Samningslaus en ekki á leiðinni heim Stefán Árni Pálsson skrifar 8. júní 2013 06:00 Fannar vill vera áfram erlendis en óljóst er hvað tekur við hjá honum í sumar. fréttablaðið/vilhelm Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Wetzlar í Þýskalandi, mun ekki leika með liðinu á næsta tímabili en ástæðan fyrir því er að forráðamenn félagsins sviku loforð um nýjan samning. Fannar Þór hafði gert munnlegan samning við félagið í apríl en fyrir tveimur vikum var honum tilkynnt að sá samningur stæði honum ekki lengur til boða. Fannar Þór hefur verið síðustu fjögur ár í Þýskalandi. Fyrstu þrjú árin var hann á mála hjá 2. deildarliðinu Emsdetten en á þessu tímabili fékk hann tækifærið í þýsku 1. deildinni hjá Wetzlar. Fannar hefur staðið sig vel á tímabilinu og skoraði til að mynda fimm mörk fyrir liðið gegn Kiel í síðustu umferð. „Ég var með tilbúinn samning í byrjun apríl og þetta leit mjög vel út,“ segir Fannar Þór Friðgeirsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég vildi fá að skrifa undir samninginn strax en forráðamenn félagsins náðu að tefja það mál með alls kyns afsökunum. Það hefði verið mun þægilegra að fá bara strax skýr svör frá liðinu í mars, en þeir kusu að fara þessa leið. Ég hef líklega aldrei verið jafn reiður við nokkurn mann þegar mér var tilkynnt þetta af stjórnendum félagsins. Það er ekki boðlegt að þurfa allt í einu að fara huga að því að flytja og finna sér nýja vinnu tveimur vikum áður en mótinu lýkur.“ Kári Kristján Kristjánsson var rekinn frá félaginu fyrr á þessu ári fyrir að taka þátt í landsliðsverkefni. Kári var nýbúinn að jafna sig vegna meiðsla og félagið vildi meina að hann hefði ekki fengið leyfi til að leika með landsliðinu. Í ljósi þess er ekki skrýtið að menn spyrji sig hvort það mál hafi haft áhrif á stöðu Fannars. „Ég held að það komi málinu ekkert við að ég sé frá Íslandi en þessi menn eru bara algjör skítseiði í viðskiptum og ég fékk að kenna á því. Það eru fleiri leikmenn en ég og Kári sem eru óánægðir með hvernig þessi klúbbur starfar. Aðrir leikmenn liðsins hafa kannski ekki lent svona illa í þeim eins og við félagarnir. Forráðamenn Wetzlar eiga samt sem áður í útistöðum við nokkra aðra leikmenn.“ Fannar Þór verður, ef ekkert breytist, bráðum atvinnulaus. „Ég er að skoða tilboð frá nokkrum liðum núna en það er eitthvað sem ég get ekki farið nánar út í.“ Eins og áður kom fram lék Fannar með Emsdetten í þýsku 2. deildinni. „Ég er núna aðallega að líta til liða í 2. deildinni. Það er fínn stökkpallur fyrir leikmenn til að sýna sig, eða eiga jafnvel möguleika á því að fara upp í efstu deild.“ Fannar er uppalinn hjá Val þar sem hann lék í mörg ár. Ólafur Stefánsson, nýráðinn þjálfari Vals, hefur fengið marga leikmenn til liðsins að undanförnu og líklegt að fleiri komi til liðsins fyrir upphaf mótsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var Snorri Steinn Guðjónsson nálægt því að ganga til liðs við Valsmenn. En hefur Fannar rætt við sitt uppeldisfélag? „Ég hef ekki enn fengið símtal frá Ólafi Stefánssyni, en ég býst heldur ekki við því að ég sé á leiðinni heim. Það eru frábærir hlutir aftur á móti að gerast hjá Val og spennandi tímar fram undan á Hlíðarenda.“ Handbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Wetzlar í Þýskalandi, mun ekki leika með liðinu á næsta tímabili en ástæðan fyrir því er að forráðamenn félagsins sviku loforð um nýjan samning. Fannar Þór hafði gert munnlegan samning við félagið í apríl en fyrir tveimur vikum var honum tilkynnt að sá samningur stæði honum ekki lengur til boða. Fannar Þór hefur verið síðustu fjögur ár í Þýskalandi. Fyrstu þrjú árin var hann á mála hjá 2. deildarliðinu Emsdetten en á þessu tímabili fékk hann tækifærið í þýsku 1. deildinni hjá Wetzlar. Fannar hefur staðið sig vel á tímabilinu og skoraði til að mynda fimm mörk fyrir liðið gegn Kiel í síðustu umferð. „Ég var með tilbúinn samning í byrjun apríl og þetta leit mjög vel út,“ segir Fannar Þór Friðgeirsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég vildi fá að skrifa undir samninginn strax en forráðamenn félagsins náðu að tefja það mál með alls kyns afsökunum. Það hefði verið mun þægilegra að fá bara strax skýr svör frá liðinu í mars, en þeir kusu að fara þessa leið. Ég hef líklega aldrei verið jafn reiður við nokkurn mann þegar mér var tilkynnt þetta af stjórnendum félagsins. Það er ekki boðlegt að þurfa allt í einu að fara huga að því að flytja og finna sér nýja vinnu tveimur vikum áður en mótinu lýkur.“ Kári Kristján Kristjánsson var rekinn frá félaginu fyrr á þessu ári fyrir að taka þátt í landsliðsverkefni. Kári var nýbúinn að jafna sig vegna meiðsla og félagið vildi meina að hann hefði ekki fengið leyfi til að leika með landsliðinu. Í ljósi þess er ekki skrýtið að menn spyrji sig hvort það mál hafi haft áhrif á stöðu Fannars. „Ég held að það komi málinu ekkert við að ég sé frá Íslandi en þessi menn eru bara algjör skítseiði í viðskiptum og ég fékk að kenna á því. Það eru fleiri leikmenn en ég og Kári sem eru óánægðir með hvernig þessi klúbbur starfar. Aðrir leikmenn liðsins hafa kannski ekki lent svona illa í þeim eins og við félagarnir. Forráðamenn Wetzlar eiga samt sem áður í útistöðum við nokkra aðra leikmenn.“ Fannar Þór verður, ef ekkert breytist, bráðum atvinnulaus. „Ég er að skoða tilboð frá nokkrum liðum núna en það er eitthvað sem ég get ekki farið nánar út í.“ Eins og áður kom fram lék Fannar með Emsdetten í þýsku 2. deildinni. „Ég er núna aðallega að líta til liða í 2. deildinni. Það er fínn stökkpallur fyrir leikmenn til að sýna sig, eða eiga jafnvel möguleika á því að fara upp í efstu deild.“ Fannar er uppalinn hjá Val þar sem hann lék í mörg ár. Ólafur Stefánsson, nýráðinn þjálfari Vals, hefur fengið marga leikmenn til liðsins að undanförnu og líklegt að fleiri komi til liðsins fyrir upphaf mótsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var Snorri Steinn Guðjónsson nálægt því að ganga til liðs við Valsmenn. En hefur Fannar rætt við sitt uppeldisfélag? „Ég hef ekki enn fengið símtal frá Ólafi Stefánssyni, en ég býst heldur ekki við því að ég sé á leiðinni heim. Það eru frábærir hlutir aftur á móti að gerast hjá Val og spennandi tímar fram undan á Hlíðarenda.“
Handbolti Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira