Ferðamenn yfir 800 þúsund á næsta ári Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. júní 2013 07:00 Bent er á í umfjöllun greiningardeildar Arion banka að ferðamenn séu "misverðmætir“ og nauðsynlegt að auka framleiðni innan greinarinnar, þar sem mörg fyrirtæki virðist vera í erfiðri stöðu þrátt fyrir fjölda ferðamanna. Fréttablaðið/HAG Erlendir ferðamenn verða 36 prósentum fleiri á árinu 2015 en þeir voru í fyrra, gangi eftir spá sem sett er fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um ferðaþjónustu. Yfirskrift greiningarinnar er „Atvinnugrein á unglingsaldri“. Grunnspá greiningardeildarinnar gerir ráð fyrir að í ár sæki heim landið 747 þúsund manns, fjölgi svo í 809 þúsund á næsta ári og verði 876 þúsund árið 2015. Þrátt fyrir mikla aukningu milli ára telja sérfræðingar greiningardeildarinnar litlar líkur á að þolmörkum innviða ferðaþjónustunnar verði náð í bráð. Með innviðum er átt við gistirými, samgöngur og fleiri slíka þætti. Bent er á að innviðir ferðaþjónustunnar séu sveigjanlegir og þenjanlegir. „Þar að auki er mikið vannýtt svigrúm til staðar í innviðum greinarinnar,“ segir í umfjölluninni. Öðru máli gegnir hins vegar um þolmörk náttúru og samfélags og ástæða til að hafa áhyggjur af þeim þáttum, að því er fram kemur í umfjöllun greiningardeildarinnar. „Að vísu er mun erfiðara að mæla þessi þolmörk en vísbendingar eru um að á vissum landsvæðum sé neikvæðra áhrifa þegar tekið að gæta sökum ásóknar ferðamanna.“ Bent er á að á árinu 2011 hafi til að mynda þrír af hverjum fjórum erlendum ferðamönnum farið „gullna hringinn“ svokallaða, en hann felur í sér heimsókn frá Reykjavík á Þingvelli, Gullfoss og á Geysissvæðið áður en haldið er til baka um Grímsnes (mögulega með viðkomu í Kerinu) og yfir Hellisheiði. Aukin gjaldtaka er svo aftur sögð geta dregið úr ágangi og aflað fjár til uppbyggingar ferðamannastaða, sem aftur geti aukið þanþol þeirra. Bent er á að núna fari sértæk opinber gjaldtaka af ferðamönnum einkum fram með gistináttaskatti. „Önnur leið væri sú að rukka beint fyrir aðgang að ákveðnum svæðum eða náttúruperlum, annaðhvort með beinum aðgangseyri eða útgáfu einhvers konar passa eða skírteina.“ Svæðisbundin gjaldtaka er sögð hafa þann kost að hægt sé að stjórna upphæð gjaldsins eftir vinsældum svæðisins og eftir árstíðum. Í skýrslu greiningardeildarinnar er gert ráð fyrir að tekjur af slíkri gjaldtöku gætu hæglega numið þremur til fimm milljörðum króna á ári hverju. Þá er bent á að ferðaþjónustan standi frammi fyrir því að þurfa að draga úr árstíðarsveiflunni í fjölda ferðamanna og um leið stuðla að jafnari dreifingu gistinátta. Breytingar í þessa átt myndu í senn stuðla að betri nýtingu fjármuna og draga úr hættunni á að ferðamenn sprengi af sér innviði greinarinnar.Hlutur ferðaþjónustu hefur tvöfaldast „Uppgangur ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur hjálpað mikið við að jafna dreifingu útflutningstekna og draga úr líkum á efnahagsskellum,“ segir í umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Fram kemur að hlutdeild ferðaþjónustu í útflutningi hafi tvöfaldast á undanförnum árum. „Beint framlag greinarinnar til vergrar landsframleiðslu er á við helming framlags sjávarútvegs, auk þess sem rúm fimm prósent vinnuaflsins starfa í ferðaþjónustu. Kemur þetta til af mikilli fjölgun ferðamanna undanfarinn áratug, ekki síst á síðustu tveimur árum.“ Ferðaþjónustan hefur með vexti síðustu ára öðlast fullt tilkall til þess að kallast þriðja stoð útflutningsins, á eftir iðnaðarframleiðslu og sölu sjávarafurða. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Erlendir ferðamenn verða 36 prósentum fleiri á árinu 2015 en þeir voru í fyrra, gangi eftir spá sem sett er fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um ferðaþjónustu. Yfirskrift greiningarinnar er „Atvinnugrein á unglingsaldri“. Grunnspá greiningardeildarinnar gerir ráð fyrir að í ár sæki heim landið 747 þúsund manns, fjölgi svo í 809 þúsund á næsta ári og verði 876 þúsund árið 2015. Þrátt fyrir mikla aukningu milli ára telja sérfræðingar greiningardeildarinnar litlar líkur á að þolmörkum innviða ferðaþjónustunnar verði náð í bráð. Með innviðum er átt við gistirými, samgöngur og fleiri slíka þætti. Bent er á að innviðir ferðaþjónustunnar séu sveigjanlegir og þenjanlegir. „Þar að auki er mikið vannýtt svigrúm til staðar í innviðum greinarinnar,“ segir í umfjölluninni. Öðru máli gegnir hins vegar um þolmörk náttúru og samfélags og ástæða til að hafa áhyggjur af þeim þáttum, að því er fram kemur í umfjöllun greiningardeildarinnar. „Að vísu er mun erfiðara að mæla þessi þolmörk en vísbendingar eru um að á vissum landsvæðum sé neikvæðra áhrifa þegar tekið að gæta sökum ásóknar ferðamanna.“ Bent er á að á árinu 2011 hafi til að mynda þrír af hverjum fjórum erlendum ferðamönnum farið „gullna hringinn“ svokallaða, en hann felur í sér heimsókn frá Reykjavík á Þingvelli, Gullfoss og á Geysissvæðið áður en haldið er til baka um Grímsnes (mögulega með viðkomu í Kerinu) og yfir Hellisheiði. Aukin gjaldtaka er svo aftur sögð geta dregið úr ágangi og aflað fjár til uppbyggingar ferðamannastaða, sem aftur geti aukið þanþol þeirra. Bent er á að núna fari sértæk opinber gjaldtaka af ferðamönnum einkum fram með gistináttaskatti. „Önnur leið væri sú að rukka beint fyrir aðgang að ákveðnum svæðum eða náttúruperlum, annaðhvort með beinum aðgangseyri eða útgáfu einhvers konar passa eða skírteina.“ Svæðisbundin gjaldtaka er sögð hafa þann kost að hægt sé að stjórna upphæð gjaldsins eftir vinsældum svæðisins og eftir árstíðum. Í skýrslu greiningardeildarinnar er gert ráð fyrir að tekjur af slíkri gjaldtöku gætu hæglega numið þremur til fimm milljörðum króna á ári hverju. Þá er bent á að ferðaþjónustan standi frammi fyrir því að þurfa að draga úr árstíðarsveiflunni í fjölda ferðamanna og um leið stuðla að jafnari dreifingu gistinátta. Breytingar í þessa átt myndu í senn stuðla að betri nýtingu fjármuna og draga úr hættunni á að ferðamenn sprengi af sér innviði greinarinnar.Hlutur ferðaþjónustu hefur tvöfaldast „Uppgangur ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur hjálpað mikið við að jafna dreifingu útflutningstekna og draga úr líkum á efnahagsskellum,“ segir í umfjöllun greiningardeildar Arion banka. Fram kemur að hlutdeild ferðaþjónustu í útflutningi hafi tvöfaldast á undanförnum árum. „Beint framlag greinarinnar til vergrar landsframleiðslu er á við helming framlags sjávarútvegs, auk þess sem rúm fimm prósent vinnuaflsins starfa í ferðaþjónustu. Kemur þetta til af mikilli fjölgun ferðamanna undanfarinn áratug, ekki síst á síðustu tveimur árum.“ Ferðaþjónustan hefur með vexti síðustu ára öðlast fullt tilkall til þess að kallast þriðja stoð útflutningsins, á eftir iðnaðarframleiðslu og sölu sjávarafurða.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent