Lífið

Flottar hugmyndir á blogginu skreytumhus.is

Marín Manda skrifar
Soffía Dögg hefur í nógu að snúast og er oft fengin heim til vinkvennanna til að raða upp á nýtt.
Soffía Dögg hefur í nógu að snúast og er oft fengin heim til vinkvennanna til að raða upp á nýtt.
"Sumir segja að ég sé svolítið eins og Monica í Friends því þegar ég kem í heimsóknir kitlar mig í fingurna ef púðarnir eru í ólagi. Ég hef alltaf verið að breyta og skreyta og er þetta mitt aðaláhugamál,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir sem er blómaskreytir að mennt.

Sniðugar hillur í barnaherberginu.
Soffía Dögg heldur úti blogginu skreytumhus.is en þar skrifar hún um sniðugar hugmyndir fyrir heimilið og breytingar á ýmsum munum, hvort sem það eru húsgögn, smámunir eða heilu herbergin.

„Það er ekki nauðsynlegt að fara inn í einhverja hönnunarbúð til að gera fallega hluti og mér finnst skemmtilegast að gera mikið úr litlu. Sumir eru mjög vanafastir en það er mikil rómantísk endurvakning á heimilunum og fólk er að uppgötva að gefa gömlum munum nýtt líf.“ 

Kökudiskarnir hafa fengið mikla athygli á blogginu.
Hún segir kökudiska meðal annars vera sniðuga til annarra nota og fólk þurfi því að hugsa örlítið út fyrir kassann til að sjá möguleikana. „Ein kona getur fært öll húsgögnin í húsinu ef hún er með handklæði undir þau. Þá er einnig mjög gott að fara úr sokkunum,“ segir hún hlæjandi að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.