Kanarífugl í andnauð Sóley Kaldal skrifar 2. maí 2013 09:00 Nýverið lauk í Reykjavík ráðstefnu um málefni norðurslóða þar sem akademískir sérfræðingar og ráðamenn landanna umhverfis norðurheimskautið komu saman til að ræða framtíðarhorfur svæðisins. Niðurstöður ráðstefnunnar voru allt í senn sláandi, spennandi og uggvekjandi. Norðurheimskautið (e. the arctic) er einstakt í hnattrænu samhengi því hingað til hefur það verið svo gott sem óaðgengilegt mönnum og þar af leiðandi er þar að finna ósnortin land- og hafsvæði. Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa á örfáum árum umturnað landslagi norðurheimskautsins og áhugi þjóða heimsins eykst með hverjum bráðnuðum rúmmetra af ís. Ekkert er dýrmætara á jörðinni en ósnortið land og tækifærin sem í því felast vekja von í brjósti sumra og dollaramerki í augum annarra. Undir vinalegu yfirborði samstöðusamkundunnar í Norðurheimskautsráðinu horfa heimsveldin tortryggnisaugum hvert á annað á meðan hinar minni þjóðir tylla sér á tá og blása út brjóstkassann til að minna á tilvist sína. Stór svæði á norðurheimskautinu eru utan lögsögu og því er til mikils að vinna.Glaðst yfir misnotkun? Þrátt fyrir öll þau áhugaverðu pólitísku álitamál og öryggissjónarmið sem þessar nýtilkomnu aðstæður kalla á, þá kom á óvart að meginþráður ráðstefnunnar var annar. Það sem helstu fræðimenn í málefnum svæðisins vildu fyrst og fremst benda á er að þó vissulega séu mörg tækifæri falin í bráðnun íshellunnar, þá sé mun mikilvægara að skoða orsakir þessara aðstæðna og horfast í augu við ískaldan, eða réttara sagt, hlandvolgan veruleikann og spyrja sig: Er hægt að gleðjast yfir því að áratuga misnotkun manna á auðlindum jarðarinnar hafi nú leyst úr læðingi enn fleiri svæði til að herja á? Norðurheimskautinu hefur verið líkt við kanarífugl í kolanámu. Áhrif loftslagsbreytinga eru margfölduð á norðurheimskautinu og afleiðingar þess fyrir heiminn allan eru þegar orðnar miklar og alvarlegar í formi náttúruhamfara, svo sem þurrka, flóða og storma. Það vita það allir að þegar fuglinn drepst er ekki tímabært að opna flösku og skála heldur er það merki um að hafa sig á brott og það hratt.Tækifæri Íslendinga En hvað hefur þetta með Íslendinga að gera? Við erum ein þeirra þjóða sem eiga fast sæti í Norðurheimskautsráðinu og munum eiga hlutdeild í framtíðaráformum um svæðið. Okkur hafa einnig opnast möguleikar til nýtinga náttúruauðlinda þess á komandi árum. Mörgum finnst eflaust að nú sé okkar tími kominn til að fá sneið af kökunni og ósanngjarnt að hamla aðkomu okkar vegna umhverfisspjalla annarra. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að allar athafnir á norðurheimskautinu eru margfalt flóknari en á öðrum stöðum í heiminum og að tæknin til að tryggja öryggi manna og umhverfis er ekki til staðar á Íslandi í dag. Við erum vel menntuð og vel upplýst þjóð og okkur ber skylda til að nálgast málefni norðurheimskautsins af yfirvegun og virðingu. Við megum ekki gleyma okkur í dagdraumum um olíufursta norðursins og við megum ekki láta stjórnmálamenn tæla okkur til lags við vafasamar aðgerðir með loforðum um skjótan gróða. Tækifæri Íslendinga til hamingju og hagsældar eru óteljandi og síst háð nýtingu náttúruauðlinda, því líkt og einn fræðimaðurinn benti á þá er hagsæld þjóða yfirleitt í öfugu hlutfalli við gnægð náttúruauðlinda þeirra. Þótt það virðist öfugsnúið, þá skýrist það með því að það er töluvert erfiðara að misnota mannvitið en náttúruna. Nú þegar höfum við Íslendingar upplifað hringrás hinnar brostnu blöðru (e. boom-bust cycle) með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúruna og án sýnilegs ávinnings. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru einhver mesta ógn sem steðjar að mannkyninu fyrr og síðar og um það efast ekki nokkur virtur vísindamaður lengur. Þjóðir heims verða að bregðast við með ábyrgum hætti áður en það verður of seint – við getum ekki bara sest niður og spilað á fiðlu á meðan jörðin brennur. Það er nú einu sinni þannig að við þurfum á jörðinni að halda, en hún þarf hins vegar ekki á okkur að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Nýverið lauk í Reykjavík ráðstefnu um málefni norðurslóða þar sem akademískir sérfræðingar og ráðamenn landanna umhverfis norðurheimskautið komu saman til að ræða framtíðarhorfur svæðisins. Niðurstöður ráðstefnunnar voru allt í senn sláandi, spennandi og uggvekjandi. Norðurheimskautið (e. the arctic) er einstakt í hnattrænu samhengi því hingað til hefur það verið svo gott sem óaðgengilegt mönnum og þar af leiðandi er þar að finna ósnortin land- og hafsvæði. Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa á örfáum árum umturnað landslagi norðurheimskautsins og áhugi þjóða heimsins eykst með hverjum bráðnuðum rúmmetra af ís. Ekkert er dýrmætara á jörðinni en ósnortið land og tækifærin sem í því felast vekja von í brjósti sumra og dollaramerki í augum annarra. Undir vinalegu yfirborði samstöðusamkundunnar í Norðurheimskautsráðinu horfa heimsveldin tortryggnisaugum hvert á annað á meðan hinar minni þjóðir tylla sér á tá og blása út brjóstkassann til að minna á tilvist sína. Stór svæði á norðurheimskautinu eru utan lögsögu og því er til mikils að vinna.Glaðst yfir misnotkun? Þrátt fyrir öll þau áhugaverðu pólitísku álitamál og öryggissjónarmið sem þessar nýtilkomnu aðstæður kalla á, þá kom á óvart að meginþráður ráðstefnunnar var annar. Það sem helstu fræðimenn í málefnum svæðisins vildu fyrst og fremst benda á er að þó vissulega séu mörg tækifæri falin í bráðnun íshellunnar, þá sé mun mikilvægara að skoða orsakir þessara aðstæðna og horfast í augu við ískaldan, eða réttara sagt, hlandvolgan veruleikann og spyrja sig: Er hægt að gleðjast yfir því að áratuga misnotkun manna á auðlindum jarðarinnar hafi nú leyst úr læðingi enn fleiri svæði til að herja á? Norðurheimskautinu hefur verið líkt við kanarífugl í kolanámu. Áhrif loftslagsbreytinga eru margfölduð á norðurheimskautinu og afleiðingar þess fyrir heiminn allan eru þegar orðnar miklar og alvarlegar í formi náttúruhamfara, svo sem þurrka, flóða og storma. Það vita það allir að þegar fuglinn drepst er ekki tímabært að opna flösku og skála heldur er það merki um að hafa sig á brott og það hratt.Tækifæri Íslendinga En hvað hefur þetta með Íslendinga að gera? Við erum ein þeirra þjóða sem eiga fast sæti í Norðurheimskautsráðinu og munum eiga hlutdeild í framtíðaráformum um svæðið. Okkur hafa einnig opnast möguleikar til nýtinga náttúruauðlinda þess á komandi árum. Mörgum finnst eflaust að nú sé okkar tími kominn til að fá sneið af kökunni og ósanngjarnt að hamla aðkomu okkar vegna umhverfisspjalla annarra. Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að allar athafnir á norðurheimskautinu eru margfalt flóknari en á öðrum stöðum í heiminum og að tæknin til að tryggja öryggi manna og umhverfis er ekki til staðar á Íslandi í dag. Við erum vel menntuð og vel upplýst þjóð og okkur ber skylda til að nálgast málefni norðurheimskautsins af yfirvegun og virðingu. Við megum ekki gleyma okkur í dagdraumum um olíufursta norðursins og við megum ekki láta stjórnmálamenn tæla okkur til lags við vafasamar aðgerðir með loforðum um skjótan gróða. Tækifæri Íslendinga til hamingju og hagsældar eru óteljandi og síst háð nýtingu náttúruauðlinda, því líkt og einn fræðimaðurinn benti á þá er hagsæld þjóða yfirleitt í öfugu hlutfalli við gnægð náttúruauðlinda þeirra. Þótt það virðist öfugsnúið, þá skýrist það með því að það er töluvert erfiðara að misnota mannvitið en náttúruna. Nú þegar höfum við Íslendingar upplifað hringrás hinnar brostnu blöðru (e. boom-bust cycle) með óafturkræfum afleiðingum fyrir náttúruna og án sýnilegs ávinnings. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru einhver mesta ógn sem steðjar að mannkyninu fyrr og síðar og um það efast ekki nokkur virtur vísindamaður lengur. Þjóðir heims verða að bregðast við með ábyrgum hætti áður en það verður of seint – við getum ekki bara sest niður og spilað á fiðlu á meðan jörðin brennur. Það er nú einu sinni þannig að við þurfum á jörðinni að halda, en hún þarf hins vegar ekki á okkur að halda.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun