Gott kvöld, Reykvíkingar Birgir Þórarinsson skrifar 14. júní 2013 08:44 „Hvernig stendur á því að svona margar frábærar hljómsveitir koma frá Íslandi?“ Þetta er oft fyrsta spurningin sem við í Gusgus fáum frá erlendu fjölmiðlafólki. Ég veit í raun ekki svarið, kenni oftast pönkinu um upptökin, svona til að segja eitthvað. En rétt er að m.v. mannfjölda er popptónlistargrasrótin á Íslandi einstök og erlendir sigrar hennar ótrúlegir. Er svo komið að þessi mikla tónlistargróska er eitt af þremur einkennum sem Ísland er hvað þekktast fyrir. Hin eru náttúrufegurð og bankahrun. Ferðaþjónusta á Íslandi skapar um 10.000 störf og gjaldeyristekjur nálægt 100 milljörðum. Um 40% ferðamanna sem heimsækja landið nefna að menning hafi skipt miklu máli við ákvörðun ferðarinnar. Ég ætla að leyfa mér að eigna íslenskri tónlistarútrás veglegan hluta þessarar áhugaverðu menningar. Allavega tala þeir tónleikagestir sem ég hitti erlendis um lítið annað en hversu spennandi Ísland sé og hvað þá langi til að koma í heimsókn.Orðlaus Þegar ég steig inn á Nasa í fyrsta skipti, fljótlega eftir að staðurinn opnaði, varð ég orðlaus. Hér var loksins kominn staður sem jafnaðist á við flottustu tónleikastaði af svipaðri stærðargráðu erlendis. Fram að því höfðu eingöngu litlar holur með pínulítil svið og enga lofthæð eða skemmur á iðnaðarsvæðum verið í boði til tónleikahalds. Nasa er fullkominn staður fyrir þær mörgu íslensku hljómsveitir sem fá 300 til 700 gesti á sína tónleika. Veigamikið hlutverk Staðsetningin í miðbænum er algjörlega nauðsynleg miðað við skemmtanamenningu Reykvíkinga. Hátt er til lofts, sem er skilyrði þess að hægt sé að koma upp þeim ljósabúnaði sem þarf eigi útkoman að vera alvöru. Sviðið er nógu stórt til að flestar hljómsveitir komist þægilega fyrir og sviðsframkoma listamanna getur notið sín. Innra skipulag staðarins er líka einstaklega hentugt og vistlegt. Að lokum er rekstrarleg yfirbygging í lágmarki þannig að hægt er að ákvarða miðaverð að fjárhag tónleikagesta en samt geta hljómsveitir vænst þess að fá laun fyrir sína vinnu sem ekki var algengt fyrir tíð Nasa. Í stuttu máli. Nasa er einstakur tónleikastaður. Aðrir sambærilegir tónleikastaðir eru engir hér í borg. Með tilkomu Nasa var settur nýr staðall í tónleikahaldi í Reykjavík. Hver hljómsveitin á fætur annarri hefur sett upp magnaðar sýningar með ágætis afkomu en áður var það að fara á tónleika líkara því að mæta í heimsókn niður í æfingahúsnæði. Óneitanlega spilaði Nasa veigamikið hlutverk í þeim mikla uppgangi íslensks tónlistarlífs sem mætti kalla íslenska tónlistarvorið á síðasta áratug. Mínus, Dikta, Singapore Sling, Apparat, Gusgus, Trabant, FM Belfast, Seabear, Sin Fang, Kimono, Retro Stefson, Amiina, Sign, Skálmöld, Hjaltalín og Hjálmar eru allt dæmi um hljómsveitir sem nærðust í þessu umhverfi og hafa borið hróður Íslands langt út fyrir landsteina. Það er mikilvægt að taka fram, í ljósi yfirlýsinga um annað, að rekstur staðarins gekk vel á þessum tíma. En svo kom hrunið. Tímabundinn samdráttur í tónleikahaldi og fjárhag tónleikagesta, ásamt því að húsaleiga staðarins var hækkuð upp úr öllu valdi (líklega vegna þess að eigandinn vildi starfsemina út), gerði reksturinn óarðbæran um tíma. Reykjavíkurborg neitaði allri aðstoð, „við höfum Hörpuna“ var sagt og því fór sem fór. Nasa hefur verið lokað og grasrótin send aftur í rottuholurnar.Sársaukafullt fyrir grasrótina Það gerðist akkúrat það með Hörpuna sem ég var hræddur um. Að hún myndi gleypa svo mikið fé frá ríki og borg að þar með þætti fjárstuðningur við tó nlistarlíf nægur. Harpan hentar vel fyrir klassíska tónlist, auk þess sem rólegir, sitjandi tónlistarviðburðir sem þola hátt miðaverð bera sig þar ágætlega. Stórar tónlistarhátíðir geta líka gengið upp og hún er kjörin undir heiðurstónleika fyrir virta tónlistarmenn sem eru að syngja sitt síðasta. En fyrir ströglandi grasrótina hentar hún engan veginn. Fjárhagslega gengur einfaldlega ekki upp að fara þangað inn, auk þess sem andinn og innri umgjörð í húsinu á meira skylt við flugstöð en notalegan tónleikastað. Það er látið eins og Harpan sé stórkostleg gjöf til tónlistarmanna en í raun er tónlistarsenunni nú ætlað að aðlaga sig að þörfum Hörpunnar og spila þar launalaust svo hægt sé að borga fyrir þá gífurlegu rekstrarlegu yfirbyggingu sem fylgir staðnum. Það er afskaplega sársaukafullt fyrir grasrótina að sjá hvern milljarðinn á fætur öðrum úr sameiginlegum sjóðum landsmanna renna í þetta risavaxna hús og að það sé í ofanálag notað sem réttlæting fyrir því að eina alvöru tónleikastaðnum okkar sé neitað um líf. Alltof oft líður mér eins og skipulagsyfirvöld haldi að þeirra helsta hlutverk sé að greiða götu fjármagnsafla með spennandi viðskiptahugmyndir. En það er ekki síður þeirra hlutverk að standa vörð um gróskumikið mannlíf og lifandi borg. Það eru verðmæti sem nýtast öllum en ekki bara fáum. Gróskufullt tónlistarlíf og heimili þess, Nasa, er eitt af þessum ómetanlegu verðmætum sem skipulagsyfirvöld eiga að standa vörð um. Ég vona að borgaryfirvöld snúi af ógæfuför sinni og finni leið til að bjarga þessu heimili svo íslenska tónlistarundrið megi áfram eiga sitt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Góðan daginn, Reykvíkingar 8. júní 2013 06:00 Elsku bestu Reykvíkingar Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. 12. júní 2013 08:52 Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
„Hvernig stendur á því að svona margar frábærar hljómsveitir koma frá Íslandi?“ Þetta er oft fyrsta spurningin sem við í Gusgus fáum frá erlendu fjölmiðlafólki. Ég veit í raun ekki svarið, kenni oftast pönkinu um upptökin, svona til að segja eitthvað. En rétt er að m.v. mannfjölda er popptónlistargrasrótin á Íslandi einstök og erlendir sigrar hennar ótrúlegir. Er svo komið að þessi mikla tónlistargróska er eitt af þremur einkennum sem Ísland er hvað þekktast fyrir. Hin eru náttúrufegurð og bankahrun. Ferðaþjónusta á Íslandi skapar um 10.000 störf og gjaldeyristekjur nálægt 100 milljörðum. Um 40% ferðamanna sem heimsækja landið nefna að menning hafi skipt miklu máli við ákvörðun ferðarinnar. Ég ætla að leyfa mér að eigna íslenskri tónlistarútrás veglegan hluta þessarar áhugaverðu menningar. Allavega tala þeir tónleikagestir sem ég hitti erlendis um lítið annað en hversu spennandi Ísland sé og hvað þá langi til að koma í heimsókn.Orðlaus Þegar ég steig inn á Nasa í fyrsta skipti, fljótlega eftir að staðurinn opnaði, varð ég orðlaus. Hér var loksins kominn staður sem jafnaðist á við flottustu tónleikastaði af svipaðri stærðargráðu erlendis. Fram að því höfðu eingöngu litlar holur með pínulítil svið og enga lofthæð eða skemmur á iðnaðarsvæðum verið í boði til tónleikahalds. Nasa er fullkominn staður fyrir þær mörgu íslensku hljómsveitir sem fá 300 til 700 gesti á sína tónleika. Veigamikið hlutverk Staðsetningin í miðbænum er algjörlega nauðsynleg miðað við skemmtanamenningu Reykvíkinga. Hátt er til lofts, sem er skilyrði þess að hægt sé að koma upp þeim ljósabúnaði sem þarf eigi útkoman að vera alvöru. Sviðið er nógu stórt til að flestar hljómsveitir komist þægilega fyrir og sviðsframkoma listamanna getur notið sín. Innra skipulag staðarins er líka einstaklega hentugt og vistlegt. Að lokum er rekstrarleg yfirbygging í lágmarki þannig að hægt er að ákvarða miðaverð að fjárhag tónleikagesta en samt geta hljómsveitir vænst þess að fá laun fyrir sína vinnu sem ekki var algengt fyrir tíð Nasa. Í stuttu máli. Nasa er einstakur tónleikastaður. Aðrir sambærilegir tónleikastaðir eru engir hér í borg. Með tilkomu Nasa var settur nýr staðall í tónleikahaldi í Reykjavík. Hver hljómsveitin á fætur annarri hefur sett upp magnaðar sýningar með ágætis afkomu en áður var það að fara á tónleika líkara því að mæta í heimsókn niður í æfingahúsnæði. Óneitanlega spilaði Nasa veigamikið hlutverk í þeim mikla uppgangi íslensks tónlistarlífs sem mætti kalla íslenska tónlistarvorið á síðasta áratug. Mínus, Dikta, Singapore Sling, Apparat, Gusgus, Trabant, FM Belfast, Seabear, Sin Fang, Kimono, Retro Stefson, Amiina, Sign, Skálmöld, Hjaltalín og Hjálmar eru allt dæmi um hljómsveitir sem nærðust í þessu umhverfi og hafa borið hróður Íslands langt út fyrir landsteina. Það er mikilvægt að taka fram, í ljósi yfirlýsinga um annað, að rekstur staðarins gekk vel á þessum tíma. En svo kom hrunið. Tímabundinn samdráttur í tónleikahaldi og fjárhag tónleikagesta, ásamt því að húsaleiga staðarins var hækkuð upp úr öllu valdi (líklega vegna þess að eigandinn vildi starfsemina út), gerði reksturinn óarðbæran um tíma. Reykjavíkurborg neitaði allri aðstoð, „við höfum Hörpuna“ var sagt og því fór sem fór. Nasa hefur verið lokað og grasrótin send aftur í rottuholurnar.Sársaukafullt fyrir grasrótina Það gerðist akkúrat það með Hörpuna sem ég var hræddur um. Að hún myndi gleypa svo mikið fé frá ríki og borg að þar með þætti fjárstuðningur við tó nlistarlíf nægur. Harpan hentar vel fyrir klassíska tónlist, auk þess sem rólegir, sitjandi tónlistarviðburðir sem þola hátt miðaverð bera sig þar ágætlega. Stórar tónlistarhátíðir geta líka gengið upp og hún er kjörin undir heiðurstónleika fyrir virta tónlistarmenn sem eru að syngja sitt síðasta. En fyrir ströglandi grasrótina hentar hún engan veginn. Fjárhagslega gengur einfaldlega ekki upp að fara þangað inn, auk þess sem andinn og innri umgjörð í húsinu á meira skylt við flugstöð en notalegan tónleikastað. Það er látið eins og Harpan sé stórkostleg gjöf til tónlistarmanna en í raun er tónlistarsenunni nú ætlað að aðlaga sig að þörfum Hörpunnar og spila þar launalaust svo hægt sé að borga fyrir þá gífurlegu rekstrarlegu yfirbyggingu sem fylgir staðnum. Það er afskaplega sársaukafullt fyrir grasrótina að sjá hvern milljarðinn á fætur öðrum úr sameiginlegum sjóðum landsmanna renna í þetta risavaxna hús og að það sé í ofanálag notað sem réttlæting fyrir því að eina alvöru tónleikastaðnum okkar sé neitað um líf. Alltof oft líður mér eins og skipulagsyfirvöld haldi að þeirra helsta hlutverk sé að greiða götu fjármagnsafla með spennandi viðskiptahugmyndir. En það er ekki síður þeirra hlutverk að standa vörð um gróskumikið mannlíf og lifandi borg. Það eru verðmæti sem nýtast öllum en ekki bara fáum. Gróskufullt tónlistarlíf og heimili þess, Nasa, er eitt af þessum ómetanlegu verðmætum sem skipulagsyfirvöld eiga að standa vörð um. Ég vona að borgaryfirvöld snúi af ógæfuför sinni og finni leið til að bjarga þessu heimili svo íslenska tónlistarundrið megi áfram eiga sitt líf.
Elsku bestu Reykvíkingar Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. 12. júní 2013 08:52
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar