Ernir Hrafn: Draumur að rætast að fá að vera í þessu liði Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. janúar 2013 07:00 Ernir Hrafn Arnarson skoraði eitt mark á móti Dönum. Mynd/Vilhelm Ernir Hrafn Arnarson fékk óvænt símtal hjá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara sl. sunnudagskvöld. Aron hafði ákveðið að taka Erni inn í landsliðshópinn eftir tvo fyrstu leiki Íslands í riðlakeppninni – og Ólafur Guðmundsson var settur út úr hópnum. Ernir var ekki búinn að taka upp úr töskunum eftir langt ferðalag frá Íslandi til Düsseldorf í Þýskalandi þegar hann var rokinn af stað á ný áleiðis til Spánar. „Ég fékk aðeins lengra jólafrí hjá Emsdetten þar sem ég spila og ég var búinn að vera í flug- og lestarferðum þegar símtalið kom. Það var því ekkert annað að gera en að drífa sig í flug um nóttina frá Düsseldorf til Madrid, og síðan tók við löng lestarferð til Sevilla. Ég var því aðeins lúinn á fyrstu æfingunni á mánudagskvöld en ég kvarta ekki – það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessu. Ernir Hrafn er 26 ára gamall, örvhent skytta, og hann lék æfingaleikina gegn Túnis í lok desember og var síðan í æfingahópnum þar til Aron tilkynnti hvaða leikmenn hann valdi fyrir HM á Spáni. „Það eru eflaust margir á Íslandi sem hafa ekki hugmynd um hver ég er, enda er það eðlilegt. Aron hefur sett mig í það hlutverk að leysa Ásgeir Örn Hallgrímsson af í 5-10 mínútur. Og ég þarf að standa mig og þá sérstaklega í varnarhlutverkinu. Á sama tíma þurfum við sem komum inn af bekknum að þora að taka ákvarðanir í sókninni," sagði Ernir en hann skoraði eitt mark gegn Dönum úr eina skotinu sem hann tók í leiknum. „Það var fínt að skora en leikurinn var ekki góður hjá okkur. Ég gerði mistök í vörninni með því að láta reka mig út af í tvær mínútur í fyrri hálfleik sem var ekki gott fyrir liðið." Ernir Hrafn hefur gengið í gegnum „meiðslapakka" síðustu ár en er að ná fyrri styrk og bjartsýnn á framhaldið. „Samningurinn við Emsdetten rennur út í vor, við erum efstir í næstefstu deild, og stefnan er sett á að komast upp. Ég veit ekki um framhaldið hjá mér en vonandi styrkir það samningsstöðu mína að fá tækifæri hér á HM. Að vera í þessu liði er eitthvað sem ég hef látið mig dreyma um lengi," sagði Ernir Hrafn Arnarson. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Ernir Hrafn Arnarson fékk óvænt símtal hjá Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara sl. sunnudagskvöld. Aron hafði ákveðið að taka Erni inn í landsliðshópinn eftir tvo fyrstu leiki Íslands í riðlakeppninni – og Ólafur Guðmundsson var settur út úr hópnum. Ernir var ekki búinn að taka upp úr töskunum eftir langt ferðalag frá Íslandi til Düsseldorf í Þýskalandi þegar hann var rokinn af stað á ný áleiðis til Spánar. „Ég fékk aðeins lengra jólafrí hjá Emsdetten þar sem ég spila og ég var búinn að vera í flug- og lestarferðum þegar símtalið kom. Það var því ekkert annað að gera en að drífa sig í flug um nóttina frá Düsseldorf til Madrid, og síðan tók við löng lestarferð til Sevilla. Ég var því aðeins lúinn á fyrstu æfingunni á mánudagskvöld en ég kvarta ekki – það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessu. Ernir Hrafn er 26 ára gamall, örvhent skytta, og hann lék æfingaleikina gegn Túnis í lok desember og var síðan í æfingahópnum þar til Aron tilkynnti hvaða leikmenn hann valdi fyrir HM á Spáni. „Það eru eflaust margir á Íslandi sem hafa ekki hugmynd um hver ég er, enda er það eðlilegt. Aron hefur sett mig í það hlutverk að leysa Ásgeir Örn Hallgrímsson af í 5-10 mínútur. Og ég þarf að standa mig og þá sérstaklega í varnarhlutverkinu. Á sama tíma þurfum við sem komum inn af bekknum að þora að taka ákvarðanir í sókninni," sagði Ernir en hann skoraði eitt mark gegn Dönum úr eina skotinu sem hann tók í leiknum. „Það var fínt að skora en leikurinn var ekki góður hjá okkur. Ég gerði mistök í vörninni með því að láta reka mig út af í tvær mínútur í fyrri hálfleik sem var ekki gott fyrir liðið." Ernir Hrafn hefur gengið í gegnum „meiðslapakka" síðustu ár en er að ná fyrri styrk og bjartsýnn á framhaldið. „Samningurinn við Emsdetten rennur út í vor, við erum efstir í næstefstu deild, og stefnan er sett á að komast upp. Ég veit ekki um framhaldið hjá mér en vonandi styrkir það samningsstöðu mína að fá tækifæri hér á HM. Að vera í þessu liði er eitthvað sem ég hef látið mig dreyma um lengi," sagði Ernir Hrafn Arnarson.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira