Hefur safnað íslenskum leir í 30 ár Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 13. september 2013 10:00 Þorvaldur Rúnar Jónasson hefur safnað íslenskum leir í tugi ára. MYND/PJETUR Ég hef gert við leirmuni fyrir fólk í nokkur ár og hef safnað þeim sjálfur í þrjátíu ár. Þetta var orðið það mikið að ég komst ekki fyrir á eldhúsborðinu með þetta,“ segir Þorvaldur Rúnar Jónasson, húsasmiður og safnari með meiru. Rúnar safnar íslenskum leirmunum og á dágott safn af munum eftir Guðmund frá Miðdal, Fit og Funa og eftir Sigurð Arnórsson. Hann flutti nýlega viðgerðarverkstæðið af eldhúsborðinu heima hjá sér og niður á Kársnesbraut 114 í Kópavogi og ákvað þá að losa sig við eitthvað af munum. Rúnar hefur nefnilega ekki bara safnað leirmunum heldur á hann heljarinnar safn af húsgögnum, húsbúnaði, málverkum og fleiru. Hann opnar því verkstæði og verslun á morgun.„Það er ofboðslega mikið til af alls konar hlutum, sem ég og fjölskyldan höfum ekkert að gera við. Það þarf að koma þessu út. Þetta hefur safnast að mér úr ýmsum áttum og sumt hefur legið í kössum í tuttugu ár. Mest eru þetta leirmunirnir en ég hef keypt þá víða, í Danmörku og Svíþjóð og úti í Bandaríkjunum. Svo veit fólk af þessum áhuga mínum og kemur ýmsu til mín. Það er gaman að stúdera þetta,“ segir Rúnar.Íslenskir leirmunir eru talsvert í tísku þessa dagana og segist Rúnar fá mikið í viðgerð. „Unga fólkið er að koma með gamla hluti í viðgerð, sem legið hafa í geymslu í áratugi. Það er hægt að gera við nánast hvað sem er. Það snýst bara um þolinmæði,“ segir Rúnar.En sér hann ekki eftir munum sem hann hefur safnað að sér í tugi ára? „Ég á svo mörg stykki af sama hlutnum. Auðvitað er enginn hlutur eins af leirmunum en ég sé ekkert eftir þeim. Svo bætist alltaf aftur í hjá mér. Ef ég læt einn þá fæ ég tvo til baka.“ Rúnar opnar formlega á laugardaginn milli klukkan 12 og 16. Eftir það verður opið part úr degi þrisvar í viku og verðu hægt að fylgjast með opnunartímum á Facebook Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Ég hef gert við leirmuni fyrir fólk í nokkur ár og hef safnað þeim sjálfur í þrjátíu ár. Þetta var orðið það mikið að ég komst ekki fyrir á eldhúsborðinu með þetta,“ segir Þorvaldur Rúnar Jónasson, húsasmiður og safnari með meiru. Rúnar safnar íslenskum leirmunum og á dágott safn af munum eftir Guðmund frá Miðdal, Fit og Funa og eftir Sigurð Arnórsson. Hann flutti nýlega viðgerðarverkstæðið af eldhúsborðinu heima hjá sér og niður á Kársnesbraut 114 í Kópavogi og ákvað þá að losa sig við eitthvað af munum. Rúnar hefur nefnilega ekki bara safnað leirmunum heldur á hann heljarinnar safn af húsgögnum, húsbúnaði, málverkum og fleiru. Hann opnar því verkstæði og verslun á morgun.„Það er ofboðslega mikið til af alls konar hlutum, sem ég og fjölskyldan höfum ekkert að gera við. Það þarf að koma þessu út. Þetta hefur safnast að mér úr ýmsum áttum og sumt hefur legið í kössum í tuttugu ár. Mest eru þetta leirmunirnir en ég hef keypt þá víða, í Danmörku og Svíþjóð og úti í Bandaríkjunum. Svo veit fólk af þessum áhuga mínum og kemur ýmsu til mín. Það er gaman að stúdera þetta,“ segir Rúnar.Íslenskir leirmunir eru talsvert í tísku þessa dagana og segist Rúnar fá mikið í viðgerð. „Unga fólkið er að koma með gamla hluti í viðgerð, sem legið hafa í geymslu í áratugi. Það er hægt að gera við nánast hvað sem er. Það snýst bara um þolinmæði,“ segir Rúnar.En sér hann ekki eftir munum sem hann hefur safnað að sér í tugi ára? „Ég á svo mörg stykki af sama hlutnum. Auðvitað er enginn hlutur eins af leirmunum en ég sé ekkert eftir þeim. Svo bætist alltaf aftur í hjá mér. Ef ég læt einn þá fæ ég tvo til baka.“ Rúnar opnar formlega á laugardaginn milli klukkan 12 og 16. Eftir það verður opið part úr degi þrisvar í viku og verðu hægt að fylgjast með opnunartímum á Facebook
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira