Þurfa nú að reiða sig á útlendinga Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. september 2013 08:00 Fréttir um hugsanlegan niðurskurð á fjárlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands um fjörtíu prósent hafa vakið hörð viðbrögð þeirra sem koma að gerð kvikmynda. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við Vísi í gær, að hugsanlegum niðurskurði mætti líkja við að skjóta mjólkurkúna. Hann benti á, að aukningu ferðamanna til landsins mætti að stórum hluta rekja til þess hvað kvikmyndastjörnur sem hafa verið hér í tökum hafa auglýst landið á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum. Og það án endurgjalds. Fréttastofa ræddi við fagfólk og stjórnmálamenn um hvað niðurskurður í kvikmyndagerð gæti þýtt.Mynd/Úr EinkasafniNeikvætt fyrir rekstur fyrirtækja þegar rekstrarforsendur taka stöðugum breytingum „Ákvörðun um það hvort, hvernig og í hve miklu mæli hið opinbera leggur til lista og menningar er, þegar upp er staðið, pólitísk. Almannavaldið gefur sér ákveðnar forsendur um hvað er æskileg staða eða útkoma. Í framhaldi er skoðað hvaða aðgerðir henta best til þess að ná þeirri útkomu og reiknað, á hagrænum eða menningarlegum, forsendum hvort þær aðgerðir henta til að hámarka árangurinn. Þannig þarf það að vera en er því miður ekki alltaf, og því er hætt við að ákvarðanir séu ómarkvissar og jafnvel til skaða þegar til lengri tíma er litið. Um lækkun framlags ríkisins til kvikmyndagerðar nú er ekki hægt að álykta stórt nú þar sem ekki hafa verið gefin rök fyrir þeirri ákvörðun. Burtséð frá því er þó ljóst að það er mjög neikvætt fyrir rekstur fyrirtækja, sem í flestum tilfellum eru smá og viðkvæm fyrir breytingum, þegar rekstrarforsendur breytast í sífellu. Fyrir utan breyttar fjárhagslegar forsendur hafa slíkar raskanir slæm áhrif á gerða langtímaáætlana, eftirfylgni við viðskiptasamninga, viðhaldi tengslaneta og fleira. Þau áhrif geta verið allt eins slæm, jafnvel verri, en skyndileg fjárþurrð. Mikilvægast er, að mínu mati, að hið opinbera taki ákörðun um framlag til menningar og lista á vel hugsuðum og rökstuddum forsendum og haldi sig síðan við þær ákvarðanir svo grundvöllur fyrir langtímauppbyggingu fyrirtækja og geirans sé á föstum stoðum,“ segir Kristín Atladóttir, sérfræðingur á sviði menningarhagfræði.Fréttablaðið/StefánTekjurnar sem fjárfestingaráætlun fyrrum ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir eru ekki að skila sér í ríkissjóð „Fjárlögin hafa ekki verið sett fram og því er ekki tímabært að tjá sig um nein einstök mál. Ég er þessa dagana að vinna í því með ráðuneytunum að klára ramma fyrir hvert og eitt ráðuneyti – ég hyggst ekki tjá mig um einstaka tillögur sem hugsanlega koma fram, það bara birtist þegar það birtist og fer svo til meðferðar á þinginu eins og önnur mál. Það er ekki tímabært að tala um þetta en ég get sagt almennt um fjárfestingaráætlun fyrrum ríkisstjórnar að hún var illa fjármögnuð. Tekjurnar sem hún átti að byggjast á eru ekki að skila sér í ríkissjóð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem vildi þó ekki staðfesta hugsanlegan niðurskurð.Rannveig Jónsdóttir, kvikmyndaframleiðandi (t.h.)Mynd/AntonEinfaldara gæti það ekki verið „Mér finnst það sorglegt ef ríkisstjórnin kýs að fara þessa leið þrátt fyrir þaulunnar rannsóknarskýrslur hámenntaðra hagfræðinga sem sýna svart á hvítu fram á að framlögin skila hagnaði tilbaka, einfaldara gæti það ekki verið eða hvað? Fólk sem hefur lífsviðurværi af kvikmyndagerð er af öllum stærðum og gerðum; leikstjórar, handritshöfundar, framleiðendur, leikarar, tæknifólk, eftirvinnslufólk, tónlistarmenn og svo mætti lengi telja, fyrir utan afleidd störf sem eru óteljandi. Greinin er líka ung og það er mikið af fjölskyldufólki sem, ef að niðurskurðinum verður, missir það litla starfsöryggi sem búið var að lofa. Tæknifólkið þarf nú að reiða sig á að hér komi útlendingar og reddi þeim vinnu og hinir geta þá bara farið á bætur með tilheyrandi kostnaði. Nú fyrir utan það augljósa en það er hversu mikilvægt það er fyrir okkur sem þjóð að geta sagt okkar eigin sögur, nýjar og gamlar og speglað okkur í eigin raunveruleika. Það er hræðilegt ef við ætlum bara öll að útnárakjálkast hérna á Íslandi í álversbrælu, japlandi á lifrapylsu og súru slátri, úr öllu sambandi við umheiminn,“ segir Rannveig Jónsdóttir, kvikmyndaframleiðandi. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Fréttir um hugsanlegan niðurskurð á fjárlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands um fjörtíu prósent hafa vakið hörð viðbrögð þeirra sem koma að gerð kvikmynda. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við Vísi í gær, að hugsanlegum niðurskurði mætti líkja við að skjóta mjólkurkúna. Hann benti á, að aukningu ferðamanna til landsins mætti að stórum hluta rekja til þess hvað kvikmyndastjörnur sem hafa verið hér í tökum hafa auglýst landið á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum. Og það án endurgjalds. Fréttastofa ræddi við fagfólk og stjórnmálamenn um hvað niðurskurður í kvikmyndagerð gæti þýtt.Mynd/Úr EinkasafniNeikvætt fyrir rekstur fyrirtækja þegar rekstrarforsendur taka stöðugum breytingum „Ákvörðun um það hvort, hvernig og í hve miklu mæli hið opinbera leggur til lista og menningar er, þegar upp er staðið, pólitísk. Almannavaldið gefur sér ákveðnar forsendur um hvað er æskileg staða eða útkoma. Í framhaldi er skoðað hvaða aðgerðir henta best til þess að ná þeirri útkomu og reiknað, á hagrænum eða menningarlegum, forsendum hvort þær aðgerðir henta til að hámarka árangurinn. Þannig þarf það að vera en er því miður ekki alltaf, og því er hætt við að ákvarðanir séu ómarkvissar og jafnvel til skaða þegar til lengri tíma er litið. Um lækkun framlags ríkisins til kvikmyndagerðar nú er ekki hægt að álykta stórt nú þar sem ekki hafa verið gefin rök fyrir þeirri ákvörðun. Burtséð frá því er þó ljóst að það er mjög neikvætt fyrir rekstur fyrirtækja, sem í flestum tilfellum eru smá og viðkvæm fyrir breytingum, þegar rekstrarforsendur breytast í sífellu. Fyrir utan breyttar fjárhagslegar forsendur hafa slíkar raskanir slæm áhrif á gerða langtímaáætlana, eftirfylgni við viðskiptasamninga, viðhaldi tengslaneta og fleira. Þau áhrif geta verið allt eins slæm, jafnvel verri, en skyndileg fjárþurrð. Mikilvægast er, að mínu mati, að hið opinbera taki ákörðun um framlag til menningar og lista á vel hugsuðum og rökstuddum forsendum og haldi sig síðan við þær ákvarðanir svo grundvöllur fyrir langtímauppbyggingu fyrirtækja og geirans sé á föstum stoðum,“ segir Kristín Atladóttir, sérfræðingur á sviði menningarhagfræði.Fréttablaðið/StefánTekjurnar sem fjárfestingaráætlun fyrrum ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir eru ekki að skila sér í ríkissjóð „Fjárlögin hafa ekki verið sett fram og því er ekki tímabært að tjá sig um nein einstök mál. Ég er þessa dagana að vinna í því með ráðuneytunum að klára ramma fyrir hvert og eitt ráðuneyti – ég hyggst ekki tjá mig um einstaka tillögur sem hugsanlega koma fram, það bara birtist þegar það birtist og fer svo til meðferðar á þinginu eins og önnur mál. Það er ekki tímabært að tala um þetta en ég get sagt almennt um fjárfestingaráætlun fyrrum ríkisstjórnar að hún var illa fjármögnuð. Tekjurnar sem hún átti að byggjast á eru ekki að skila sér í ríkissjóð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem vildi þó ekki staðfesta hugsanlegan niðurskurð.Rannveig Jónsdóttir, kvikmyndaframleiðandi (t.h.)Mynd/AntonEinfaldara gæti það ekki verið „Mér finnst það sorglegt ef ríkisstjórnin kýs að fara þessa leið þrátt fyrir þaulunnar rannsóknarskýrslur hámenntaðra hagfræðinga sem sýna svart á hvítu fram á að framlögin skila hagnaði tilbaka, einfaldara gæti það ekki verið eða hvað? Fólk sem hefur lífsviðurværi af kvikmyndagerð er af öllum stærðum og gerðum; leikstjórar, handritshöfundar, framleiðendur, leikarar, tæknifólk, eftirvinnslufólk, tónlistarmenn og svo mætti lengi telja, fyrir utan afleidd störf sem eru óteljandi. Greinin er líka ung og það er mikið af fjölskyldufólki sem, ef að niðurskurðinum verður, missir það litla starfsöryggi sem búið var að lofa. Tæknifólkið þarf nú að reiða sig á að hér komi útlendingar og reddi þeim vinnu og hinir geta þá bara farið á bætur með tilheyrandi kostnaði. Nú fyrir utan það augljósa en það er hversu mikilvægt það er fyrir okkur sem þjóð að geta sagt okkar eigin sögur, nýjar og gamlar og speglað okkur í eigin raunveruleika. Það er hræðilegt ef við ætlum bara öll að útnárakjálkast hérna á Íslandi í álversbrælu, japlandi á lifrapylsu og súru slátri, úr öllu sambandi við umheiminn,“ segir Rannveig Jónsdóttir, kvikmyndaframleiðandi.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira