar rætt er um útgjöld til almannatrygginga hversu stóran hluta ríkið tekur til baka með skerðingum, tekjutengingum og skatti. Afnám krónu á móti krónu skerðingar þarf að ganga jafnt yfir alla lífeyrisþega Í grein sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins birti í Morgunblaðinu 9. apríl 2013 segir að krónu á móti krónu skerðingum vegna greiðslna á ellilífeyri verði hætt og ellilífeyrinn leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Mikilvægt er að leiðréttingarnar og afnám skerðinganna gangi jafnt yfir alla lífeyrisþega, þ.e. elli- ,örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Stangast á við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) Aukin réttindi til að afla tekna án þess að þær skerði bætur, myndi auka virkni og bæta lífsskilyrði lífeyrisþega auk þess sem þeir gefa meira til samfélagsins. Skerðingar letja til atvinnuþátttöku og ganga þvert gegn 3. og 5. gr. SRFF. Í 3. gr. er kveðið á um bann við mismunun, jöfn tækifæri og að fatlað fólk geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu án aðgreiningar. Í 5. gr. er fjallað um jafnrétti og bann við mismunun, en þar kemur m.a. fram að allir eigi rétt á jöfnum hag lögum samkvæmt. Skerðingarnar valda enn fremur óbeinni mismunun. Á óbeinan hátt er komið í veg fyrir atvinnuþátttöku hóps fatlaðs fólks, þar sem þessir einstaklingar bera ekkert úr bítum og hafa jafnvel eingöngu kostnað af atvinnuþátttöku. Í 27. gr. samningsins viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks til jafns við aðra til vinnu, en í því felst réttur til að fá ráðrúm til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali. Hvað er til ráða? Öryrkjabandalag Íslands leggur til að sérstök framfærsluuppbót verði sameinuð grunnlífeyri og lúti sömu reglum og hann. Með því móti væri hægt að afnema krónu á móti krónu skerðingar til lífeyrisþega. Jafnframt þarf að tryggja að enginn lífeyrisþegi, óháð lengd búsetu á Íslandi, verði með heildartekjur undir ákveðnu viðmiði.[1] Í grein í vefriti ÖBÍ undir heitinu „Ríkið tekur til sín hátt hlutfall lífeyrissjóðstekna“ er farið yfir skerðingar gagnvart lífeyrissjóðstekjum (1. árg. 3. tölublað).
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun