Vanræksla er ekki ofbeldi Freydís Jóna Freysteinsdóttir skrifar 8. apríl 2013 09:00 Að undanförnu hefur verið nokkuð um greinaskrif í fjölmiðlum um ofbeldi og vanrækslu. Því hefur verið haldið fram ítrekað að vanræksla sé ein tegund ofbeldis. Þetta er ekki rétt. Ofbeldi og vanræksla barna er hvort tveggja misbrestur á aðbúnaði barna. Hins vegar er grundvallarmunur á ofbeldi annars vegar og vanrækslu hins vegar. Í ofbeldi felst athöfn en í vanrækslu felst skortur á athöfn.Ofbeldi gagnvart börnum Ofbeldi er (óþörf) athöfn sem veldur barni skaða eða er líkleg til að valda barni skaða. Til eru þrjár gerðir ofbeldis, tilfinningalegt ofbeldi (stundum kallað andlegt ofbeldi eða sálrænt ofbeldi), líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Í tilfinningalegu ofbeldi getur falist að gera lítið úr barni. Þegar barn verður vitni að ofbeldi milli foreldra flokkast það undir tilfinningalegt ofbeldi. Dæmi um líkamlegt ofbeldi er að slá barn með flötum lófa. Dæmi um kynferðislegt ofbeldi er að káfa á kynferðislegum svæðum á barni eða að senda barni klúr sms-skilaboð.Vanræksla barna Vanræksla er skortur á (nauðsynlegri) athöfn sem veldur barni skaða eða er líkleg til að valda barni skaða. Vanrækslu hefur verið skipt upp í fjóra megin flokka, líkamlega vanrækslu, vanrækslu í umsjón og eftirliti, vanrækslu varðandi nám og tilfinningalega vanrækslu. Líkamleg vanræksla eða vanræksla á grunnþörfum felur í sér að fæði, klæðnaði, hreinlæti, húsnæði eða heilbrigðisþjónustu barns er ábótavant. Vanræksla í umsjón og eftirliti getur falið í sér að barni er hætta búin þar sem það hefur ekki þroska og getu til að hugsa um sig sjálft. Ýmsar undirgerðir eru til af vanrækslu í umsjón og eftirliti, t.d. geta börn verið skilin eftir ein heima eða óhæfur umönnunaraðili getur verið fenginn til að gæta þeirra. Vanræksla varðandi nám getur falið í sér að barn mæti ekki nægilega vel í skóla eða sinni ekki heimalærdómi af því það fær ekki viðunandi stuðning og aðhald foreldra til þess. Tilfinningaleg vanræksla getur falist í að ungt barn sem grætur fær ekki þá umhyggju sem það þarf á að halda.Afleiðingar ofbeldis og vanrækslu Það er mikilvægt að hafa í huga að vanræksla er ekki síður skaðleg en ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir ofbeldi eða vanrækslu eða hvoru tveggja eru líkleg til að þurfa að kljást við ýmsar afleiðingar af því sem geta verið líkamlegar, hugrænar, félagslegar og tilfinningalegar. Dæmi um líkamlegar afleiðingar getur verið höfuðverkur eða magaverkur (sállíkamleg einkenni). Börnum sem verða fyrir ofbeldi hættir til að dragast aftur úr í skóla og að eiga erfitt með að einbeita sér og vanrækt börn fá ekki nægilega hugræna örvun og geta þess vegna dregist aftur úr í þroska miðað við jafnaldra sína. Dæmi um félagslegar afleiðingar er t.d. skortur á félagslegri færni og dæmi um tilfinningalegar afleiðingar er áfallastreituröskun sem er sérstaklega hætt við eftir að barn hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Kvíði og þunglyndi eru einnig dæmi um tilfinningalegar afleiðingar ofbeldis og vanrækslu. Í þessu stutta greinarkorni koma fram helstu tegundir ofbeldis og vanrækslu barna en einungis eru nefnd örfá dæmi. Þar sem afleiðingar ofbeldis og vanrækslu barna geta verið alvarlegar, er brýnt að tilkynna grun um slíkt til barnaverndaryfirvalda eða í Neyðarsíma 112. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið nokkuð um greinaskrif í fjölmiðlum um ofbeldi og vanrækslu. Því hefur verið haldið fram ítrekað að vanræksla sé ein tegund ofbeldis. Þetta er ekki rétt. Ofbeldi og vanræksla barna er hvort tveggja misbrestur á aðbúnaði barna. Hins vegar er grundvallarmunur á ofbeldi annars vegar og vanrækslu hins vegar. Í ofbeldi felst athöfn en í vanrækslu felst skortur á athöfn.Ofbeldi gagnvart börnum Ofbeldi er (óþörf) athöfn sem veldur barni skaða eða er líkleg til að valda barni skaða. Til eru þrjár gerðir ofbeldis, tilfinningalegt ofbeldi (stundum kallað andlegt ofbeldi eða sálrænt ofbeldi), líkamlegt ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Í tilfinningalegu ofbeldi getur falist að gera lítið úr barni. Þegar barn verður vitni að ofbeldi milli foreldra flokkast það undir tilfinningalegt ofbeldi. Dæmi um líkamlegt ofbeldi er að slá barn með flötum lófa. Dæmi um kynferðislegt ofbeldi er að káfa á kynferðislegum svæðum á barni eða að senda barni klúr sms-skilaboð.Vanræksla barna Vanræksla er skortur á (nauðsynlegri) athöfn sem veldur barni skaða eða er líkleg til að valda barni skaða. Vanrækslu hefur verið skipt upp í fjóra megin flokka, líkamlega vanrækslu, vanrækslu í umsjón og eftirliti, vanrækslu varðandi nám og tilfinningalega vanrækslu. Líkamleg vanræksla eða vanræksla á grunnþörfum felur í sér að fæði, klæðnaði, hreinlæti, húsnæði eða heilbrigðisþjónustu barns er ábótavant. Vanræksla í umsjón og eftirliti getur falið í sér að barni er hætta búin þar sem það hefur ekki þroska og getu til að hugsa um sig sjálft. Ýmsar undirgerðir eru til af vanrækslu í umsjón og eftirliti, t.d. geta börn verið skilin eftir ein heima eða óhæfur umönnunaraðili getur verið fenginn til að gæta þeirra. Vanræksla varðandi nám getur falið í sér að barn mæti ekki nægilega vel í skóla eða sinni ekki heimalærdómi af því það fær ekki viðunandi stuðning og aðhald foreldra til þess. Tilfinningaleg vanræksla getur falist í að ungt barn sem grætur fær ekki þá umhyggju sem það þarf á að halda.Afleiðingar ofbeldis og vanrækslu Það er mikilvægt að hafa í huga að vanræksla er ekki síður skaðleg en ofbeldi. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir ofbeldi eða vanrækslu eða hvoru tveggja eru líkleg til að þurfa að kljást við ýmsar afleiðingar af því sem geta verið líkamlegar, hugrænar, félagslegar og tilfinningalegar. Dæmi um líkamlegar afleiðingar getur verið höfuðverkur eða magaverkur (sállíkamleg einkenni). Börnum sem verða fyrir ofbeldi hættir til að dragast aftur úr í skóla og að eiga erfitt með að einbeita sér og vanrækt börn fá ekki nægilega hugræna örvun og geta þess vegna dregist aftur úr í þroska miðað við jafnaldra sína. Dæmi um félagslegar afleiðingar er t.d. skortur á félagslegri færni og dæmi um tilfinningalegar afleiðingar er áfallastreituröskun sem er sérstaklega hætt við eftir að barn hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Kvíði og þunglyndi eru einnig dæmi um tilfinningalegar afleiðingar ofbeldis og vanrækslu. Í þessu stutta greinarkorni koma fram helstu tegundir ofbeldis og vanrækslu barna en einungis eru nefnd örfá dæmi. Þar sem afleiðingar ofbeldis og vanrækslu barna geta verið alvarlegar, er brýnt að tilkynna grun um slíkt til barnaverndaryfirvalda eða í Neyðarsíma 112.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun