Græna byltingin að hefjast á hafinu Þorgils Jónsson skrifar 12. júní 2013 07:30 Hús Sjávarklasans Áratugareynsla Íslendinga af fiskveiðum og bátaútgerð, auk nýstárlegra og frumlegra lausna í þróun tækja og búnaðar, gæti verið lykillinn að nýrri markaðssókn íslenskra tæknifyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi. Nýtt verkefni Íslenska sjávarklasans sem kallast „Græna fiskiskipið“ miðar að því að setja saman, í samstarfi við íslenskar útgerðir, eins konar tilraunaskip í kynningarskyni fyrir íslenska umhverfisvæna tækni. Græna fiskiskipið, með sparneytnari vélum og markvissari veiðafærum, er talið geta markað upphaf nýrra tíma og bæði eflt ímynd Íslands sem leiðandi þjóðar í sjávarútvegi og skapað mörg dýrmæt störf hér á landi.MilljarðahagsmunirÍslenski fiskiskipaflotinn er árlega knúinn áfram með um 160.000 tonnum af olíu (miðað við árið 2011), sem er um fjórðungur af heildarolíunotkun Íslendinga, og nemur um tuttugu milljörðum króna á ári. Öll framþróun að því marki að auka orkunýtingu flotans er því beintengd gríðarlegum hagsmunum, ekki bara fyrir útgerðirnar heldur fyrir þjóðarbúið í heild sinni. Samkvæmt úttekt sjávarklasans, sem byggir á upplýsingum frá tæknifyrirtækjunum sjálfum og tilraunum sem gerðar hafa verið með búnað þeirra og hönnun, má áætla að hægt sé að spara að minnsta kosti fimmtung af olíukostnaði, eða um fjóra milljarða króna.Blómlegur tækniiðnaðurÍ greinargerð sem sjávarklasinn hefur tekið saman um Græna fiskiskipið segir að tæknilausnir sem þróaðar hafa verið hér á landi hafi oftar en ekki farið hljótt, enda séu mörg fyrirtækjanna sem um ræðir enn þá lítil. Meðal þess sem þegar liggur þó fyrir er hönnun á skipum sem skila miklum togkrafti miðað við orkunotkun, aflstýrikerfi sem dregur úr olíunotkun, stýranlegir toghlerar sem miða að því að vernda lífríki hafsbotnsins, rafknúnar togvindur og allt niður í umhverfisvæn hreinsiefni. Auk þess býður nýleg tækni upp á frekari fullvinnslu afurða og íslensk kælifyrirtæki hafa náð árangri í því að auka gæði og orkunýtingu. Tæknifyrirtæki í sjávarklasanum eru 70 talsins. Velta þeirra á síðasta ári var 66 milljarðar króna, sem er aukning upp á 16% frá árinu á undan. Marel og Hampiðjan eru stærstu tæknifyrirtækin í sjávarklasanum, en velta þeirra nemur um 58% af heildarveltu geirans að því er fram kemur í nýrri úttekt.Byggt verði tilraunaskipGræna fiskiskipið er hugsað sem næsta skrefið í því að þróa og sannreyna búnað frá íslenskum fyrirtækjum, en að því er höfundar greinargerðarinnar segja þarf að koma til frekari fjárfesting. Íslenskar útgerðir hafi sýnt nýsköpun í geiranum áhuga en raunverulegar fjárfestingar hafi verið litlar „vegna óhagstæðs skattaumhverfis og neikvæðrar umræðu“, eins og þar segir. Græna fiskskipið verði eins konar tilraunaskip til að prufukeyra nýjan búnað. Mælst er til þess að útgerðir taki sig saman um að ein útgerð framkvæmi umræddar breytingar á einu skipi og starfræki Græna fiskiskipið. Um verður að ræða gríðarmikla fjárfestingu og því mikilvægt að beita klasaaðferðarfræði þar sem margir koma að. Tæknifyrirtæki veiti þá afslátt af vinnu, útgerðir dreifi áhættu af rekstri skipsins og rannsóknarsjóðir og stjórnvöld komi einnig að verkefninu. Ef og þegar Græna fiskiskipið kemst á rekspöl sé hægt að hefja markaðsátak fyrir íslenska hönnun á grænu fiskiskipi erlendis, í samstarfi við Íslandsstofu.Horft til hagkvæmninnarGunnar Ellert Geirsson, sem fer fyrir hópi tæknifyrirtækja í sjávarklasanum, segir í samtali við Markaðinn að vinnan að baki þessu verkefni hafi staðið um nokkra hríð. „Menn hafa mikið verið að horfa í hagkvæmnina síðustu ár. Að skipin eyði minni olíu og að allir þessir hlutir, veiðarfæri, vélar, skrúfur og fleira, séu settir rétt saman til að skila sem mestri hagkvæmni í rekstri,“ segir Gunnar. „Lengi vel var hugsunin sú að eftir því sem þú varst með stærri og öflugri skip, hengdir þú bara stærri og þyngri veiðarfæri aftan í, óháð því hvort það skilaði sér í meiri afla eða verðmætari afla. En það hefur verið mikil hugarfarsbreyting síðustu ár og menn eru að átta sig á því að það borgi sig kannski frekar að hafa minni vélar í skipunum og stærri skrúfur og hafa veiðarfærin léttari og láta þau virka betur í sjónum. Þannig má nýta orkuna betur og sjá til þess að það sem brennt er fari í það að knýja skipið áfram.“Útgerðirnar hafa tiltrúnaGunnar segir að engin ný vísindi felist í þessari hugsun. Íslendingar verði þó að horfa á heildarsamsetninguna þegar skip eru sett upp. Tæknifyrirtækin í Sjávarklasanum séu að horfa til þess að íslenskir hönnuðir, og þekkingin sem er til staðar á Íslandi, fái að njóta sín í þeirri endurnýjun á flotanum sem þau telja vera óumflýjanlega, enda sé meðalaldur stærri skipa hér á landi um 33 ár, miklu hærri en í flestum nágrannalöndunum. Mikil tækifæri eru til staðar, þrátt fyrir að smíði skipsins sjálfs og stálvinna fari fram erlendis, því að kostnaður við búnað og uppsetningu er um 80% af heildarbyggingarkostnaði skipa.Lykilatriðið til að koma Græna fiskiskipinu á rekspöl er þó að fá útgerðirnar til að taka þátt og fjárfesta í verkefninu, en til þess er leikurinn auðvitað gerður.„Í tæp þrjú ár höfum við verið að kynna þetta verkefni fyrir öllum útgerðum í landinu og svarið er næstum alltaf það sama; menn sjá ekki fram á að geta fjárfest fyrir milljarða í skipi, en ég vona að það fari að breytast núna. Þörfin er til staðar og það skortir ekkert á tiltrú útgerðanna á tækniþekkingu innanlands, en framhaldið snýst um hvort útgerðirnar hafi svigrúm til að fjárfesta eða ekki.“Hvað er sjávarklasinn? Íslenski sjávarklasinn er samstarfsvettvangur íslenskra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi og hefur það að markmiði að auka virði þeirra fyrirtækja sem starfa í klasanum. Íslenski sjávarklasinn varð til sem rannsóknarverkefni við viðskiptafræðideild HÍ árið 2010. Fyrirtækið var svo stofnað árið 2011 á grundvelli svokallaðrar klasafræði. Samstarfsfyrirtæki Sjávarklasans eru nú á fimmta tug. Sjávarklasinn er einnig samstarfsvettvangur þar sem reglulega eru haldnir fundir og vinnustofur hagsmunahópa innan sjávarklasans þar sem leitast er við að knýja fram hugmyndir og efla traust. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Áratugareynsla Íslendinga af fiskveiðum og bátaútgerð, auk nýstárlegra og frumlegra lausna í þróun tækja og búnaðar, gæti verið lykillinn að nýrri markaðssókn íslenskra tæknifyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi. Nýtt verkefni Íslenska sjávarklasans sem kallast „Græna fiskiskipið“ miðar að því að setja saman, í samstarfi við íslenskar útgerðir, eins konar tilraunaskip í kynningarskyni fyrir íslenska umhverfisvæna tækni. Græna fiskiskipið, með sparneytnari vélum og markvissari veiðafærum, er talið geta markað upphaf nýrra tíma og bæði eflt ímynd Íslands sem leiðandi þjóðar í sjávarútvegi og skapað mörg dýrmæt störf hér á landi.MilljarðahagsmunirÍslenski fiskiskipaflotinn er árlega knúinn áfram með um 160.000 tonnum af olíu (miðað við árið 2011), sem er um fjórðungur af heildarolíunotkun Íslendinga, og nemur um tuttugu milljörðum króna á ári. Öll framþróun að því marki að auka orkunýtingu flotans er því beintengd gríðarlegum hagsmunum, ekki bara fyrir útgerðirnar heldur fyrir þjóðarbúið í heild sinni. Samkvæmt úttekt sjávarklasans, sem byggir á upplýsingum frá tæknifyrirtækjunum sjálfum og tilraunum sem gerðar hafa verið með búnað þeirra og hönnun, má áætla að hægt sé að spara að minnsta kosti fimmtung af olíukostnaði, eða um fjóra milljarða króna.Blómlegur tækniiðnaðurÍ greinargerð sem sjávarklasinn hefur tekið saman um Græna fiskiskipið segir að tæknilausnir sem þróaðar hafa verið hér á landi hafi oftar en ekki farið hljótt, enda séu mörg fyrirtækjanna sem um ræðir enn þá lítil. Meðal þess sem þegar liggur þó fyrir er hönnun á skipum sem skila miklum togkrafti miðað við orkunotkun, aflstýrikerfi sem dregur úr olíunotkun, stýranlegir toghlerar sem miða að því að vernda lífríki hafsbotnsins, rafknúnar togvindur og allt niður í umhverfisvæn hreinsiefni. Auk þess býður nýleg tækni upp á frekari fullvinnslu afurða og íslensk kælifyrirtæki hafa náð árangri í því að auka gæði og orkunýtingu. Tæknifyrirtæki í sjávarklasanum eru 70 talsins. Velta þeirra á síðasta ári var 66 milljarðar króna, sem er aukning upp á 16% frá árinu á undan. Marel og Hampiðjan eru stærstu tæknifyrirtækin í sjávarklasanum, en velta þeirra nemur um 58% af heildarveltu geirans að því er fram kemur í nýrri úttekt.Byggt verði tilraunaskipGræna fiskiskipið er hugsað sem næsta skrefið í því að þróa og sannreyna búnað frá íslenskum fyrirtækjum, en að því er höfundar greinargerðarinnar segja þarf að koma til frekari fjárfesting. Íslenskar útgerðir hafi sýnt nýsköpun í geiranum áhuga en raunverulegar fjárfestingar hafi verið litlar „vegna óhagstæðs skattaumhverfis og neikvæðrar umræðu“, eins og þar segir. Græna fiskskipið verði eins konar tilraunaskip til að prufukeyra nýjan búnað. Mælst er til þess að útgerðir taki sig saman um að ein útgerð framkvæmi umræddar breytingar á einu skipi og starfræki Græna fiskiskipið. Um verður að ræða gríðarmikla fjárfestingu og því mikilvægt að beita klasaaðferðarfræði þar sem margir koma að. Tæknifyrirtæki veiti þá afslátt af vinnu, útgerðir dreifi áhættu af rekstri skipsins og rannsóknarsjóðir og stjórnvöld komi einnig að verkefninu. Ef og þegar Græna fiskiskipið kemst á rekspöl sé hægt að hefja markaðsátak fyrir íslenska hönnun á grænu fiskiskipi erlendis, í samstarfi við Íslandsstofu.Horft til hagkvæmninnarGunnar Ellert Geirsson, sem fer fyrir hópi tæknifyrirtækja í sjávarklasanum, segir í samtali við Markaðinn að vinnan að baki þessu verkefni hafi staðið um nokkra hríð. „Menn hafa mikið verið að horfa í hagkvæmnina síðustu ár. Að skipin eyði minni olíu og að allir þessir hlutir, veiðarfæri, vélar, skrúfur og fleira, séu settir rétt saman til að skila sem mestri hagkvæmni í rekstri,“ segir Gunnar. „Lengi vel var hugsunin sú að eftir því sem þú varst með stærri og öflugri skip, hengdir þú bara stærri og þyngri veiðarfæri aftan í, óháð því hvort það skilaði sér í meiri afla eða verðmætari afla. En það hefur verið mikil hugarfarsbreyting síðustu ár og menn eru að átta sig á því að það borgi sig kannski frekar að hafa minni vélar í skipunum og stærri skrúfur og hafa veiðarfærin léttari og láta þau virka betur í sjónum. Þannig má nýta orkuna betur og sjá til þess að það sem brennt er fari í það að knýja skipið áfram.“Útgerðirnar hafa tiltrúnaGunnar segir að engin ný vísindi felist í þessari hugsun. Íslendingar verði þó að horfa á heildarsamsetninguna þegar skip eru sett upp. Tæknifyrirtækin í Sjávarklasanum séu að horfa til þess að íslenskir hönnuðir, og þekkingin sem er til staðar á Íslandi, fái að njóta sín í þeirri endurnýjun á flotanum sem þau telja vera óumflýjanlega, enda sé meðalaldur stærri skipa hér á landi um 33 ár, miklu hærri en í flestum nágrannalöndunum. Mikil tækifæri eru til staðar, þrátt fyrir að smíði skipsins sjálfs og stálvinna fari fram erlendis, því að kostnaður við búnað og uppsetningu er um 80% af heildarbyggingarkostnaði skipa.Lykilatriðið til að koma Græna fiskiskipinu á rekspöl er þó að fá útgerðirnar til að taka þátt og fjárfesta í verkefninu, en til þess er leikurinn auðvitað gerður.„Í tæp þrjú ár höfum við verið að kynna þetta verkefni fyrir öllum útgerðum í landinu og svarið er næstum alltaf það sama; menn sjá ekki fram á að geta fjárfest fyrir milljarða í skipi, en ég vona að það fari að breytast núna. Þörfin er til staðar og það skortir ekkert á tiltrú útgerðanna á tækniþekkingu innanlands, en framhaldið snýst um hvort útgerðirnar hafi svigrúm til að fjárfesta eða ekki.“Hvað er sjávarklasinn? Íslenski sjávarklasinn er samstarfsvettvangur íslenskra fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi og hefur það að markmiði að auka virði þeirra fyrirtækja sem starfa í klasanum. Íslenski sjávarklasinn varð til sem rannsóknarverkefni við viðskiptafræðideild HÍ árið 2010. Fyrirtækið var svo stofnað árið 2011 á grundvelli svokallaðrar klasafræði. Samstarfsfyrirtæki Sjávarklasans eru nú á fimmta tug. Sjávarklasinn er einnig samstarfsvettvangur þar sem reglulega eru haldnir fundir og vinnustofur hagsmunahópa innan sjávarklasans þar sem leitast er við að knýja fram hugmyndir og efla traust.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent