Viðskipti innlent

Kimi Records hefur sungið sitt síðasta

Freyr Bjarnason skrifar
Baldvin Esra Einarsson hefur rekið Kimi Records með tapi undanfarin ár.
Fréttablaðið/vilhelm
Baldvin Esra Einarsson hefur rekið Kimi Records með tapi undanfarin ár. Fréttablaðið/vilhelm

Fyrirtækið Afkimi ehf. sem hefur annast dreifingu og útgáfu á tónlist undir merkjum Kimi Records, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.
"Þetta gekk ekki upp," segir Baldvin Esra Einarsson, sem stofnaði fyrirtækið árið 2007. "Það er ekki gaman að lenda í þessu." Taprekstur hefur verið á Afkima undanfarin ár. Að sögn Baldvins Esra dró hann verulega úr útgáfustarfsemi Kimi Records fyrir áramót vegna peningaleysis og nú er svo komið að útgáfan er hætt starfsemi í núverandi mynd. Hann stefnir engu að síður að því að viðhalda merkjum Kimi Records áfram þegar fram líða stundir. Fjöldi hljómsveita hefur gefið út plötur sínar hjá þessari sjálfstæðu útgáfu, þar á meðal Prinspóló, Reykjavík!, Borko, Nolo, The Heavy Experience og Morðingjarnir. Engin þeirra gerði hefðbundinn útgáfusamning við Kimi Records og fengu þær aðeins greitt eftir því hvernig plöturnar þeirra seldust. Þær eru því allar lausar sinna mála. "Það er engin hljómsveit föst í viðjum Afkima," fullyrðir Baldvin Esra.
Aðspurður segir hann mjög leiðinlegt að Afkimi hafi orðið gjaldþrota. "Það eru ekki margir að sinna þessum jaðarpoppgeira á Íslandi. Það er mikill missir að Afkima sem slíkum enda hefur fyrirtækið gert margt gott í gegnum tíðina."
Vinsælar sveitir á borð við Hjaltalín og Retro Stefson gáfu áður út hjá Kimi Records. Söluhæsta plata fyrirtækisins var Sleepdrunk Seasons, fyrsta plata Hjaltalín, sem hefur selst í um 7-8 þúsund eintökum.
"Ef maður tekur þetta út frá fyrirtækjalegum og rekstrarlegum pælingum hef ég aldrei verið í gróðarekstri," segir Baldvin Esra um rekstur Afkima. "Það kom tímabil þar sem gekk vel með nokkrar plötur en heilt yfir hefur reksturinn aldrei verið einhver snilld. Þetta var óhjákvæmilegt til lengri tíma ef maður horfir á það þannig, þótt maður hafi reynt eins og maður gat."


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,2
14
94.553
SIMINN
1,09
12
320.146
MAREL
1,08
14
155.374
EIM
0,92
7
62.684
GRND
0,9
1
506

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,72
3
6.473
SYN
-0,57
1
1.752
KVIKA
-0,35
2
51.470
SJOVA
0
2
37.100
SKEL
0
1
26.498
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.