Ráðherra vill atvinnusköpun, forstjórinn hámarks arðsemi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2013 19:52 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsti mikilli óþreyju á haustfundi Landsvirkjunar um hversu hægt gengi að koma atvinnuskapandi fjárfestingum í gang. Hún sagði fyrirtækið geta haft úrslitaáhrif í að koma álverinu í Helguvík í gang. Togstreita birtist á fundinum milli ráðherrans og forstjóra Landsvirkjunar um hlutverk fyrirtækisins í þessum efnum. Ráðherrann lýsti þessum skilningi á hlutverki stærsta orkufyrirtækis landsins: „Að framfylgja þeirri stefnu eigenda sinna að nýta orkuauðlindir landsins til atvinnuuppbyggingar og aukins hagvaxtar.” Ráðherrann sagði litlar fjárfestingar í landinu algjörlega óviðunandi, ekki skorti áhuga erlendra fjárfesta. „Verð ég að viðurkenna að ég er orðin ansi óþreyjufull. Og ég vil fara að sjá árangur og að verkefnin verði að veruleika.” Hún nefndi álverið í Helguvík, framkvæmd sem skipti ekki aðeins Suðurnesjamenn máli heldur landsmenn alla. „Og hefur beðið allt of lengi.” Hún kvaðst finna skýran vilja hjá forsvarsmönnum Norðuráls að ljúka verkefninu. Aðkoma Landsvirkjunar að því máli gæti haft mikilvæga þýðingu, jafnvel úrslitaáhrif. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, varði mestum tíma ræðu sinnar í að fjalla um sæstreng í samræmi þá sýn sem hann hefur um hlutverk Landsvirkjunar: „Að hlutverk Landsvirkjunar sé að hámarka afrakstur af þeim orkuauðlindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir á sjálfbæran og hagkvæman hátt.” Grafísk mynd sem hann sýndi gefur til kynna að fá megi fjórfalt hærra verð fyrir orkuna ef hún yrði seld til Bretlands um sæstreng. Forstjórinn kvaðst þó vel skilja að ráðherrann væri óþreyjufullur. „En við vinnum hörðum höndum að því að fá viðskiptavini og trúum því að það muni gerast. En vissulega tekur það tíma og stundum má segja of langan tíma. Ég skil það vel. En það stendur ekki á okkur, - bara svo það komi fram,” sagði Hörður Arnarson. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lýsti mikilli óþreyju á haustfundi Landsvirkjunar um hversu hægt gengi að koma atvinnuskapandi fjárfestingum í gang. Hún sagði fyrirtækið geta haft úrslitaáhrif í að koma álverinu í Helguvík í gang. Togstreita birtist á fundinum milli ráðherrans og forstjóra Landsvirkjunar um hlutverk fyrirtækisins í þessum efnum. Ráðherrann lýsti þessum skilningi á hlutverki stærsta orkufyrirtækis landsins: „Að framfylgja þeirri stefnu eigenda sinna að nýta orkuauðlindir landsins til atvinnuuppbyggingar og aukins hagvaxtar.” Ráðherrann sagði litlar fjárfestingar í landinu algjörlega óviðunandi, ekki skorti áhuga erlendra fjárfesta. „Verð ég að viðurkenna að ég er orðin ansi óþreyjufull. Og ég vil fara að sjá árangur og að verkefnin verði að veruleika.” Hún nefndi álverið í Helguvík, framkvæmd sem skipti ekki aðeins Suðurnesjamenn máli heldur landsmenn alla. „Og hefur beðið allt of lengi.” Hún kvaðst finna skýran vilja hjá forsvarsmönnum Norðuráls að ljúka verkefninu. Aðkoma Landsvirkjunar að því máli gæti haft mikilvæga þýðingu, jafnvel úrslitaáhrif. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, varði mestum tíma ræðu sinnar í að fjalla um sæstreng í samræmi þá sýn sem hann hefur um hlutverk Landsvirkjunar: „Að hlutverk Landsvirkjunar sé að hámarka afrakstur af þeim orkuauðlindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir á sjálfbæran og hagkvæman hátt.” Grafísk mynd sem hann sýndi gefur til kynna að fá megi fjórfalt hærra verð fyrir orkuna ef hún yrði seld til Bretlands um sæstreng. Forstjórinn kvaðst þó vel skilja að ráðherrann væri óþreyjufullur. „En við vinnum hörðum höndum að því að fá viðskiptavini og trúum því að það muni gerast. En vissulega tekur það tíma og stundum má segja of langan tíma. Ég skil það vel. En það stendur ekki á okkur, - bara svo það komi fram,” sagði Hörður Arnarson.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira