Innlent

Mótmæla áformum um Norðlingaölduveitu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Deilt er um af hvaða ástæðum Norðlingaöldu var skipað í verndarflokk.
Deilt er um af hvaða ástæðum Norðlingaöldu var skipað í verndarflokk. Mynd/Landsvirkjun
Náttúruverndarsamtök Íslands mótmæla harðlega öllum áformum Landsvirkjunar og umhverfisráðherra um Norðlingaölduveitu. Í tilkynningu frá samtökunum segir að verði af áformum og byggingu Norðlingaölduveitu sé gengið þvert gegn lögum rammaáætlunar sem kveða skýrt á um að virkjunarkosti í verndarflokki beri að friðlýsa.

„Virkjunarkosturinn Norðlingaölduveita er í verndarflokki rammaáætlunar en Landsvirkjun og umhverfsráðherra hyggjast hafa þau lög að engu,“ skrifar Árni Finnsson á vefsíðu Náttúruverndarsamtaka Íslands.

„Verði af byggingu Norðlingaölduveitu yrði í fyrsta sinn ráðist í virkjanaframkvæmdir vestan Þjórsár og þar með raskað ósnortinni landslagsheild svæðisins og lífríki Þjórsárvera ógnað. Þessi fyrirhugaða aðför umhverfisráðherra og Landsvirkjunar að Þjórsárverum er sérlega blygðunarlaus þar sem gert var ráð fyrir að með rammaáætlun og fyrirliggjandi friðlýsingarskilmálum Umhverfisstofnunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum væri loks kominn  sátt algjöra verndun veranna enda hefur Umhverfisstofnun ítrekað lagt til að Norðlngaalda yrði innan stækkaðs friðlands.

Náttúruverndarsamtök Íslands heita á alla náttúruunnendur að sameinast gegn þessum áformum Landsvirkjunar og umhverfisráðherra og tryggja varanlega friðun Þjórsárvera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×