Tuða aðeins á íslensku við dómarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2013 09:30 Þórir vonast til að fá tækifæri með Kielce gegn Barcelona í dag. Fréttablaðið/Anton Þórir Ólafsson og félagar hans í pólska liðinu Kielce hafa komið sterkir inn í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið. Liðið er eitt fjögurra sem keppir í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Köln en liðið mætir Barcelona í undanúrslitum í dag. „Það er mikil stemning í bænum heima og allir hafa verið að bíða eftir þessari helgi,“ sagði Þórir sem varð tvöfaldur meistari með Kielce í vor en liðið sópaði erkifjendunum Wisla Plock, 3-0, í lokaúrslitum úrslitakeppninnar í pólsku deildinni. „Þetta voru samt ekki auðveldir leikir og við vildum því einbeita okkur að þeim áður en við byrjuðum að hugsa um Meistaradeildina,“ bætir Þórir við. Hann fékk þó lítið að spila í úrslitarimmunni þar sem Króatinn Ivan Cupic er kominn aftur af stað eftir erfið meiðsli. „Ég fékk ekki nema tólf mínútur í einum leiknum og það var allt og sumt. Þetta er auðvitað ákvörðun þjálfarans og ekkert annað fyrir mig að gera en að standa mig vel á æfingum og bíða eftir tækifærinu. Cupic er einn af betri hornamönnum heims,“ segir Þórir sem veit ekki hvort hann muni þurfa að dúsa á bekknum alla helgina í Köln. „Það verður bara að koma í ljós. Það er þjálfarans að ákveða þetta. Ég verð bara að nýta þær mínútur sem ég fæ,“ segir hann. Fyrir fram reikna flestir með sigri Barcelona í dag og Þórir vonast til þess að þeir spænsku muni falla í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn. „Við vitum hvað við getum og ætlum að einbeita okkur að því. Barcelona er með mjög sterka vörn og tvo góða markverði. En við erum líka með ágæta markverði og getum líka spilað hörkuvörn. Við munum í það minnsta ekki gefa tommu eftir enda ekki víst að maður komist hingað á hverju ári. Þá er um að gera að njóta þess,“ segir hann. Þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma leikinn í dag. „Þeir dæmdu hjá okkur leik gegn Medvedi í Rússlandi í fyrra og stóðu sig þá mjög vel. Þetta er mikill heiður fyrir þá og þeir eiga það fyllilega skilið að dæma hér,“ segir Þórir. Hann á þó ekki von á að fá mikið gefins hjá löndum sínum í dag. „Ég veit að þeir eru heiðarlegir og munu dæma eftir bestu getu. Ég mun samt örugglega grípa aðeins í íslenskuna ef ég þarf eitthvað að tuða í þeim.“ Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Þórir Ólafsson og félagar hans í pólska liðinu Kielce hafa komið sterkir inn í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið. Liðið er eitt fjögurra sem keppir í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Köln en liðið mætir Barcelona í undanúrslitum í dag. „Það er mikil stemning í bænum heima og allir hafa verið að bíða eftir þessari helgi,“ sagði Þórir sem varð tvöfaldur meistari með Kielce í vor en liðið sópaði erkifjendunum Wisla Plock, 3-0, í lokaúrslitum úrslitakeppninnar í pólsku deildinni. „Þetta voru samt ekki auðveldir leikir og við vildum því einbeita okkur að þeim áður en við byrjuðum að hugsa um Meistaradeildina,“ bætir Þórir við. Hann fékk þó lítið að spila í úrslitarimmunni þar sem Króatinn Ivan Cupic er kominn aftur af stað eftir erfið meiðsli. „Ég fékk ekki nema tólf mínútur í einum leiknum og það var allt og sumt. Þetta er auðvitað ákvörðun þjálfarans og ekkert annað fyrir mig að gera en að standa mig vel á æfingum og bíða eftir tækifærinu. Cupic er einn af betri hornamönnum heims,“ segir Þórir sem veit ekki hvort hann muni þurfa að dúsa á bekknum alla helgina í Köln. „Það verður bara að koma í ljós. Það er þjálfarans að ákveða þetta. Ég verð bara að nýta þær mínútur sem ég fæ,“ segir hann. Fyrir fram reikna flestir með sigri Barcelona í dag og Þórir vonast til þess að þeir spænsku muni falla í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn. „Við vitum hvað við getum og ætlum að einbeita okkur að því. Barcelona er með mjög sterka vörn og tvo góða markverði. En við erum líka með ágæta markverði og getum líka spilað hörkuvörn. Við munum í það minnsta ekki gefa tommu eftir enda ekki víst að maður komist hingað á hverju ári. Þá er um að gera að njóta þess,“ segir hann. Þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma leikinn í dag. „Þeir dæmdu hjá okkur leik gegn Medvedi í Rússlandi í fyrra og stóðu sig þá mjög vel. Þetta er mikill heiður fyrir þá og þeir eiga það fyllilega skilið að dæma hér,“ segir Þórir. Hann á þó ekki von á að fá mikið gefins hjá löndum sínum í dag. „Ég veit að þeir eru heiðarlegir og munu dæma eftir bestu getu. Ég mun samt örugglega grípa aðeins í íslenskuna ef ég þarf eitthvað að tuða í þeim.“
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira