Arnór Þór: Átti ekki von á því að byrja Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 14. janúar 2013 06:00 Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands gegn Síle í gær. Mynd/Vilhelm Yngri leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta voru í aðalhlutverki í 38-22 sigri liðsins gegn Síle í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla á Spáni í gær. Ísland landaði sínum fyrsta sigri á HM en það tók íslenska liðið um 20 mínútur að hrista lið Síle af sér. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, nýtti tækifærið og hvíldi lykilmenn fyrir komandi verkefni en hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands með alls 7 mörk. „Ég var að fylgjast með Aroni þjálfara á liðsfundinum og hann var að fara yfir ýmsa hluti þegar hann kom því inn að ég ætti að byrja í hægra horninu. Ég átti alls ekki von á því að byrja en það var ánægjulegt. Það var fiðringur í maganum í kjölfarið og ég hlakkaði til. Byrjunin gekk líka vel, við fórum eftir því sem Aron lagði upp með gegn varnarleiknum hjá Síle og ég náði að skora fljótlega og komast inn í leikinn," sagði Arnór Þór Gunnarsson, en hann var markahæsti leikmaður Íslands með alls 7 mörk. Arnór Þór er bróðir Arons Gunnarssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta, og fékk hann góðar kveðjur frá bróður sínum fyrir leikinn. „Ég fékk SMS frá Aroni fyrir leikinn; „ég er stoltur af þér og ég hlusta á útvarpslýsinguna" og það er því allavega einn í Cardiff í Wales að fylgjast með okkur á HM," sagði Arnór Þór, sem leikur með Bergischer Handball-Club í næstefstu deild í Þýskalandi – og verður hann liðsfélagi Björgvins Gústavssonar á næstu leiktíð. Arnór Þór er að leika á sínu fyrsta stórmóti og hann trúir því varla að leikmaður á borð við Guðjón Val Sigurðsson sé nú liðsfélagi hans. „Guðjón Valur var alltaf „kóngurinn" í mínum huga þegar ég var yngri. Ég leit mikið upp til hans og hann var fyrirmyndin. Það er bara æðislegt að fá tækifæri að spila með þeim. Og þeir gera allt sem þeir geta til þess að aðstoða okkur yngri leikmennina – og kenna okkur ýmislegt sem við kunnum ekki eða höfum upplifað áður." Það var tákn um að ný kynslóð leikmanna er að taka við keflinu hjá íslenska landsliðinu þegar Arnór Þór, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Fannar Friðgeirsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Kári Kristján Kristjánsson stóðu vörnina síðustu mínúturnar. Á meðan sátu þeir eldri og reyndari á bekknum og höfðu gaman af því sem fyrir augu bar. Stefán Rafn lék vel og nýtti tækifærið vel í vinstra horninu – enda sjaldgæft að Guðjón Valur Sigurðsson fái að hvíla sig á stórmóti – og sömu sögu er að segja af Ólafi Gústafssyni. Snorri Steinn Guðjónsson var öflugur og stýrði sóknarleik Íslands af festu. Snorri skoraði alls þrjú mörk úr fimm skotum. Snorri spurði reyndar fyrst um úrslitin í leik Manchester United og Liverpool, sem fram fór á sama tíma og leikurinn gegn Síle. „Ég hafði eiginlega meiri áhyggjur af þeim leik síðustu mínúturnar," sagði Snorri í léttum tón en hann var ekki sáttur við að heyra að Liverpool hafði tapað 2-1 gegn Man Utd. „Það var margt jákvætt í þessum leik hjá okkur, margir sem fengu að spreyta sig, og við náðum að hrista af okkur Rússaleikinn. Við tókum of margar rangar ákvarðanir í sóknarleiknum gegn Rússum, við fengum fullt af færum en nýttum ekki þá möguleika sem voru í boði. Við þurfum að laga slíka hluti fyrir næsta leik gegn Makedóníu," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Yngri leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta voru í aðalhlutverki í 38-22 sigri liðsins gegn Síle í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla á Spáni í gær. Ísland landaði sínum fyrsta sigri á HM en það tók íslenska liðið um 20 mínútur að hrista lið Síle af sér. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, nýtti tækifærið og hvíldi lykilmenn fyrir komandi verkefni en hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands með alls 7 mörk. „Ég var að fylgjast með Aroni þjálfara á liðsfundinum og hann var að fara yfir ýmsa hluti þegar hann kom því inn að ég ætti að byrja í hægra horninu. Ég átti alls ekki von á því að byrja en það var ánægjulegt. Það var fiðringur í maganum í kjölfarið og ég hlakkaði til. Byrjunin gekk líka vel, við fórum eftir því sem Aron lagði upp með gegn varnarleiknum hjá Síle og ég náði að skora fljótlega og komast inn í leikinn," sagði Arnór Þór Gunnarsson, en hann var markahæsti leikmaður Íslands með alls 7 mörk. Arnór Þór er bróðir Arons Gunnarssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta, og fékk hann góðar kveðjur frá bróður sínum fyrir leikinn. „Ég fékk SMS frá Aroni fyrir leikinn; „ég er stoltur af þér og ég hlusta á útvarpslýsinguna" og það er því allavega einn í Cardiff í Wales að fylgjast með okkur á HM," sagði Arnór Þór, sem leikur með Bergischer Handball-Club í næstefstu deild í Þýskalandi – og verður hann liðsfélagi Björgvins Gústavssonar á næstu leiktíð. Arnór Þór er að leika á sínu fyrsta stórmóti og hann trúir því varla að leikmaður á borð við Guðjón Val Sigurðsson sé nú liðsfélagi hans. „Guðjón Valur var alltaf „kóngurinn" í mínum huga þegar ég var yngri. Ég leit mikið upp til hans og hann var fyrirmyndin. Það er bara æðislegt að fá tækifæri að spila með þeim. Og þeir gera allt sem þeir geta til þess að aðstoða okkur yngri leikmennina – og kenna okkur ýmislegt sem við kunnum ekki eða höfum upplifað áður." Það var tákn um að ný kynslóð leikmanna er að taka við keflinu hjá íslenska landsliðinu þegar Arnór Þór, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Fannar Friðgeirsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Kári Kristján Kristjánsson stóðu vörnina síðustu mínúturnar. Á meðan sátu þeir eldri og reyndari á bekknum og höfðu gaman af því sem fyrir augu bar. Stefán Rafn lék vel og nýtti tækifærið vel í vinstra horninu – enda sjaldgæft að Guðjón Valur Sigurðsson fái að hvíla sig á stórmóti – og sömu sögu er að segja af Ólafi Gústafssyni. Snorri Steinn Guðjónsson var öflugur og stýrði sóknarleik Íslands af festu. Snorri skoraði alls þrjú mörk úr fimm skotum. Snorri spurði reyndar fyrst um úrslitin í leik Manchester United og Liverpool, sem fram fór á sama tíma og leikurinn gegn Síle. „Ég hafði eiginlega meiri áhyggjur af þeim leik síðustu mínúturnar," sagði Snorri í léttum tón en hann var ekki sáttur við að heyra að Liverpool hafði tapað 2-1 gegn Man Utd. „Það var margt jákvætt í þessum leik hjá okkur, margir sem fengu að spreyta sig, og við náðum að hrista af okkur Rússaleikinn. Við tókum of margar rangar ákvarðanir í sóknarleiknum gegn Rússum, við fengum fullt af færum en nýttum ekki þá möguleika sem voru í boði. Við þurfum að laga slíka hluti fyrir næsta leik gegn Makedóníu," sagði Snorri Steinn Guðjónsson.
Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira