Gripu ekki tækifærið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2013 06:30 Strákarnir okkar voru flestir hverjir langt frá sínu besta í Minsk í gær. Vonandi sýna þeir sitt besta í lokaleiknum gegn Rúmeníu og kveðja Ólaf Stefánsson með sæmd. Fréttablaðið/Vilhelm Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, segir of marga leikmenn hafa spilað undir getu í sex marka tapi gegn Hvít-Rússum ytra í gær. Sóknarleikinn þarf að bæta fyrir leikinn gegn Rúmeníu. Íslenska karlalandsliðið sá ekki til sólar í 29-23 tapi gegn Hvíta-Rússlandi ytra í gær. Leikurinn var sá næstsíðasti í undankeppni fyrir Evrópumótið í Danmörku í ársbyrjun 2014. Strákarnir okkar héldu í við heimamenn fram í miðjan fyrri hálfleikinn. Í stöðunni 6-6 skildi leiðir. „Við vissum svo sem fyrir fram að þetta gæti orðið gríðarlega erfiður leikur. Það vantar marga lykilmenn og margir óreyndir leikmenn sem komu í þeirra stað,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann segir leikmenn liðsins hafa gert sig seka um of mörg mistök í sóknarleiknum í fyrri hálfleiknum. „Við klúðruðum sendingu og tókum rangar ákvarðanir,“ segir Aron. Skynsemi hafi skort þegar munurinn var tvö til þrjú mörk. Þá fóru of mörg góð færi forgörðum. „Fyrir vikið misstum við þá of langt fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks.“Standa betur innbyrðis Fyrir leikinn var vitað að sama hver úrslitin í leiknum yrðu væri sæti Íslands á EM tryggt. Þess utan dygði liðinu sigur í lokaleiknum gegn Rúmeníu á sunnudaginn til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðinu dugar nú jafntefli þar sem liðið stendur betur að vígi gegn Hvíta-Rússlandi eftir átta marka sigur í leiknum á Íslandi. Aron segist hafa verið meðvitaður um það snemma í síðari hálfleiknum að leikurinn væri tapaður. Mestu máli skipti að tapa með minna en átta marka mun. „Við tókum leikhlé í byrjun síðari hálfleiks þegar við vorum lentir tíu mörkum undir. Þá lögðu við áherslu á að standa betur í innbyrðis leikjunum,“ segir Aron. Hann segist hafa verið ánægður með spilamennsku liðsins síðasta stundarfjórðunginn. „Þá gerðum við töluvert af breytingum sem mér fannst skila sér vel. Bjarki Már (Gunnarsson) kom sterkur inn í varnarleikinn og Ernir (Hrafn Arnarson) fyrir utan hægra megin,“ segir Aron. Með tilkomu Ólafs Gústafssonar í stöðu vinstri skyttu, Arnórs Atlasonar á miðjunni og Atla Ævars Ingólfssonar á línuna hafi komið betra flæði í sóknarleikinn. Það hafi vantað fram að því sem hafi orðið til þess að íslensku strákarnir reyndu erfið skot.Gripu ekki tækifærið Aron segir of marga leikmenn íslenska liðsins hafa spilað undir getu í leiknum. „Það eru of margir sem eiga inni. Sérstaklega menn sem fengu stærra hlutverk en áður hjá liðinu. Maður vill sjá menn grípa tækifærið og standa sig.“ Daníel Freyr Andrésson og Ólafur Stefánsson koma til móts við hópinn fyrir leikinn gegn Rúmeníu. Leikurinn verður kveðjuleikur Ólafs með landsliðinu en nauðsynlegt er að ná góðum úrslitum til að verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppnina í Danmörku. „Ólafur er í toppformi og styrkir auðvitað liðið. Ég veit að hann og allir leikmenn liðsins vilja leggja sig 100 prósent fram til að fá góðan kveðjuleik og einnig góðan síðasta leik fyrir sumarfríð.“ Handbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, segir of marga leikmenn hafa spilað undir getu í sex marka tapi gegn Hvít-Rússum ytra í gær. Sóknarleikinn þarf að bæta fyrir leikinn gegn Rúmeníu. Íslenska karlalandsliðið sá ekki til sólar í 29-23 tapi gegn Hvíta-Rússlandi ytra í gær. Leikurinn var sá næstsíðasti í undankeppni fyrir Evrópumótið í Danmörku í ársbyrjun 2014. Strákarnir okkar héldu í við heimamenn fram í miðjan fyrri hálfleikinn. Í stöðunni 6-6 skildi leiðir. „Við vissum svo sem fyrir fram að þetta gæti orðið gríðarlega erfiður leikur. Það vantar marga lykilmenn og margir óreyndir leikmenn sem komu í þeirra stað,“ segir landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann segir leikmenn liðsins hafa gert sig seka um of mörg mistök í sóknarleiknum í fyrri hálfleiknum. „Við klúðruðum sendingu og tókum rangar ákvarðanir,“ segir Aron. Skynsemi hafi skort þegar munurinn var tvö til þrjú mörk. Þá fóru of mörg góð færi forgörðum. „Fyrir vikið misstum við þá of langt fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks.“Standa betur innbyrðis Fyrir leikinn var vitað að sama hver úrslitin í leiknum yrðu væri sæti Íslands á EM tryggt. Þess utan dygði liðinu sigur í lokaleiknum gegn Rúmeníu á sunnudaginn til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðinu dugar nú jafntefli þar sem liðið stendur betur að vígi gegn Hvíta-Rússlandi eftir átta marka sigur í leiknum á Íslandi. Aron segist hafa verið meðvitaður um það snemma í síðari hálfleiknum að leikurinn væri tapaður. Mestu máli skipti að tapa með minna en átta marka mun. „Við tókum leikhlé í byrjun síðari hálfleiks þegar við vorum lentir tíu mörkum undir. Þá lögðu við áherslu á að standa betur í innbyrðis leikjunum,“ segir Aron. Hann segist hafa verið ánægður með spilamennsku liðsins síðasta stundarfjórðunginn. „Þá gerðum við töluvert af breytingum sem mér fannst skila sér vel. Bjarki Már (Gunnarsson) kom sterkur inn í varnarleikinn og Ernir (Hrafn Arnarson) fyrir utan hægra megin,“ segir Aron. Með tilkomu Ólafs Gústafssonar í stöðu vinstri skyttu, Arnórs Atlasonar á miðjunni og Atla Ævars Ingólfssonar á línuna hafi komið betra flæði í sóknarleikinn. Það hafi vantað fram að því sem hafi orðið til þess að íslensku strákarnir reyndu erfið skot.Gripu ekki tækifærið Aron segir of marga leikmenn íslenska liðsins hafa spilað undir getu í leiknum. „Það eru of margir sem eiga inni. Sérstaklega menn sem fengu stærra hlutverk en áður hjá liðinu. Maður vill sjá menn grípa tækifærið og standa sig.“ Daníel Freyr Andrésson og Ólafur Stefánsson koma til móts við hópinn fyrir leikinn gegn Rúmeníu. Leikurinn verður kveðjuleikur Ólafs með landsliðinu en nauðsynlegt er að ná góðum úrslitum til að verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppnina í Danmörku. „Ólafur er í toppformi og styrkir auðvitað liðið. Ég veit að hann og allir leikmenn liðsins vilja leggja sig 100 prósent fram til að fá góðan kveðjuleik og einnig góðan síðasta leik fyrir sumarfríð.“
Handbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira