Mikil starfsþreyta á Landspítalanum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 14. september 2013 07:00 Fjölda lækna vantar til starfa á Lyflæknasvið. Margir eru hættir og farnir til starfa annars staðar. Unglæknar vilja ekki vinna á sviðinu. Fréttablaðið/GVA Vandi Landspítala – Háskólasjúkrahúss er margþættur vegna langvarandi niðurskurðar í fjárframlögum til sjúkrahússins. Alvarlegast er ástandið á lyflækningasviðinu. Fréttablaðið fór í heimsókn á tvær af deildum sviðsins. Þar lýstu starfsmenn miklu vinnuálagi, lélegum launum, atgervisflótta, manneklu og úreltum og úr sér gengnum tækjakosti. Læknar á sviðinu segjast fá fá tækifæri til að þróast í starfi og að stjórnendur hlusti hvorki á umkvartanir né tillögur um það sem betur mætti fara. Skelfilegt ástand „Álagið á okkur krabbameinslækna er skelfilegt og ástæðan er einkum atgervisflótti. Læknar treysta sér ekki lengur til að starfa á Landspítalanum. Fjórir krabbameinslæknar hafa látið af störfum á deildinni á undanförnum árum og farið til starfa erlendis. Auk þess láta tveir frumkvöðlar krabbameinslækninga á Íslandi, þeir Þórarinn Sveinsson og Sigurður Björnsson, af störfum fyrir aldurs sakir. Núna erum við í alvarlegri krísu. Í haust hættir yfirlæknir lyfjameðferðar krabbameina. Hún er afar vel menntaður, ósérhlífinn og fær læknir og hefur ráðið sig til starfa erlendis þar sem hún fékk yfirlæknisstöðu,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir á krabbameinsdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss, við blaðamann þegar hann heimsótti krabbameinsdeildina í vikunni. Helgi bætir við að hann óttist að fleiri séu á förum. „Ég veit að bara í dag eru tveir til þrír krabbameinslæknar alvarlega að íhuga stöðu sína. Ákveði annar þeirra að fara er algjört hrun fyrirsjáanlegt á deildinni,“segir hann. Mikil starfsþreytaKarl Andersen prófessor og sérfræðilæknir á hjartadeild segir að unglæknar fáist ekki til starfa á deildinni. Sérfræðilæknar þurfi að sinna störfum þeirra. Fréttablaðið/GVAÁ rúmum 20 árum hefur þeim sem koma til meðferðar á krabbameinsdeild Landspítalans fjölgað um 50% en læknum hefur ekki fjölgað. Sérfræðingar á spítalanum voru níu fyrir 20 árum, þeir eru jafnmargir í dag. Ef allt væri með felldu væru þeir að minnsta kosti 14, ef reyndir deildarlæknar eru taldir með. Sem stendur starfar enginn deildarlæknir á krabbameinsdeild. „Hver sérfræðingur vinnur oft og tíðum tveggja til þriggja manna starf,“ segir Helgi. Á dagdeild og göngudeild krabbameinslækninga koma að jafnaði 80 til 90 sjúklingar á dag í ýmiss konar sérhæfða þjónustu, það er greiningu, meðferð og eftirlit. Auk þess koma 50 í geislameðferð. Í dag bíða um 500 einstaklingar þess að vera kallaðir í viðtöl vegna meðferðar eða í eftirlit. Til að stytta biðtímann hafa læknar deildarinnar lengt starfsdaginn. Göngudeildin er opin einn dag í viku til klukkan átta á kvöldin. „Þetta gengur ekki til lengdar, það eru allir orðnir uppgefnir. Starfsþreytan er mikil,“ segir Helgi. Kastað upp af álagi Einn læknir á deildinni lýsir því að einn daginn þegar hann fékk dagsprógrammið í hendur hafi þyrmt yfir hann með velgjutilfinningu og hann hafi orðið að fara afsíðis til þess að kasta upp. Læknar eru eins og annað langþreytt fólk að því leyti að varnir líkamans veikjast. Langþreytt fólk verður frekar fyrir pestum og sýkingum af ýmsu tagi. Uppsöfnuð þreyta gerir það að verkum að það tekur lengri tíma að ná sér. Viðvarandi álag getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir lækna bæði persónulega og í starfi. Ástæður þess að illa gengur að fá lækna til starfa á krabbameinsdeild eru nokkrar. Fyrir nokkrum árum vorum Íslendingar meðal þeirra fremstu á sviði krabbameinslækninga á Norðurlöndunum. Niðurskurður á fé til sjúkrahússins hefur bitnað illa á deildinni. Tækjakostur er gamall og of oft úr sér genginn. Sjúkrahúsið getur ekki keppt í launum, kjörum og starfsaðstöðu við erlend sjúkrahús og svo er það vinnuálagið. Léleg laun„Tólf læknar sérhæfðir í krabbameinslækningum eru við störf í útlöndum og oftar en ekki á bestu stofnunum þar. Ég hef verið í sambandi við nánast alla þessa lækna með það að markmiði að fá þá til starfa hér heima. Af þessum tólf eru tveir til þrír sem hafa íhugað að koma heim einhvern tímann. Hinir segjast vera sestir að erlendis,“ segir Helgi. Helgi segir að einn læknanna hafi spurt hvers vegna hann ætti að íhuga að koma heim núna, þegar hann gæti lagt meira fyrir en hann fengi útborgað á Landspítalanum. „Þá hefði hann auk þess betri starfsaðstöðu og meiri frítíma en hann fengi á Íslandi. Annar sagði að að sínu mati væri Landspítalinn fallinn úr úrvalsdeild, hann væri hvorki samkeppnishæfur við önnur háskólasjúkrahús þegar kæmi að tækjakosti né þjálfun lækna. Auk þess væri engin framþróun og í raun ríkti alger stöðnun á Landspítalanum.“ Helgi segir að vandinn sé mikill og uppsafnaður. „Það þarf samt hugarfarsbreytingu til að hindra atgervisflóttann. Það verður ekki gert yfir nótt. Það verður að búa þannig um hnútana að það sé spennandi fyrir nýútskrifaða sérfræðinga í krabbameinslækningum og öðrum sérgreinum að koma heim. Vissulega þarf að bæta kjör lækna en mun mikilvægara er að stuðla að stöðugri framþróun og skapa þá lifandi þekkingarstofnun sem Landspítalanum ber að vera.“ Þrátt fyrir ólguna virðist þeim sem heimsækja deildina andrúmsloftið rólegt og afslappað. Starfsfólkið heilsar sjúklingunum af mikilli hlýju og nærgætni. Enda segir Helgi þegar blaðamaður kveður hann: „Starfsgleðin felst í samskiptum við sjúklingana og að finna að við gerum gagn. Það sem gefur lífinu gildi er að láta gott af sér leiða.“ Undirmannað á hjartadeild„Kraftarnir nýtast betur í kennslu og vísindastörf en að taka blóðprufur, innrita og útskrifa sjúklinga,“ segir Karl Andersen prófessor á hjartadeild. „Hver sérfræðingur vinnur oft og tíðum tveggja til þriggja manna starf.“Fréttablaðið/GVAFrá krabbameinsdeildinni lá leiðin á hjartadeildina, þar sem við hittum fyrir Karl Andersen prófessor. Það er mikið álag á hjartadeildinni en þar leggjast að jafnaði inn um 2.500 sjúklingar á ári. Deildin er undirmönnuð, ellefu læknar eru við störf en Karl segir að fjölga þyrfti læknum um fimm ef vel ætti að vera. „Það ástand sem við stöndum frammi fyrir í dag er afleiðing þess að sjúkrahúsið hefur verið lengi í fjársvelti. Í nokkur ár hefur öll áherslan verði lögð á að spara peninga en ekki á að varðveita þann gríðarlega mannauð sem er hér á spítalanum. Hlutverk LSH sem háskólasjúkrahúss hefur verið vanrækt, hér er öll áherslan á að lækna fólk. Við komumst varla yfir að sinna þeim sjúklingum sem hingað þurfa að leita. Þeir ganga fyrir en það bitnar á kennslu og vísindastarfi. Hættan er sú að þegar við höfum nauman tíma til að sinna kennslu útskrifum við lækna sem hafa ekki nægilega góða menntun.“ Unglæknar fást ekki til starfa „Læknakandídatar vilja ekki ráða sig á lyflækningasvið. Þegar maður leitar skýringa á því eru svörin að vinnuálag sé mikið og þeir fái ekki þá kennslu sem þeir þurfa. Starfskjör á lyflækningasviði eru líka verri en á öðrum deildum. Unglæknar sem vinna umfram vinnuskyldu fá ekki greidda yfirvinnu, þeir fá heldur ekki frítökurétt sé gengið á ellefu tíma lögbundinn hvíldartíma þeirra,“ segir Karl. Hann segir að hugsunin sé alltaf sú að láta ástandið ekki bitna á sjúklingum en á meðan sé háskólasjúkrahúsinu sem kennslu- og vísindastofnun stefnt í hættu. Ef ekki sé hægt að sinna rannsóknum og skapa nýja þekkingu verði sjúkrahúsið annars flokks stofnun. Það hafi ekki verið nein uppbygging á síðustu árum, það komi niður á starfsandanum og valdi pirringi og álagi. „Unglæknar vilja ekki koma til starfa hér og sérfræðilæknar þurfa því að ganga í þeirra störf. Sérfræðingum finnst að kraftar þeirra nýtist betur í kennslu og vísindastörf en að taka blóðprufur, innrita og útskrifa sjúklinga. Þeir þurfa að bæta störfum unglækna á sig og það veldur óánægju hjá hópnum,“ segir Karl. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Vandi Landspítala – Háskólasjúkrahúss er margþættur vegna langvarandi niðurskurðar í fjárframlögum til sjúkrahússins. Alvarlegast er ástandið á lyflækningasviðinu. Fréttablaðið fór í heimsókn á tvær af deildum sviðsins. Þar lýstu starfsmenn miklu vinnuálagi, lélegum launum, atgervisflótta, manneklu og úreltum og úr sér gengnum tækjakosti. Læknar á sviðinu segjast fá fá tækifæri til að þróast í starfi og að stjórnendur hlusti hvorki á umkvartanir né tillögur um það sem betur mætti fara. Skelfilegt ástand „Álagið á okkur krabbameinslækna er skelfilegt og ástæðan er einkum atgervisflótti. Læknar treysta sér ekki lengur til að starfa á Landspítalanum. Fjórir krabbameinslæknar hafa látið af störfum á deildinni á undanförnum árum og farið til starfa erlendis. Auk þess láta tveir frumkvöðlar krabbameinslækninga á Íslandi, þeir Þórarinn Sveinsson og Sigurður Björnsson, af störfum fyrir aldurs sakir. Núna erum við í alvarlegri krísu. Í haust hættir yfirlæknir lyfjameðferðar krabbameina. Hún er afar vel menntaður, ósérhlífinn og fær læknir og hefur ráðið sig til starfa erlendis þar sem hún fékk yfirlæknisstöðu,“ segir Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir á krabbameinsdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss, við blaðamann þegar hann heimsótti krabbameinsdeildina í vikunni. Helgi bætir við að hann óttist að fleiri séu á förum. „Ég veit að bara í dag eru tveir til þrír krabbameinslæknar alvarlega að íhuga stöðu sína. Ákveði annar þeirra að fara er algjört hrun fyrirsjáanlegt á deildinni,“segir hann. Mikil starfsþreytaKarl Andersen prófessor og sérfræðilæknir á hjartadeild segir að unglæknar fáist ekki til starfa á deildinni. Sérfræðilæknar þurfi að sinna störfum þeirra. Fréttablaðið/GVAÁ rúmum 20 árum hefur þeim sem koma til meðferðar á krabbameinsdeild Landspítalans fjölgað um 50% en læknum hefur ekki fjölgað. Sérfræðingar á spítalanum voru níu fyrir 20 árum, þeir eru jafnmargir í dag. Ef allt væri með felldu væru þeir að minnsta kosti 14, ef reyndir deildarlæknar eru taldir með. Sem stendur starfar enginn deildarlæknir á krabbameinsdeild. „Hver sérfræðingur vinnur oft og tíðum tveggja til þriggja manna starf,“ segir Helgi. Á dagdeild og göngudeild krabbameinslækninga koma að jafnaði 80 til 90 sjúklingar á dag í ýmiss konar sérhæfða þjónustu, það er greiningu, meðferð og eftirlit. Auk þess koma 50 í geislameðferð. Í dag bíða um 500 einstaklingar þess að vera kallaðir í viðtöl vegna meðferðar eða í eftirlit. Til að stytta biðtímann hafa læknar deildarinnar lengt starfsdaginn. Göngudeildin er opin einn dag í viku til klukkan átta á kvöldin. „Þetta gengur ekki til lengdar, það eru allir orðnir uppgefnir. Starfsþreytan er mikil,“ segir Helgi. Kastað upp af álagi Einn læknir á deildinni lýsir því að einn daginn þegar hann fékk dagsprógrammið í hendur hafi þyrmt yfir hann með velgjutilfinningu og hann hafi orðið að fara afsíðis til þess að kasta upp. Læknar eru eins og annað langþreytt fólk að því leyti að varnir líkamans veikjast. Langþreytt fólk verður frekar fyrir pestum og sýkingum af ýmsu tagi. Uppsöfnuð þreyta gerir það að verkum að það tekur lengri tíma að ná sér. Viðvarandi álag getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir lækna bæði persónulega og í starfi. Ástæður þess að illa gengur að fá lækna til starfa á krabbameinsdeild eru nokkrar. Fyrir nokkrum árum vorum Íslendingar meðal þeirra fremstu á sviði krabbameinslækninga á Norðurlöndunum. Niðurskurður á fé til sjúkrahússins hefur bitnað illa á deildinni. Tækjakostur er gamall og of oft úr sér genginn. Sjúkrahúsið getur ekki keppt í launum, kjörum og starfsaðstöðu við erlend sjúkrahús og svo er það vinnuálagið. Léleg laun„Tólf læknar sérhæfðir í krabbameinslækningum eru við störf í útlöndum og oftar en ekki á bestu stofnunum þar. Ég hef verið í sambandi við nánast alla þessa lækna með það að markmiði að fá þá til starfa hér heima. Af þessum tólf eru tveir til þrír sem hafa íhugað að koma heim einhvern tímann. Hinir segjast vera sestir að erlendis,“ segir Helgi. Helgi segir að einn læknanna hafi spurt hvers vegna hann ætti að íhuga að koma heim núna, þegar hann gæti lagt meira fyrir en hann fengi útborgað á Landspítalanum. „Þá hefði hann auk þess betri starfsaðstöðu og meiri frítíma en hann fengi á Íslandi. Annar sagði að að sínu mati væri Landspítalinn fallinn úr úrvalsdeild, hann væri hvorki samkeppnishæfur við önnur háskólasjúkrahús þegar kæmi að tækjakosti né þjálfun lækna. Auk þess væri engin framþróun og í raun ríkti alger stöðnun á Landspítalanum.“ Helgi segir að vandinn sé mikill og uppsafnaður. „Það þarf samt hugarfarsbreytingu til að hindra atgervisflóttann. Það verður ekki gert yfir nótt. Það verður að búa þannig um hnútana að það sé spennandi fyrir nýútskrifaða sérfræðinga í krabbameinslækningum og öðrum sérgreinum að koma heim. Vissulega þarf að bæta kjör lækna en mun mikilvægara er að stuðla að stöðugri framþróun og skapa þá lifandi þekkingarstofnun sem Landspítalanum ber að vera.“ Þrátt fyrir ólguna virðist þeim sem heimsækja deildina andrúmsloftið rólegt og afslappað. Starfsfólkið heilsar sjúklingunum af mikilli hlýju og nærgætni. Enda segir Helgi þegar blaðamaður kveður hann: „Starfsgleðin felst í samskiptum við sjúklingana og að finna að við gerum gagn. Það sem gefur lífinu gildi er að láta gott af sér leiða.“ Undirmannað á hjartadeild„Kraftarnir nýtast betur í kennslu og vísindastörf en að taka blóðprufur, innrita og útskrifa sjúklinga,“ segir Karl Andersen prófessor á hjartadeild. „Hver sérfræðingur vinnur oft og tíðum tveggja til þriggja manna starf.“Fréttablaðið/GVAFrá krabbameinsdeildinni lá leiðin á hjartadeildina, þar sem við hittum fyrir Karl Andersen prófessor. Það er mikið álag á hjartadeildinni en þar leggjast að jafnaði inn um 2.500 sjúklingar á ári. Deildin er undirmönnuð, ellefu læknar eru við störf en Karl segir að fjölga þyrfti læknum um fimm ef vel ætti að vera. „Það ástand sem við stöndum frammi fyrir í dag er afleiðing þess að sjúkrahúsið hefur verið lengi í fjársvelti. Í nokkur ár hefur öll áherslan verði lögð á að spara peninga en ekki á að varðveita þann gríðarlega mannauð sem er hér á spítalanum. Hlutverk LSH sem háskólasjúkrahúss hefur verið vanrækt, hér er öll áherslan á að lækna fólk. Við komumst varla yfir að sinna þeim sjúklingum sem hingað þurfa að leita. Þeir ganga fyrir en það bitnar á kennslu og vísindastarfi. Hættan er sú að þegar við höfum nauman tíma til að sinna kennslu útskrifum við lækna sem hafa ekki nægilega góða menntun.“ Unglæknar fást ekki til starfa „Læknakandídatar vilja ekki ráða sig á lyflækningasvið. Þegar maður leitar skýringa á því eru svörin að vinnuálag sé mikið og þeir fái ekki þá kennslu sem þeir þurfa. Starfskjör á lyflækningasviði eru líka verri en á öðrum deildum. Unglæknar sem vinna umfram vinnuskyldu fá ekki greidda yfirvinnu, þeir fá heldur ekki frítökurétt sé gengið á ellefu tíma lögbundinn hvíldartíma þeirra,“ segir Karl. Hann segir að hugsunin sé alltaf sú að láta ástandið ekki bitna á sjúklingum en á meðan sé háskólasjúkrahúsinu sem kennslu- og vísindastofnun stefnt í hættu. Ef ekki sé hægt að sinna rannsóknum og skapa nýja þekkingu verði sjúkrahúsið annars flokks stofnun. Það hafi ekki verið nein uppbygging á síðustu árum, það komi niður á starfsandanum og valdi pirringi og álagi. „Unglæknar vilja ekki koma til starfa hér og sérfræðilæknar þurfa því að ganga í þeirra störf. Sérfræðingum finnst að kraftar þeirra nýtist betur í kennslu og vísindastörf en að taka blóðprufur, innrita og útskrifa sjúklinga. Þeir þurfa að bæta störfum unglækna á sig og það veldur óánægju hjá hópnum,“ segir Karl.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira