Þurfa sjúklingar að taka lán fyrir lyfjunum? Sigurbjörn Gunnarsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Þann 4. maí nk. er gert ráð fyrir að nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja taki gildi hér á landi. Mikil vinna er í gangi hjá apótekum og opinberum aðilum s.s. Sjúkratryggingum við undirbúning þessa verkefnis. Almennt má segja að þetta nýja kerfi, sem sótt er í stórum dráttum til Danmerkur og annarra Norðurlanda, sé til bóta. Meira jafnræðis er gætt á milli sjúkdóma en nú er og þeir sem nota mikið af lyfjum þurfa að greiða minna en þeir greiða í dag en þeir sem nota lyf sjaldan greiða meira. Það á hins vegar eftir að koma mörgum í opna skjöldu að fyrstu 16 eða 24 þús. krónurnar af verði lyfja á hverju 12 mánaða tímabili greiðir sjúklingur að fullu. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða lægri fjárhæðina. Eftir að upphafsgreiðslunni er lokið greiða sjúklingar fyrst 15% og síðan aðeins 7,5% af verði lyfja. Þegar einstaklingur hefur greitt á tímabilinu tæpar 70 þúsund krónur getur læknir hans sótt um að Sjúkratryggingar greiði lyfin að fullu. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er fjárhæðin 48 þús. kr. Sem betur fer ráða flestir við að greiða 16 þús. kr. eða 24 þús. kr. eða eitthvað hærra í eitt skipti á 12 mánaða tímabili. Ef peningarnir eru ekki til er kreditkortið notað eins og algengt er. Því miður er það þó þannig að nokkur hluti fólks ræður ekki við þessar fjárhæðir og oft er um að ræða sama fólkið og notar ekki eða jafnvel fær ekki heimild fyrir kreditkorti. Starfsfólk apóteka verður stundum vart við í dag að einstaklingar ráða ekki við að innleysa lyfin sín þó um lægri fjárhæðir sé að ræða. Leysa þarf vandann Lyfsalar hafa um langt skeið, eða frá því að undirbúningur að þessu kerfi hófst fyrir alvöru, bent á að vanda þessa fólks þurfi að leysa áður en þetta nýja kerfi verður innleitt og lagt fram tillögur til velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga um hvernig það megi gera. Þau svör hafa fengist m.a. frá velferðarráðuneyti að apótek geti séð um greiðsludreifingu en einnig komi til greina að greiða uppbætur á lífeyri eða að viðkomandi geti leitað til félagsmálayfirvalda eftir aðstoð. Í þessum úrræðum mundu viðkomandi einstaklingar þó ávallt þurfa að leggja út fyrir fyrstu greiðslunni. Það er ekki hlutverk apóteka að stunda lánastarfsemi en vissulega hafa apótek möguleika á að bjóða greiðsludreifingu en þá þarf viðkomandi einstaklingur að hafa kreditkort. Síðan er spurningin um þann hóp sem hefur ekki kreditkort, hvar á hann að afla fjárins, hjá smálánafyrirtæki? Það er heldur nöturlegt í okkar þjóðfélagi sem við viljum kenna við velferð að þeim sem minnst mega sín sé ætlað að taka lán fyrir lyfjunum sínum hvort sem það er sem greiðsludreifing á kreditkorti eða með öðrum hætti. Einhver orðaði það svo að þar væri um að ræða „einkavæðingu félagslegrar aðstoðar“. Nú þegar tæpur mánuður er til stefnu er nauðsynlegt að skýrar línur liggi fyrir um hvernig velferðarráðuneytið og Sjúkratryggingar ætla að mæta vanda þess hóps sem mun ekki hafa ráð á upphafsgreiðslu lyfjakaupa í nýju greiðsluþátttökukerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Þann 4. maí nk. er gert ráð fyrir að nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja taki gildi hér á landi. Mikil vinna er í gangi hjá apótekum og opinberum aðilum s.s. Sjúkratryggingum við undirbúning þessa verkefnis. Almennt má segja að þetta nýja kerfi, sem sótt er í stórum dráttum til Danmerkur og annarra Norðurlanda, sé til bóta. Meira jafnræðis er gætt á milli sjúkdóma en nú er og þeir sem nota mikið af lyfjum þurfa að greiða minna en þeir greiða í dag en þeir sem nota lyf sjaldan greiða meira. Það á hins vegar eftir að koma mörgum í opna skjöldu að fyrstu 16 eða 24 þús. krónurnar af verði lyfja á hverju 12 mánaða tímabili greiðir sjúklingur að fullu. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða lægri fjárhæðina. Eftir að upphafsgreiðslunni er lokið greiða sjúklingar fyrst 15% og síðan aðeins 7,5% af verði lyfja. Þegar einstaklingur hefur greitt á tímabilinu tæpar 70 þúsund krónur getur læknir hans sótt um að Sjúkratryggingar greiði lyfin að fullu. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er fjárhæðin 48 þús. kr. Sem betur fer ráða flestir við að greiða 16 þús. kr. eða 24 þús. kr. eða eitthvað hærra í eitt skipti á 12 mánaða tímabili. Ef peningarnir eru ekki til er kreditkortið notað eins og algengt er. Því miður er það þó þannig að nokkur hluti fólks ræður ekki við þessar fjárhæðir og oft er um að ræða sama fólkið og notar ekki eða jafnvel fær ekki heimild fyrir kreditkorti. Starfsfólk apóteka verður stundum vart við í dag að einstaklingar ráða ekki við að innleysa lyfin sín þó um lægri fjárhæðir sé að ræða. Leysa þarf vandann Lyfsalar hafa um langt skeið, eða frá því að undirbúningur að þessu kerfi hófst fyrir alvöru, bent á að vanda þessa fólks þurfi að leysa áður en þetta nýja kerfi verður innleitt og lagt fram tillögur til velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga um hvernig það megi gera. Þau svör hafa fengist m.a. frá velferðarráðuneyti að apótek geti séð um greiðsludreifingu en einnig komi til greina að greiða uppbætur á lífeyri eða að viðkomandi geti leitað til félagsmálayfirvalda eftir aðstoð. Í þessum úrræðum mundu viðkomandi einstaklingar þó ávallt þurfa að leggja út fyrir fyrstu greiðslunni. Það er ekki hlutverk apóteka að stunda lánastarfsemi en vissulega hafa apótek möguleika á að bjóða greiðsludreifingu en þá þarf viðkomandi einstaklingur að hafa kreditkort. Síðan er spurningin um þann hóp sem hefur ekki kreditkort, hvar á hann að afla fjárins, hjá smálánafyrirtæki? Það er heldur nöturlegt í okkar þjóðfélagi sem við viljum kenna við velferð að þeim sem minnst mega sín sé ætlað að taka lán fyrir lyfjunum sínum hvort sem það er sem greiðsludreifing á kreditkorti eða með öðrum hætti. Einhver orðaði það svo að þar væri um að ræða „einkavæðingu félagslegrar aðstoðar“. Nú þegar tæpur mánuður er til stefnu er nauðsynlegt að skýrar línur liggi fyrir um hvernig velferðarráðuneytið og Sjúkratryggingar ætla að mæta vanda þess hóps sem mun ekki hafa ráð á upphafsgreiðslu lyfjakaupa í nýju greiðsluþátttökukerfi.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar