Mitt fegurðarskyn sofnar aldrei Marín Manda skrifar 30. ágúst 2013 11:00 Katrín María Káradóttir Katrín María Káradóttir hefur alla tíð verið óhrædd við að setja sér markmið í lífinu og fylgja þeim eftir. Frá unga aldri var hún flink í höndunum og var skömmuð fyrir að láta móður sína vinna handavinnuna fyrir sig. Í dag er Katrín María yfirhönnuður Ellu og fagstjóri hönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Katrín María bjó sín fyrstu fimm ár í Vík í Mýrdal en fluttist svo til miðborgar Reykjavíkur. Tengslin við náttúruna og sveitina hafa ávallt verið sterk og segist hún hafa stungið af að heiman þegar hún var yngri svo hún gæti notið útiverunnar í friði. Frelsið hefur henni þótt mikilvægt bæði í sköpun sinni og lífi. Katrín María hefur ætíð valið út frá hjartanu og segist hafa uppgötvað tískustrauma þegar hún var gripin í útvíðum gallabuxum á yngri árum á röngum tíma.Glæsileg kona.Hvað vildir þú verða þegar þú varst yngri? „Ég var með alls konar drauma þegar ég var lítil um að verða loftfimleikakona, bóndi og orrustuflugmaður en það var ekki fyrr en eftir tvítugt að mig dreymdi um að verða fatahönnuður. Ég ætlaði alltaf að hafa gaman og vera frjáls. Um tvítugt var ég í Vélskólanum og ætlaði á sjó til að ná mér hratt í pening til að geta keyrt frá ströndu til strandar á mótorhjóli í Bandaríkjunum. Það setti auðvitað strik í reikninginn að ég varð ólétt að dóttur minni og þurfti því að breyta örlítið plönum mínum.“Hvers vegna fórstu svo úr Vélskólanum í klæðskeranám og fatahönnun?„Ég var alltaf flink í höndunum og sem krakki var ég oft skömmuð fyrir að láta mömmu vinna fyrir mig handavinnuna, sem hún hafði ekki gert. Ég var því hvött til þess að fara að læra klæðskurð í Iðnskólanum þar sem hæfileikar mínir lágu. Eins og svo mörgum öðrum þá fannst mér ekki neitt sérstaklega merkilegt að geta gert það sem mér fannst vera auðvelt og gaman.“ Katrín María hafði áhuga á að vinna við búningahönnun. Þegar langt var liðið á námið við Iðnskólann sótti hún um starfsnám hjá BBC í London en varð þó hissa þegar hún fékk jákvæð viðbrögð og var ráðin. Hún hafði á þessum tíma unnið meðal annars í skyrtuverksmiðju og hjá Þjóðleikhúsinu og var óhrædd við að fara út í heim til að upplifa nýja hluti. Í framhaldi af starfsnáminu hjá BBC bauðst Katrínu Maríu mánaðarstyrkur til frönskunáms og starfsnám hjá Martine Sitbon í París.Katrín María hefur nóg að gera þessa dagana hjá LHÍ.Fann sig fyrir alvöru í París „Þegar til Parísar kom lauk leit minni að framtíðarnámi í bili því það var eins og ég hefði á einhvern hátt fundið skýringar á sjálfri mér með því að hitta allt þetta framandi fólk sem þó var alveg eins og ég. Ég hóf því fljótlega nám í París í fatahönnun við Studio Berçot, sem var líklega ein alversta hugmynd sem ég hafði fengið. Fatahönnun var ekki einu sinni alvöru fag á Íslandi og ég var einstæð móðir. Að auki hafði ég ekki neina trú á að ég hefði sérstaka hæfileika heldur vonaði ég bara að ég gæti orðið betri klæðskeri og komist í nánari snertingu við þá fegurð og faglegu snilld sem ég hafði fengið nasasjón af.“Samvinnustarfs verkefni við Andreu Maack og Cedric Riverain.Katrín María hóf starfsnám í hönnunarstúdíói Johns Galliano/Dior að námi loknu og varð fljótt aðstoðarhönnuður þar sem hún gerði tilraunir með efni og snið. Þar segist hún hafa fengið gríðarlega reynslu sem hún býr enn að í dag. Augnablikið sem breytti lífinu „Ef mamma sagði að ég væri fín þá treysti ég því bara. Eitt sinn var ég svo úti að labba á Barónsstígnum og mætti stelpum sem horfðu upp eftir mér og sögðu háðslega; rosalega ertu í fínum buxum. Ég leit þá niður og sá að ég var í útvíðum gallabuxum en þeirra voru þröngar niður. Þá uppgötvaði ég að mamma gat ekki hjálpað mér lengur og ég þurfti að vera meira meðvituð um klæðaburð minn, því það skiptir máli. Síðan þá treysti ég engum. Það var augnablikið sem breytti lífi mínu. Ég var kannski ekki endilega að fylgja tískunni sem unglingur en ég treysti engum nema sjálfri mér.“ Hvernig skynjar maður tískuna, hvað er „in“ og hvað er ekki? „Þetta er bara í eðli fólks og ég hef þróað mitt fegurðarskyn með tímanum og það sofnar aldrei. Ég hanna aldrei neitt nema vinna mikla rannsóknarvinnu á undan. Ég er með einhverja hugmynd en það er heilmikil vinna á bak við einn bol. Annars verður þetta ekki sannfærandi. Kannski er ég að gera mér stundum erfitt fyrir en ég er að vonast til að kúnninn finni muninn á gæðunum.“Grænland er í miklu uppáhaldi.Þú ert nú nýráðin sem fagstjóri hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Hvernig kom það til? „Það bar nú frekar brátt að þrátt fyrir að ég hafi kennt við skólann í ellefu ár. Staða fagstjóra losnaði óvænt svo mér bauðst staðan. Ég ákvað að taka þeirri áskorun, enda er ég sá kennari sem hefur kennt mest undanfarin ár. Ég kom fyrst inn sem klæðskeri og það er mitt sérsvið að vera með í öllum mátunum svo ég geti hjálpað nemendum að búa til flíkina sem er á teikningunni. Það er langskemmtilegast ásamt rannsóknarvinnunni.“ Hvernig er aðsóknin í hönnunarnám í dag? „Aðsókn í hönnunarnám á heimsvísu er gott og hafa hönnuðir haslað sér völl hraðar og á fleiri sviðum en flesta óraði fyrir þegar skólinn var stofnaður. Ekki eru margir sem gera sér grein fyrir að hönnunar- og arkitektúrdeildin er langstærsta deild skólans og telur um 40% allra nemenda við LHÍ í dag. Deildin á stóran hlut í þeirri staðreynd að skapandi greinar halda áfram að auka hlut sinn í þjóðarframleiðslunni. Ég væri hins vegar alltaf til í að sjá fleiri umsækjendur.“ Katrín María er mikil útivistarkona.Hvernig finnst þér íslenskir hönnuðir standa sig? „Mjög margir íslenskir hönnuðir standa sig vel í að hanna en mættu vera duglegri að ná sér í góða reynslu, trausta viðskiptafélaga og fjármagn. Ég hvet alla til að taka þessa hlið mála alvarlega, ná sér markvisst í frekari upplýsingar með því að byrja að starfa fyrir aðra og skapa sér sérstöðu í framhaldi af því. Mér finnst ég eiga svo mikið í mörgum af þessum hönnuðum og þykir svo vænt um þá. Það er dýrt að gera mistök með sína eigin peninga og það gera allir mistök. Það er erfitt að vera einyrki og sjá um alla fjármála- og framleiðsludeildina. Margir hönnuðir þurfa að vinna þrotlaust í jafnvel tíu ár áður en þeir slá í gegn og flestir hafa haft samstarfsfélaga.“ Hverjir eru þínir uppáhaldshönnuðir og af hverju? „Það eru svo margir góðir hönnuðir til í heiminum og það er útilokað að ég geti nefnt einn sem er og verður að eilífu í uppáhaldi. Í dag eru það Dries van Noten og Ann Demeulemeester en í gegnum tíðina hef ég dáðst að Chanel og Cristobal Balenciaga.” Hannar fyrir ELLU „Ég er eini starfandi fatahönnuður ELLU þótt ég hafi verið með aðstoðarhönnuði öðru hvoru. Hins vegar sér grafískur hönnuður um þá hlið mála og einnig höfum við notið aðstoðar iðnhönnuðar. Öll vinnum við svo saman með Elínrós, eiganda og listrænum stjórnanda fyrirtækisins, að fyrstu hugmyndum og þróum eitthvað áfram út frá heildinni.“ Hvernig byrjaði samstarf ykkar Elínrósar? „Sameiginleg vinkona okkar kynnti okkur og sagði að Elínrós hefði áhuga á að stofna fyrirtæki. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem einhver vildi stofna eitthvað og vildi tala við mig. Fólk heldur að hönnuðir geri hluti því það er svo gaman og við lærum svo mikið á þessu en í lok dagsins viljum við bara fá útborgað eins og aðrir. Ég er prinsippmanneskja og er listamaður. Þetta var í miðju bankahruni en Elínrós kom og hitti mig á hvíta Range Rovernum sínum með bleiku sólgleraugun. Ég ætlaði ekkert að vinna fyrir hana og reyndi að gera henni erfitt fyrir en svo bara endaði ég úti í bílskúr hjá henni því hún sótti mig alltaf. Í dag er gagnkvæm virðing og við erum búnar að takast á við margt. Við vitum báðar að við sleppum ekkert lifandi frá þessu lífi og því er mikill húmor hjá okkur.“ Hvers konar hugmyndafræði er „slow fashion“ eins og ELLA leggur áherslu á? „Þessi hugmyndafræði hafnar í raun fyrst og fremst hraðanum sem mörg tískufyrirtæki starfa við í dag. Hún tekur mið af því að taka sér tíma til að gera vel en líka að varan endist kaupandanum, bæði vegna gæða en einnig vegna tímalausrar hönnunar. Þetta snýst ekki um að fylgja trendinu heldur að skapa eitthvað frá sínu eigin hjarta, þótt tíðarandinn sé ætíð hafður í huga. Í „fast fashion“ er línan markaðssett svo mikið að línan verður búin eftir tímabilið. Það fer í raun rosalega mikið á haugana eftir útsölur.“Sóley Rut dóttir Katrínar Maríu.Er á stefnuskránni að koma með þína eigin línu? „Það er svo mikil ábyrgð að vera með fyrirtæki og ég vil halda í mitt persónulega frelsi. Hins vegar á einhverjum tímapunkti sé ég fyrir mér að vinna fyrir fleiri viðskiptavini og jafnvel mig sjálfa. Þótt ég sé komin í þessa stöðu í Listaháskólanum held ég að það sé gott fyrir akademíur að það sé flæði. Því var spáð fyrir ári síðan að ég myndi ekki nenna að stússa í svona skipulagningu en ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég nýt þess að taka þátt í að mennta hönnuði til framtíðar. Maður má ekki festast í því sem listamaður að komast á spena innan listaakademíunnar og fara að óttast að fara aftur í harkið. Hönnunarferli er ferðalag rétt eins og lífið. Allt getur gerst og það er ekkert öryggi.“ Heimskautskuldinn er heillandiÞú hefur einnig starfað við leiðsögn og dvalið mikið á Grænlandi. Hver er tengingin þangað? „Ég byrjaði í hjálparsveit þegar ég var 17 ára og hef alltaf verið viðloðandi fjallamennsku. Ég hef starfað við leiðsögn í 13 ár og hef undanfarið verið töluvert á Austur-Grænlandi. Við mína fyrstu komu til landsins horfði ég út um gluggann úr flugvélinni og augun voru barmafull af tárum, svo fallegt var það. Landið er stórt, hrátt og hættulegt en óendanlega fallegt. Við komuna upplifði ég á sama tíma mikið frelsi og minnimáttarkennd, enda ekki annað hægt gagnvart svo stórfenglegu landi. Hvað Grænlendingana varðar þá er djúp menningarleg gjá á milli þeirra og okkar Vesturlandabúa. Augljóst er að þeir glíma við stór vandamál sem stafa meðal annars af gríðarlega hröðum breytingum og einangrun. Talandi um innblástur í lífsbaráttuna, stundum þegar ég vorkenni sjálfri mér prófa ég að bæta við heimskautskulda, selspiki og ísbirni.“Goddur tók mynd af Katrínu Maríu í Listaháskólanum.Þú hefur greinilega mikla orku og margar hugmyndir. Hvernig hefur þú tíma fyrir alla þessa vinnu? „Það kemur alltaf öðru hvoru upp að ég sé byrjuð að missa hárið og að keyra mig út. Stundum spring ég og fer inn í mína skel. Ég hef alltaf valið út frá hjartanu og hjartað vill það sem það vill og mitt vill bara oft helst vinna. Ég baka ekki og elda ekki mikið og fer ekki í búðaráp. Ég fer sjaldan í bíó og nota þá tímann minn í annað. Mörkin milli heilbrigðs metnaðar og bilunar eru ekki alltaf alveg skýr en ég er svo heppin að hafa mikið af góðu fólki í mínu lífi sem þekkir mig og fyrirgefur.“Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Það þarf að finna lausn á náttúrumálum og fólk þarf að vera meðvitaðra í gegnum hönnun. Við megum ekki vera kynslóðin sem eyðilagði allt. Ég verð að trúa því að við getum nýtt allar þær framfarir sem hafa orðið til að gera heiminn betri. Kannski skrepp ég fljótlega til Sikileyjar til að æfa mig í að slaka á.“ Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Katrín María Káradóttir hefur alla tíð verið óhrædd við að setja sér markmið í lífinu og fylgja þeim eftir. Frá unga aldri var hún flink í höndunum og var skömmuð fyrir að láta móður sína vinna handavinnuna fyrir sig. Í dag er Katrín María yfirhönnuður Ellu og fagstjóri hönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Katrín María bjó sín fyrstu fimm ár í Vík í Mýrdal en fluttist svo til miðborgar Reykjavíkur. Tengslin við náttúruna og sveitina hafa ávallt verið sterk og segist hún hafa stungið af að heiman þegar hún var yngri svo hún gæti notið útiverunnar í friði. Frelsið hefur henni þótt mikilvægt bæði í sköpun sinni og lífi. Katrín María hefur ætíð valið út frá hjartanu og segist hafa uppgötvað tískustrauma þegar hún var gripin í útvíðum gallabuxum á yngri árum á röngum tíma.Glæsileg kona.Hvað vildir þú verða þegar þú varst yngri? „Ég var með alls konar drauma þegar ég var lítil um að verða loftfimleikakona, bóndi og orrustuflugmaður en það var ekki fyrr en eftir tvítugt að mig dreymdi um að verða fatahönnuður. Ég ætlaði alltaf að hafa gaman og vera frjáls. Um tvítugt var ég í Vélskólanum og ætlaði á sjó til að ná mér hratt í pening til að geta keyrt frá ströndu til strandar á mótorhjóli í Bandaríkjunum. Það setti auðvitað strik í reikninginn að ég varð ólétt að dóttur minni og þurfti því að breyta örlítið plönum mínum.“Hvers vegna fórstu svo úr Vélskólanum í klæðskeranám og fatahönnun?„Ég var alltaf flink í höndunum og sem krakki var ég oft skömmuð fyrir að láta mömmu vinna fyrir mig handavinnuna, sem hún hafði ekki gert. Ég var því hvött til þess að fara að læra klæðskurð í Iðnskólanum þar sem hæfileikar mínir lágu. Eins og svo mörgum öðrum þá fannst mér ekki neitt sérstaklega merkilegt að geta gert það sem mér fannst vera auðvelt og gaman.“ Katrín María hafði áhuga á að vinna við búningahönnun. Þegar langt var liðið á námið við Iðnskólann sótti hún um starfsnám hjá BBC í London en varð þó hissa þegar hún fékk jákvæð viðbrögð og var ráðin. Hún hafði á þessum tíma unnið meðal annars í skyrtuverksmiðju og hjá Þjóðleikhúsinu og var óhrædd við að fara út í heim til að upplifa nýja hluti. Í framhaldi af starfsnáminu hjá BBC bauðst Katrínu Maríu mánaðarstyrkur til frönskunáms og starfsnám hjá Martine Sitbon í París.Katrín María hefur nóg að gera þessa dagana hjá LHÍ.Fann sig fyrir alvöru í París „Þegar til Parísar kom lauk leit minni að framtíðarnámi í bili því það var eins og ég hefði á einhvern hátt fundið skýringar á sjálfri mér með því að hitta allt þetta framandi fólk sem þó var alveg eins og ég. Ég hóf því fljótlega nám í París í fatahönnun við Studio Berçot, sem var líklega ein alversta hugmynd sem ég hafði fengið. Fatahönnun var ekki einu sinni alvöru fag á Íslandi og ég var einstæð móðir. Að auki hafði ég ekki neina trú á að ég hefði sérstaka hæfileika heldur vonaði ég bara að ég gæti orðið betri klæðskeri og komist í nánari snertingu við þá fegurð og faglegu snilld sem ég hafði fengið nasasjón af.“Samvinnustarfs verkefni við Andreu Maack og Cedric Riverain.Katrín María hóf starfsnám í hönnunarstúdíói Johns Galliano/Dior að námi loknu og varð fljótt aðstoðarhönnuður þar sem hún gerði tilraunir með efni og snið. Þar segist hún hafa fengið gríðarlega reynslu sem hún býr enn að í dag. Augnablikið sem breytti lífinu „Ef mamma sagði að ég væri fín þá treysti ég því bara. Eitt sinn var ég svo úti að labba á Barónsstígnum og mætti stelpum sem horfðu upp eftir mér og sögðu háðslega; rosalega ertu í fínum buxum. Ég leit þá niður og sá að ég var í útvíðum gallabuxum en þeirra voru þröngar niður. Þá uppgötvaði ég að mamma gat ekki hjálpað mér lengur og ég þurfti að vera meira meðvituð um klæðaburð minn, því það skiptir máli. Síðan þá treysti ég engum. Það var augnablikið sem breytti lífi mínu. Ég var kannski ekki endilega að fylgja tískunni sem unglingur en ég treysti engum nema sjálfri mér.“ Hvernig skynjar maður tískuna, hvað er „in“ og hvað er ekki? „Þetta er bara í eðli fólks og ég hef þróað mitt fegurðarskyn með tímanum og það sofnar aldrei. Ég hanna aldrei neitt nema vinna mikla rannsóknarvinnu á undan. Ég er með einhverja hugmynd en það er heilmikil vinna á bak við einn bol. Annars verður þetta ekki sannfærandi. Kannski er ég að gera mér stundum erfitt fyrir en ég er að vonast til að kúnninn finni muninn á gæðunum.“Grænland er í miklu uppáhaldi.Þú ert nú nýráðin sem fagstjóri hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Hvernig kom það til? „Það bar nú frekar brátt að þrátt fyrir að ég hafi kennt við skólann í ellefu ár. Staða fagstjóra losnaði óvænt svo mér bauðst staðan. Ég ákvað að taka þeirri áskorun, enda er ég sá kennari sem hefur kennt mest undanfarin ár. Ég kom fyrst inn sem klæðskeri og það er mitt sérsvið að vera með í öllum mátunum svo ég geti hjálpað nemendum að búa til flíkina sem er á teikningunni. Það er langskemmtilegast ásamt rannsóknarvinnunni.“ Hvernig er aðsóknin í hönnunarnám í dag? „Aðsókn í hönnunarnám á heimsvísu er gott og hafa hönnuðir haslað sér völl hraðar og á fleiri sviðum en flesta óraði fyrir þegar skólinn var stofnaður. Ekki eru margir sem gera sér grein fyrir að hönnunar- og arkitektúrdeildin er langstærsta deild skólans og telur um 40% allra nemenda við LHÍ í dag. Deildin á stóran hlut í þeirri staðreynd að skapandi greinar halda áfram að auka hlut sinn í þjóðarframleiðslunni. Ég væri hins vegar alltaf til í að sjá fleiri umsækjendur.“ Katrín María er mikil útivistarkona.Hvernig finnst þér íslenskir hönnuðir standa sig? „Mjög margir íslenskir hönnuðir standa sig vel í að hanna en mættu vera duglegri að ná sér í góða reynslu, trausta viðskiptafélaga og fjármagn. Ég hvet alla til að taka þessa hlið mála alvarlega, ná sér markvisst í frekari upplýsingar með því að byrja að starfa fyrir aðra og skapa sér sérstöðu í framhaldi af því. Mér finnst ég eiga svo mikið í mörgum af þessum hönnuðum og þykir svo vænt um þá. Það er dýrt að gera mistök með sína eigin peninga og það gera allir mistök. Það er erfitt að vera einyrki og sjá um alla fjármála- og framleiðsludeildina. Margir hönnuðir þurfa að vinna þrotlaust í jafnvel tíu ár áður en þeir slá í gegn og flestir hafa haft samstarfsfélaga.“ Hverjir eru þínir uppáhaldshönnuðir og af hverju? „Það eru svo margir góðir hönnuðir til í heiminum og það er útilokað að ég geti nefnt einn sem er og verður að eilífu í uppáhaldi. Í dag eru það Dries van Noten og Ann Demeulemeester en í gegnum tíðina hef ég dáðst að Chanel og Cristobal Balenciaga.” Hannar fyrir ELLU „Ég er eini starfandi fatahönnuður ELLU þótt ég hafi verið með aðstoðarhönnuði öðru hvoru. Hins vegar sér grafískur hönnuður um þá hlið mála og einnig höfum við notið aðstoðar iðnhönnuðar. Öll vinnum við svo saman með Elínrós, eiganda og listrænum stjórnanda fyrirtækisins, að fyrstu hugmyndum og þróum eitthvað áfram út frá heildinni.“ Hvernig byrjaði samstarf ykkar Elínrósar? „Sameiginleg vinkona okkar kynnti okkur og sagði að Elínrós hefði áhuga á að stofna fyrirtæki. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem einhver vildi stofna eitthvað og vildi tala við mig. Fólk heldur að hönnuðir geri hluti því það er svo gaman og við lærum svo mikið á þessu en í lok dagsins viljum við bara fá útborgað eins og aðrir. Ég er prinsippmanneskja og er listamaður. Þetta var í miðju bankahruni en Elínrós kom og hitti mig á hvíta Range Rovernum sínum með bleiku sólgleraugun. Ég ætlaði ekkert að vinna fyrir hana og reyndi að gera henni erfitt fyrir en svo bara endaði ég úti í bílskúr hjá henni því hún sótti mig alltaf. Í dag er gagnkvæm virðing og við erum búnar að takast á við margt. Við vitum báðar að við sleppum ekkert lifandi frá þessu lífi og því er mikill húmor hjá okkur.“ Hvers konar hugmyndafræði er „slow fashion“ eins og ELLA leggur áherslu á? „Þessi hugmyndafræði hafnar í raun fyrst og fremst hraðanum sem mörg tískufyrirtæki starfa við í dag. Hún tekur mið af því að taka sér tíma til að gera vel en líka að varan endist kaupandanum, bæði vegna gæða en einnig vegna tímalausrar hönnunar. Þetta snýst ekki um að fylgja trendinu heldur að skapa eitthvað frá sínu eigin hjarta, þótt tíðarandinn sé ætíð hafður í huga. Í „fast fashion“ er línan markaðssett svo mikið að línan verður búin eftir tímabilið. Það fer í raun rosalega mikið á haugana eftir útsölur.“Sóley Rut dóttir Katrínar Maríu.Er á stefnuskránni að koma með þína eigin línu? „Það er svo mikil ábyrgð að vera með fyrirtæki og ég vil halda í mitt persónulega frelsi. Hins vegar á einhverjum tímapunkti sé ég fyrir mér að vinna fyrir fleiri viðskiptavini og jafnvel mig sjálfa. Þótt ég sé komin í þessa stöðu í Listaháskólanum held ég að það sé gott fyrir akademíur að það sé flæði. Því var spáð fyrir ári síðan að ég myndi ekki nenna að stússa í svona skipulagningu en ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég nýt þess að taka þátt í að mennta hönnuði til framtíðar. Maður má ekki festast í því sem listamaður að komast á spena innan listaakademíunnar og fara að óttast að fara aftur í harkið. Hönnunarferli er ferðalag rétt eins og lífið. Allt getur gerst og það er ekkert öryggi.“ Heimskautskuldinn er heillandiÞú hefur einnig starfað við leiðsögn og dvalið mikið á Grænlandi. Hver er tengingin þangað? „Ég byrjaði í hjálparsveit þegar ég var 17 ára og hef alltaf verið viðloðandi fjallamennsku. Ég hef starfað við leiðsögn í 13 ár og hef undanfarið verið töluvert á Austur-Grænlandi. Við mína fyrstu komu til landsins horfði ég út um gluggann úr flugvélinni og augun voru barmafull af tárum, svo fallegt var það. Landið er stórt, hrátt og hættulegt en óendanlega fallegt. Við komuna upplifði ég á sama tíma mikið frelsi og minnimáttarkennd, enda ekki annað hægt gagnvart svo stórfenglegu landi. Hvað Grænlendingana varðar þá er djúp menningarleg gjá á milli þeirra og okkar Vesturlandabúa. Augljóst er að þeir glíma við stór vandamál sem stafa meðal annars af gríðarlega hröðum breytingum og einangrun. Talandi um innblástur í lífsbaráttuna, stundum þegar ég vorkenni sjálfri mér prófa ég að bæta við heimskautskulda, selspiki og ísbirni.“Goddur tók mynd af Katrínu Maríu í Listaháskólanum.Þú hefur greinilega mikla orku og margar hugmyndir. Hvernig hefur þú tíma fyrir alla þessa vinnu? „Það kemur alltaf öðru hvoru upp að ég sé byrjuð að missa hárið og að keyra mig út. Stundum spring ég og fer inn í mína skel. Ég hef alltaf valið út frá hjartanu og hjartað vill það sem það vill og mitt vill bara oft helst vinna. Ég baka ekki og elda ekki mikið og fer ekki í búðaráp. Ég fer sjaldan í bíó og nota þá tímann minn í annað. Mörkin milli heilbrigðs metnaðar og bilunar eru ekki alltaf alveg skýr en ég er svo heppin að hafa mikið af góðu fólki í mínu lífi sem þekkir mig og fyrirgefur.“Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Það þarf að finna lausn á náttúrumálum og fólk þarf að vera meðvitaðra í gegnum hönnun. Við megum ekki vera kynslóðin sem eyðilagði allt. Ég verð að trúa því að við getum nýtt allar þær framfarir sem hafa orðið til að gera heiminn betri. Kannski skrepp ég fljótlega til Sikileyjar til að æfa mig í að slaka á.“
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira