Lífið

Sömdu saman lag án þess að hafa hist

Hanna Ólafsdóttir skrifar
 Tónlistarmennirnir frá vinstri AMFJ, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, Christofer Czechwicz, Two Step Horror Captain Fufanu, og koma fram á tónleikunum á Harlem á fimmtudag.
Tónlistarmennirnir frá vinstri AMFJ, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, Christofer Czechwicz, Two Step Horror Captain Fufanu, og koma fram á tónleikunum á Harlem á fimmtudag. Fréttablaðið/Arnþór
„Christofer hafði heyrt lag með mér á Facebook-síðu minni og spurði hvort ég vildi syngja með sér. Það varð úr að við sömdum saman lag í gegnum Facebook sem við munum flytja á tónleikum á Harlem,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, söngkona og háskólanemi, um samstarf sitt við bandaríska tónlistarmanninn Christofer Czechowicz, sem kemur fram undir listamannsnafninu Pál Vetika.



Að sögn Hallfríðar hefur Christofer brennandi áhuga á landi og þjóð en hann bjó hér um tveggja ára skeið og kynntist þá ýmsu fólki í tónlistarsenunni. Er hann flutti aftur til Bandaríkjanna langaði hann að kynna íslenska tónlist þar ytra og úr varð samstarf á milli hans og Útón.



„Það var skemmtilegt að semja lag með manni sem ég hafði aldrei hitt og það verður skemmtilegt að koma fram á tónleikum með þessum frábæru listamönnum,“ segir Hallfríður. Auk hennar og Christofers munu tónlistarmennirnir Captain Fufanu, Two Step Horror og AMFJ koma fram. Tónleikarnir eru eins og áður segir á skemmtistaðnum Harlem í kvöld og byrja klukkan 22.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.