Vala Matt snýr aftur á Stöð 2 Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 21. ágúst 2013 14:30 Vala Matt sjónvarpskona. Vala Matt leggur land undir fót og leitar uppi góðan mat í þáttunum Sælkeraferð um Ísland með Völu Matt sem hefja göngu sína á Stöð 2 fimmtudaginn 12. september. „Við erum að fara hringinn um landið og leita uppi faldar perlur þar sem boðið er upp á besta íslenska matinn sem finnst,“ segir sjónvarpskonan Vala Matt þegar næst í hana í síma á ferðinni. „Við erum á Snæfellsnesinu núna. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og alveg með ólíkindum hvað það er mikil gróska í gangi og mikið til af stöðum þar sem verið er að bjóða upp á glænýjan fisk beint úr bátunum og svo auðvitað dýrindis lambakjötið beint ofan af fjalli, að ekki sé minnst á allt grænmetið sem verið er að rækta,“ segir Vala. „Við heimsækjum bæði veitingastaði og litla framleiðendur. Erum búin að fara Norðurlandið og förum á Austfirði á næstu dögum og svo á Vestfirðina.“ Vala er ekki með öllu ókunn umfjöllun um góðan mat þótt flestir þekki hana af heimsóknum hennar inn á smekkleg heimili. Hún segist mikill sælkeri sjálf og sprettur hugmyndin að þáttunum upp úr bók þar sem Vala tók saman helstu sælkerastaði á landinu. „Að leita uppi góðan mat er mín ástríða og það sem mér finnst skemmtilegast sjálfri við ferðalög, innanlands sem utan. Ég hafði fundið flesta staðina allan hringinn þegar ég vann bókina og fann svo fleiri til. Við höfum fengið frábærar móttökur alls staðar. Bæði er dásamlegt að keyra hringinn og upplifa landið og veðurblíðuna en ekki síður koma á staði sem ég hef ekki heimsótt áður, lítil þorp og sveitabæi. Þetta er hreint ævintýri þar sem ég er borgarbarn í húð og hár. En þess vegna nýt ég þess kannski enn þá betur þegar ég er komin út í náttúruna.“ Í þáttunum heimsækir Vala meðal annars Þóru Sigurðardóttur á Húsavík, þar sem hún rekur veitingastaðinn Pallinn, og bóndann í Lónkoti, sem tínir blóm og jurtir kringum bæinn í matreiðsluna. „Mér finnst áberandi hvað það er mikil tenging við náttúruna og landsbyggðina hjá ungu kynslóðinni,“ segir Vala. „Við heimsækjum margt ungt fólk sem hefur leitað aftur í heimahagana eftir að hafa búið í Reykjavík eða erlendis árum saman og sækir aftur í þetta ferska hráefni sem við eigum hér á Íslandi. Við skoðum staðina og kynnumst viðmælendum sem svo búa til einn dásamlegan rétt í lok þáttar. Þannig fáum við alls konar hugmyndir og lærum ný trikk í eldhúsinu, sem mér finnst alltaf svo æðislega gaman.“ Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Vala Matt leggur land undir fót og leitar uppi góðan mat í þáttunum Sælkeraferð um Ísland með Völu Matt sem hefja göngu sína á Stöð 2 fimmtudaginn 12. september. „Við erum að fara hringinn um landið og leita uppi faldar perlur þar sem boðið er upp á besta íslenska matinn sem finnst,“ segir sjónvarpskonan Vala Matt þegar næst í hana í síma á ferðinni. „Við erum á Snæfellsnesinu núna. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og alveg með ólíkindum hvað það er mikil gróska í gangi og mikið til af stöðum þar sem verið er að bjóða upp á glænýjan fisk beint úr bátunum og svo auðvitað dýrindis lambakjötið beint ofan af fjalli, að ekki sé minnst á allt grænmetið sem verið er að rækta,“ segir Vala. „Við heimsækjum bæði veitingastaði og litla framleiðendur. Erum búin að fara Norðurlandið og förum á Austfirði á næstu dögum og svo á Vestfirðina.“ Vala er ekki með öllu ókunn umfjöllun um góðan mat þótt flestir þekki hana af heimsóknum hennar inn á smekkleg heimili. Hún segist mikill sælkeri sjálf og sprettur hugmyndin að þáttunum upp úr bók þar sem Vala tók saman helstu sælkerastaði á landinu. „Að leita uppi góðan mat er mín ástríða og það sem mér finnst skemmtilegast sjálfri við ferðalög, innanlands sem utan. Ég hafði fundið flesta staðina allan hringinn þegar ég vann bókina og fann svo fleiri til. Við höfum fengið frábærar móttökur alls staðar. Bæði er dásamlegt að keyra hringinn og upplifa landið og veðurblíðuna en ekki síður koma á staði sem ég hef ekki heimsótt áður, lítil þorp og sveitabæi. Þetta er hreint ævintýri þar sem ég er borgarbarn í húð og hár. En þess vegna nýt ég þess kannski enn þá betur þegar ég er komin út í náttúruna.“ Í þáttunum heimsækir Vala meðal annars Þóru Sigurðardóttur á Húsavík, þar sem hún rekur veitingastaðinn Pallinn, og bóndann í Lónkoti, sem tínir blóm og jurtir kringum bæinn í matreiðsluna. „Mér finnst áberandi hvað það er mikil tenging við náttúruna og landsbyggðina hjá ungu kynslóðinni,“ segir Vala. „Við heimsækjum margt ungt fólk sem hefur leitað aftur í heimahagana eftir að hafa búið í Reykjavík eða erlendis árum saman og sækir aftur í þetta ferska hráefni sem við eigum hér á Íslandi. Við skoðum staðina og kynnumst viðmælendum sem svo búa til einn dásamlegan rétt í lok þáttar. Þannig fáum við alls konar hugmyndir og lærum ný trikk í eldhúsinu, sem mér finnst alltaf svo æðislega gaman.“
Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira