Íslenskur vefhönnuður meðal þeirra fremstu í heimi 15. apríl 2013 14:00 Haraldur Þorleifsson er tilnefndur í tveimur flokkum á hinum alþjóðlegu og virtu Webby-vefverðlaunum. Hann segir tilnefningarnar mikinn heiður. Fréttablaðið/GVA „Þetta kom mikið á óvart og er mér mikill heiður,“ segir Haraldur Þorleifsson vefhönnuður sem tilnefndur er til Webby-verðlaunanna í tveimur flokkum. Verðlaunin eru þau virtustu innan vefheimsins. „Svona Óskarsverðlaun nördanna,“ bætir Haraldur við kíminn. Haraldur lauk BA-gráðu í heimspeki og viðskiptafræði og stefndi á að klára meistaragráðu í hagfræði en lauk ekki prófi. „Ég var á þeim tíma farinn að vinna sem grafískur hönnuður með náminu og að endingu varð það ofan á.“ Haraldur, sem er sjálfstætt starfandi, hefur á nokkrum árum skapað sér sess á meðal fremstu vefhönnuða í heiminum. Á ferli sínum hefur hann unnið fyrir Microsoft, Motorola og nú síðast Google við hönnun kynningarsíðu fyrir Google maps. Fyrir þá vinnu hlaut hann tilnefningarnar. Haraldur er nýkominn heim ásamt konu sinni og ungri dóttur eftir sex mánaða búsetu í Japan. Fjölskyldan býr nú í Vesturbænum en mun að sögn Haralds ekki koma til með að stoppa lengi þar sem fyrirhugaðir eru flutningar til Berlínar um mánaðamótin. „Við erum svo heppin að ég get unnið mína vinnu hvar sem er í heiminum og konan mín er enn þá í fæðingarorlofi auk þess sem hún er myndlistakona. Okkur langar því að nota tækifærið og prófa okkur áfram í að búa víðs vegar um heiminn. Við ætlum að vera í Berlín í hálft ár og flytja svo til Suður-Ameríku með haustinu.“ Hægt er að kjósa Harald og síðuna hans, morethanamap.com, og auka þar með möguleika hans á verðlaunum, hér á vefsíðu Webby-verðlaunanna. Hann er tilnefndur í flokkunum "Corporate Communacations" og "Best Navigation/Structure". Webby-verðlauninHægt er að kjósa Harald og síðuna hans á Webbyawards.com.Webby-verðlaunin eru ein stærstu og virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði margmiðlunar í heiminum.Verðlaunin eru oft kölluð Óskarsverðlaun internetsins. Verðlaunin eru veitt í mörgum flokkum, allt frá vefsíðuhönnun til tónlistarmyndbanda. Aðeins einum Íslendingi hefur hlotnast sá heiður að vinna til verðlaunanna en Björk Guðmundsdóttir var heiðruð sem listamaður ársins 2011. Webby-verðlaunin hafa verið veitt síðan 1995 og eru haldin hátíðleg ár hvert í New York. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
„Þetta kom mikið á óvart og er mér mikill heiður,“ segir Haraldur Þorleifsson vefhönnuður sem tilnefndur er til Webby-verðlaunanna í tveimur flokkum. Verðlaunin eru þau virtustu innan vefheimsins. „Svona Óskarsverðlaun nördanna,“ bætir Haraldur við kíminn. Haraldur lauk BA-gráðu í heimspeki og viðskiptafræði og stefndi á að klára meistaragráðu í hagfræði en lauk ekki prófi. „Ég var á þeim tíma farinn að vinna sem grafískur hönnuður með náminu og að endingu varð það ofan á.“ Haraldur, sem er sjálfstætt starfandi, hefur á nokkrum árum skapað sér sess á meðal fremstu vefhönnuða í heiminum. Á ferli sínum hefur hann unnið fyrir Microsoft, Motorola og nú síðast Google við hönnun kynningarsíðu fyrir Google maps. Fyrir þá vinnu hlaut hann tilnefningarnar. Haraldur er nýkominn heim ásamt konu sinni og ungri dóttur eftir sex mánaða búsetu í Japan. Fjölskyldan býr nú í Vesturbænum en mun að sögn Haralds ekki koma til með að stoppa lengi þar sem fyrirhugaðir eru flutningar til Berlínar um mánaðamótin. „Við erum svo heppin að ég get unnið mína vinnu hvar sem er í heiminum og konan mín er enn þá í fæðingarorlofi auk þess sem hún er myndlistakona. Okkur langar því að nota tækifærið og prófa okkur áfram í að búa víðs vegar um heiminn. Við ætlum að vera í Berlín í hálft ár og flytja svo til Suður-Ameríku með haustinu.“ Hægt er að kjósa Harald og síðuna hans, morethanamap.com, og auka þar með möguleika hans á verðlaunum, hér á vefsíðu Webby-verðlaunanna. Hann er tilnefndur í flokkunum "Corporate Communacations" og "Best Navigation/Structure". Webby-verðlauninHægt er að kjósa Harald og síðuna hans á Webbyawards.com.Webby-verðlaunin eru ein stærstu og virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði margmiðlunar í heiminum.Verðlaunin eru oft kölluð Óskarsverðlaun internetsins. Verðlaunin eru veitt í mörgum flokkum, allt frá vefsíðuhönnun til tónlistarmyndbanda. Aðeins einum Íslendingi hefur hlotnast sá heiður að vinna til verðlaunanna en Björk Guðmundsdóttir var heiðruð sem listamaður ársins 2011. Webby-verðlaunin hafa verið veitt síðan 1995 og eru haldin hátíðleg ár hvert í New York.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira