Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld Einar Karl Friðriksson skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Harvard-háskóli í Bandaríkjunum innheimtir há skólagjöld, fleiri milljónir á hvern nemanda á hverjum vetri. Háskóli Íslands innheimtir hins vegar ekki skólagjöld, ef frá eru talin minniháttar skráningargjöld. Háskóli Íslands fær rekstrarfé sitt frá ríkinu, um 825.000 kr á hvern nemanda að meðaltali. Við gætum vissulega kallað það fé skólagjöld og sagt að ríkið „innheimti“ fyrir háskólann skólagjöld sem nema 825 þúsund á hvern nemanda í gegnum skattkerfið. En það væri ruglingslegt og villandi. Harvard innheimtir skólagjöld en Háskóli Íslands gerir það ekki. HÍ á „hlutdeild“ í tekjum ríkisins. Ríkið innheimtir ekki skólagjöld fyrir háskólann, heldur innheimtir skatta sem renna í ríkissjóð og er háskólinn fjármagnaður úr ríkissjóði, eins og önnur almannaþjónusta. Með nákvæmlega sama hætti er villandi og rangt að segja að innheimt séu sóknargjöld. Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld, heldur greiðir ríkið sóknargjöld til trúfélaga, sem ríkið aflar með almennri skattheimtu. Trúfélögin eiga samkvæmt lögum um sóknargjöld „hlutdeild“ í tekjum ríkisins, svipað og Háskóli Íslands. Þannig fá skráð trúfélög greidd sóknargjöld frá ríkinu, ákveðna krónutölu á hvert sóknarbarn 16 ára og eldri, alveg óháð því hvort viðkomandi greiði einhvern tekjuskatt. Samt er þessu ítrekað haldið fram, að ríkið „innheimti“ sóknargjöld, nú síðast í ályktunum frá landsfundum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins (xD og xB). En þetta er ekki rétt, sama hversu oft klifað er á þessu.Athugasemd SÞ Í nýlegri úttekt mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi er gerð athugasemd við þetta, en þar segir í lauslegri þýðingu: „Nefndin hefur áhyggjur af því að ríkið leggi kirkjuskatt á þegna, óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag…Ríkisvaldið ætti að gera ráðstafanir til að tryggja að kirkjuskatturinn sé ekki álagður án tillits til trúfélagaaðildar.“ Glöggt er gests augað. Þess væri óskandi að fólk tæki mið af raunveruleikanum í umræðu um sóknargjöld og fjármál þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Í trúfrjálsu landi teljast trúfélög ekki hluti almannaþjónustu, ekki Hvítasunnusöfnuðurinn, ekki Krossinn og ekki heldur þjóðkirkjan. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eiga ekki að greiða fyrir rekstur þeirra gegn sínum vilja, ekki frekar en fyrir rekstur og starf annarra félagasamtaka, svo sem Amnesty, Rauða krossins eða Kiwanis, sama hversu göfugt starf þeirra kann að vera. Nýleg lög um skráningu lífsskoðunarfélaga bæta að vissu marki úr þessum ójöfnuði en nú geta félög um lífsskoðun sem ekki telst trú og uppfylla tiltekin skilyrði líka fengið sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. En nýju lögin bæta með engu móti stöðu þeirra sem hvorki kæra sig um að vera í skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Það má semja um að ríkið annist innheimtu á sóknargjöldum, ef mönnum sýnist það hagkvæmt og eðlilegt að ríkið annist slíka þjónustu. En þá á ríkið að gera það í raun og veru, en ekki bara greiða sóknargjöldin beint úr ríkissjóði og afla þeirra með almennri skattheimtu. Með þessum orðum er ekki lagður neinn gildisdómur á starfsemi og boðskap þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Ég er einungis að gagnrýna þá síendurteknu bábilju að ríkið innheimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Sú staðhæfing er röng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Harvard-háskóli í Bandaríkjunum innheimtir há skólagjöld, fleiri milljónir á hvern nemanda á hverjum vetri. Háskóli Íslands innheimtir hins vegar ekki skólagjöld, ef frá eru talin minniháttar skráningargjöld. Háskóli Íslands fær rekstrarfé sitt frá ríkinu, um 825.000 kr á hvern nemanda að meðaltali. Við gætum vissulega kallað það fé skólagjöld og sagt að ríkið „innheimti“ fyrir háskólann skólagjöld sem nema 825 þúsund á hvern nemanda í gegnum skattkerfið. En það væri ruglingslegt og villandi. Harvard innheimtir skólagjöld en Háskóli Íslands gerir það ekki. HÍ á „hlutdeild“ í tekjum ríkisins. Ríkið innheimtir ekki skólagjöld fyrir háskólann, heldur innheimtir skatta sem renna í ríkissjóð og er háskólinn fjármagnaður úr ríkissjóði, eins og önnur almannaþjónusta. Með nákvæmlega sama hætti er villandi og rangt að segja að innheimt séu sóknargjöld. Ríkið innheimtir ekki sóknargjöld, heldur greiðir ríkið sóknargjöld til trúfélaga, sem ríkið aflar með almennri skattheimtu. Trúfélögin eiga samkvæmt lögum um sóknargjöld „hlutdeild“ í tekjum ríkisins, svipað og Háskóli Íslands. Þannig fá skráð trúfélög greidd sóknargjöld frá ríkinu, ákveðna krónutölu á hvert sóknarbarn 16 ára og eldri, alveg óháð því hvort viðkomandi greiði einhvern tekjuskatt. Samt er þessu ítrekað haldið fram, að ríkið „innheimti“ sóknargjöld, nú síðast í ályktunum frá landsfundum tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins (xD og xB). En þetta er ekki rétt, sama hversu oft klifað er á þessu.Athugasemd SÞ Í nýlegri úttekt mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi er gerð athugasemd við þetta, en þar segir í lauslegri þýðingu: „Nefndin hefur áhyggjur af því að ríkið leggi kirkjuskatt á þegna, óháð því hvort þeir séu skráðir í trúfélag…Ríkisvaldið ætti að gera ráðstafanir til að tryggja að kirkjuskatturinn sé ekki álagður án tillits til trúfélagaaðildar.“ Glöggt er gests augað. Þess væri óskandi að fólk tæki mið af raunveruleikanum í umræðu um sóknargjöld og fjármál þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Í trúfrjálsu landi teljast trúfélög ekki hluti almannaþjónustu, ekki Hvítasunnusöfnuðurinn, ekki Krossinn og ekki heldur þjóðkirkjan. Þeir sem kjósa að standa utan trúfélaga eiga ekki að greiða fyrir rekstur þeirra gegn sínum vilja, ekki frekar en fyrir rekstur og starf annarra félagasamtaka, svo sem Amnesty, Rauða krossins eða Kiwanis, sama hversu göfugt starf þeirra kann að vera. Nýleg lög um skráningu lífsskoðunarfélaga bæta að vissu marki úr þessum ójöfnuði en nú geta félög um lífsskoðun sem ekki telst trú og uppfylla tiltekin skilyrði líka fengið sóknargjöld greidd úr ríkissjóði. En nýju lögin bæta með engu móti stöðu þeirra sem hvorki kæra sig um að vera í skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Það má semja um að ríkið annist innheimtu á sóknargjöldum, ef mönnum sýnist það hagkvæmt og eðlilegt að ríkið annist slíka þjónustu. En þá á ríkið að gera það í raun og veru, en ekki bara greiða sóknargjöldin beint úr ríkissjóði og afla þeirra með almennri skattheimtu. Með þessum orðum er ekki lagður neinn gildisdómur á starfsemi og boðskap þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Ég er einungis að gagnrýna þá síendurteknu bábilju að ríkið innheimti sóknargjöld fyrir trúfélög. Sú staðhæfing er röng.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun