Opið bréf til sjávarútvegsráðherra Atli Hermannsson skrifar 14. júní 2013 12:00 Sæll Sigurður Ingi. Ég hlustaði á þig í þættinum Á Sprengisandi síðastliðinn sunnudag þar sem þú ræddir um sjávarútveginn, stöðu hans og framtíð. Undirritaður, sem lengi hefur fylgst með sjávarútvegi af áhuga, vill gera nokkrar athugasemdir við það sem þar kom fram. Þú kvaðst harma að niðurstaða meirihluta í svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegi skyldi ekki ná fram að ganga og því hefði sögulegu tækifæri til sátta um sjávarútveginn verið klúðrað. Ég tel fráleitt að setja samasemmerki á milli sáttar í þessari endurskoðunarnefnd og þess að hillt hafi undir eins konar þjóðarsátt um sjávarútveginn. Því þú virðist algerlega líta fram hjá því hvernig sáttanefndin var valin; að þar hafi verið valdir einstaklingar sem barist hafa gegn öllum breytingum á kvótakerfinu og sumir hverjir haft það orð á sér að vera fulltrúar hins svokallaða sérhagsmuna- og klíkusamfélags. Þá vil ég nefna að aðalástæður þess að kvótakerfinu var komið á 1984 voru ekki þær að okkar aðalbol- og botnfiskstofnar hefðu verið að hruni komnir (enda flestir mun stærri þá en þeir eru í dag) heldur var útgerðin komin að fótum fram af allt öðrum ástæðum. Þær helstar að áratuginn þar á undan hafði togaraflotinn verið endurnýjaður – allur fyrir lánsfé. Nýsköpunartogararnir 56 sem keyptir höfðu verið fyrir Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna voru þá orðnir úreltir. Þá hafði óðaverðbólga einnig ríkt í mörg ár að ónefndum tveimur olíukreppum sem riðu yfir heiminn með stuttu millibili. Þá var afurðaverð af ýmsum ástæðum hlutfallslega lægra en það er í dag, auk þess sem útgerðinni var gert að greiða 49% tekjuskatt á þessum árum. Þá er ég heldur ekki sammála þeirri söguskýringu að núverandi handhafar aflaheimilda hafi flestir keypt þær og af þeim sökum verði þær ekki af þeim teknar. Því þegar „kaupin“ eru skoðuð kemur í ljós að stórútgerðin eignfærði og afskrifaði öll kvótakaup á árabilinu frá 1990 til 2003. Fyrstu fimm árin um 20%, þá um 15% og undir það síðasta um 10%. Kaupin voru dregin frá skatti og því hefur stórútgerðin í raun ekki greitt eina einustu raunkrónu fyrir kvótann. Þetta er áratugurinn eftir að framsalskerfið var sett á og flestar kvótatilfærslurnar og stærstu sameiningar fyrirtækja eiga sér stað. Þá er það umhugsunarefni hvernig á því stendur að eftir allar þessar afskriftir útgerðarinnar skuli aflaheimildirnar enn vera stærsta eign hennar í efnahagsreikningi – sem samkvæmt fyrstu grein fiskveiðilaganna er sameign þjóðarinnar. Ég er heldur ekki sammála þeirri túlkun þinni að vegna þess að núverandi handhafar aflaheimilda hafi tekið á sig miklar skerðingar undanfarin ár, þá beri þeim einnig að fá væntanlega aukningu. Þessi rök halda ekki vatni. Ekki hafa fyrirtæki í öðrum starfsgreinum tryggingu fyrir því að næst þegar uppsveifla verður í þeirra starfsgrein renni uppsveiflan til þeirra og aðeins þeirra. Rekstur útgerðafyrirtækja er áhættufjárfesting rétt eins og önnur atvinnustarfsemi, þar sem gera verður ráð fyrir að þær geti tapað öllu þegar illa árar. Þetta eiga ekki að vera verndaðir vinnustaðir. Ég er einnig ósammála því að kvótakerfið sé frábært kerfi eins og þú orðar það. Því til staðfestingar bendi ég á að árangurinn af 30 ára verndunar- og uppbyggingarstefnu Hafró er ekki meiri en svo að þorskaflinn á næsta fiskveiðiári verður innan við helming meðaltals áranna 1950 til 1975. Eða u.þ.b. jafn mikill og árið sem fyrri heimsstyrjöldin hófst… Allt er nú hægt að kalla árangur. Þá vil ég að lokum nefna að mér vitanlega hefur aðeins ein óháð vísindaleg úttekt verið gerð á sjálfbærni fiskveiða við Norður-Atlantshaf. Hana framkvæmdu kanadísku vísindamennirnir Ratana Chuenpagdee og Jackie Alde og var hún birt fyrir nokkrum árum í tímaritinu Sea Around US. Gerð var úttekt á sjálfbærni fiskveiða ellefu strandveiðiþjóða (Færeyja, Grænlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Bretlands, Þýskalands, Hollands, Bandaríkjanna, Íslands og Spánar). Í skýrslunni var lagt mat á útgefnar vísindaskýrslur, stofnstærðarmælingar og ástand fiskstofna. Þar eru Færeyingar í fyrsta sæti, síðan Norðmenn en við Íslendingar í góðum hópi ESB-ríkja þar fyrir neðan. Því kann ég afskaplega illa við þegar fullyrt er að við séum Norðmönnum fremri í sjávarútvegi þegar skýrslur sýna annað. Þrátt fyrir þá staðreynd að Færeyingar eru í raun með besta fiskveiðikerfi í heimi – en ekki við – þá sá „sáttanefndin“ ekki ástæðu til að ræða færeyska sóknardagakerfið sem þar ríkir sátt um. Sigurður Ingi, þú sem varst ekki í sáttanefndinni; það er spurning hvort þú ætlir að skoða þetta eitthvað eða gefa þig alfarið á vald sérhagsmuna- og klíkusamfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Sæll Sigurður Ingi. Ég hlustaði á þig í þættinum Á Sprengisandi síðastliðinn sunnudag þar sem þú ræddir um sjávarútveginn, stöðu hans og framtíð. Undirritaður, sem lengi hefur fylgst með sjávarútvegi af áhuga, vill gera nokkrar athugasemdir við það sem þar kom fram. Þú kvaðst harma að niðurstaða meirihluta í svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegi skyldi ekki ná fram að ganga og því hefði sögulegu tækifæri til sátta um sjávarútveginn verið klúðrað. Ég tel fráleitt að setja samasemmerki á milli sáttar í þessari endurskoðunarnefnd og þess að hillt hafi undir eins konar þjóðarsátt um sjávarútveginn. Því þú virðist algerlega líta fram hjá því hvernig sáttanefndin var valin; að þar hafi verið valdir einstaklingar sem barist hafa gegn öllum breytingum á kvótakerfinu og sumir hverjir haft það orð á sér að vera fulltrúar hins svokallaða sérhagsmuna- og klíkusamfélags. Þá vil ég nefna að aðalástæður þess að kvótakerfinu var komið á 1984 voru ekki þær að okkar aðalbol- og botnfiskstofnar hefðu verið að hruni komnir (enda flestir mun stærri þá en þeir eru í dag) heldur var útgerðin komin að fótum fram af allt öðrum ástæðum. Þær helstar að áratuginn þar á undan hafði togaraflotinn verið endurnýjaður – allur fyrir lánsfé. Nýsköpunartogararnir 56 sem keyptir höfðu verið fyrir Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna voru þá orðnir úreltir. Þá hafði óðaverðbólga einnig ríkt í mörg ár að ónefndum tveimur olíukreppum sem riðu yfir heiminn með stuttu millibili. Þá var afurðaverð af ýmsum ástæðum hlutfallslega lægra en það er í dag, auk þess sem útgerðinni var gert að greiða 49% tekjuskatt á þessum árum. Þá er ég heldur ekki sammála þeirri söguskýringu að núverandi handhafar aflaheimilda hafi flestir keypt þær og af þeim sökum verði þær ekki af þeim teknar. Því þegar „kaupin“ eru skoðuð kemur í ljós að stórútgerðin eignfærði og afskrifaði öll kvótakaup á árabilinu frá 1990 til 2003. Fyrstu fimm árin um 20%, þá um 15% og undir það síðasta um 10%. Kaupin voru dregin frá skatti og því hefur stórútgerðin í raun ekki greitt eina einustu raunkrónu fyrir kvótann. Þetta er áratugurinn eftir að framsalskerfið var sett á og flestar kvótatilfærslurnar og stærstu sameiningar fyrirtækja eiga sér stað. Þá er það umhugsunarefni hvernig á því stendur að eftir allar þessar afskriftir útgerðarinnar skuli aflaheimildirnar enn vera stærsta eign hennar í efnahagsreikningi – sem samkvæmt fyrstu grein fiskveiðilaganna er sameign þjóðarinnar. Ég er heldur ekki sammála þeirri túlkun þinni að vegna þess að núverandi handhafar aflaheimilda hafi tekið á sig miklar skerðingar undanfarin ár, þá beri þeim einnig að fá væntanlega aukningu. Þessi rök halda ekki vatni. Ekki hafa fyrirtæki í öðrum starfsgreinum tryggingu fyrir því að næst þegar uppsveifla verður í þeirra starfsgrein renni uppsveiflan til þeirra og aðeins þeirra. Rekstur útgerðafyrirtækja er áhættufjárfesting rétt eins og önnur atvinnustarfsemi, þar sem gera verður ráð fyrir að þær geti tapað öllu þegar illa árar. Þetta eiga ekki að vera verndaðir vinnustaðir. Ég er einnig ósammála því að kvótakerfið sé frábært kerfi eins og þú orðar það. Því til staðfestingar bendi ég á að árangurinn af 30 ára verndunar- og uppbyggingarstefnu Hafró er ekki meiri en svo að þorskaflinn á næsta fiskveiðiári verður innan við helming meðaltals áranna 1950 til 1975. Eða u.þ.b. jafn mikill og árið sem fyrri heimsstyrjöldin hófst… Allt er nú hægt að kalla árangur. Þá vil ég að lokum nefna að mér vitanlega hefur aðeins ein óháð vísindaleg úttekt verið gerð á sjálfbærni fiskveiða við Norður-Atlantshaf. Hana framkvæmdu kanadísku vísindamennirnir Ratana Chuenpagdee og Jackie Alde og var hún birt fyrir nokkrum árum í tímaritinu Sea Around US. Gerð var úttekt á sjálfbærni fiskveiða ellefu strandveiðiþjóða (Færeyja, Grænlands, Danmerkur, Noregs, Kanada, Bretlands, Þýskalands, Hollands, Bandaríkjanna, Íslands og Spánar). Í skýrslunni var lagt mat á útgefnar vísindaskýrslur, stofnstærðarmælingar og ástand fiskstofna. Þar eru Færeyingar í fyrsta sæti, síðan Norðmenn en við Íslendingar í góðum hópi ESB-ríkja þar fyrir neðan. Því kann ég afskaplega illa við þegar fullyrt er að við séum Norðmönnum fremri í sjávarútvegi þegar skýrslur sýna annað. Þrátt fyrir þá staðreynd að Færeyingar eru í raun með besta fiskveiðikerfi í heimi – en ekki við – þá sá „sáttanefndin“ ekki ástæðu til að ræða færeyska sóknardagakerfið sem þar ríkir sátt um. Sigurður Ingi, þú sem varst ekki í sáttanefndinni; það er spurning hvort þú ætlir að skoða þetta eitthvað eða gefa þig alfarið á vald sérhagsmuna- og klíkusamfélaginu.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun