Arnór Þór: Átti ekki von á því að byrja Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 14. janúar 2013 06:00 Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands gegn Síle í gær. Mynd/Vilhelm Yngri leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta voru í aðalhlutverki í 38-22 sigri liðsins gegn Síle í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla á Spáni í gær. Ísland landaði sínum fyrsta sigri á HM en það tók íslenska liðið um 20 mínútur að hrista lið Síle af sér. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, nýtti tækifærið og hvíldi lykilmenn fyrir komandi verkefni en hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands með alls 7 mörk. „Ég var að fylgjast með Aroni þjálfara á liðsfundinum og hann var að fara yfir ýmsa hluti þegar hann kom því inn að ég ætti að byrja í hægra horninu. Ég átti alls ekki von á því að byrja en það var ánægjulegt. Það var fiðringur í maganum í kjölfarið og ég hlakkaði til. Byrjunin gekk líka vel, við fórum eftir því sem Aron lagði upp með gegn varnarleiknum hjá Síle og ég náði að skora fljótlega og komast inn í leikinn," sagði Arnór Þór Gunnarsson, en hann var markahæsti leikmaður Íslands með alls 7 mörk. Arnór Þór er bróðir Arons Gunnarssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta, og fékk hann góðar kveðjur frá bróður sínum fyrir leikinn. „Ég fékk SMS frá Aroni fyrir leikinn; „ég er stoltur af þér og ég hlusta á útvarpslýsinguna" og það er því allavega einn í Cardiff í Wales að fylgjast með okkur á HM," sagði Arnór Þór, sem leikur með Bergischer Handball-Club í næstefstu deild í Þýskalandi – og verður hann liðsfélagi Björgvins Gústavssonar á næstu leiktíð. Arnór Þór er að leika á sínu fyrsta stórmóti og hann trúir því varla að leikmaður á borð við Guðjón Val Sigurðsson sé nú liðsfélagi hans. „Guðjón Valur var alltaf „kóngurinn" í mínum huga þegar ég var yngri. Ég leit mikið upp til hans og hann var fyrirmyndin. Það er bara æðislegt að fá tækifæri að spila með þeim. Og þeir gera allt sem þeir geta til þess að aðstoða okkur yngri leikmennina – og kenna okkur ýmislegt sem við kunnum ekki eða höfum upplifað áður." Það var tákn um að ný kynslóð leikmanna er að taka við keflinu hjá íslenska landsliðinu þegar Arnór Þór, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Fannar Friðgeirsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Kári Kristján Kristjánsson stóðu vörnina síðustu mínúturnar. Á meðan sátu þeir eldri og reyndari á bekknum og höfðu gaman af því sem fyrir augu bar. Stefán Rafn lék vel og nýtti tækifærið vel í vinstra horninu – enda sjaldgæft að Guðjón Valur Sigurðsson fái að hvíla sig á stórmóti – og sömu sögu er að segja af Ólafi Gústafssyni. Snorri Steinn Guðjónsson var öflugur og stýrði sóknarleik Íslands af festu. Snorri skoraði alls þrjú mörk úr fimm skotum. Snorri spurði reyndar fyrst um úrslitin í leik Manchester United og Liverpool, sem fram fór á sama tíma og leikurinn gegn Síle. „Ég hafði eiginlega meiri áhyggjur af þeim leik síðustu mínúturnar," sagði Snorri í léttum tón en hann var ekki sáttur við að heyra að Liverpool hafði tapað 2-1 gegn Man Utd. „Það var margt jákvætt í þessum leik hjá okkur, margir sem fengu að spreyta sig, og við náðum að hrista af okkur Rússaleikinn. Við tókum of margar rangar ákvarðanir í sóknarleiknum gegn Rússum, við fengum fullt af færum en nýttum ekki þá möguleika sem voru í boði. Við þurfum að laga slíka hluti fyrir næsta leik gegn Makedóníu," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Yngri leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta voru í aðalhlutverki í 38-22 sigri liðsins gegn Síle í B-riðli heimsmeistaramótsins í Sevilla á Spáni í gær. Ísland landaði sínum fyrsta sigri á HM en það tók íslenska liðið um 20 mínútur að hrista lið Síle af sér. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins, nýtti tækifærið og hvíldi lykilmenn fyrir komandi verkefni en hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Íslands með alls 7 mörk. „Ég var að fylgjast með Aroni þjálfara á liðsfundinum og hann var að fara yfir ýmsa hluti þegar hann kom því inn að ég ætti að byrja í hægra horninu. Ég átti alls ekki von á því að byrja en það var ánægjulegt. Það var fiðringur í maganum í kjölfarið og ég hlakkaði til. Byrjunin gekk líka vel, við fórum eftir því sem Aron lagði upp með gegn varnarleiknum hjá Síle og ég náði að skora fljótlega og komast inn í leikinn," sagði Arnór Þór Gunnarsson, en hann var markahæsti leikmaður Íslands með alls 7 mörk. Arnór Þór er bróðir Arons Gunnarssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta, og fékk hann góðar kveðjur frá bróður sínum fyrir leikinn. „Ég fékk SMS frá Aroni fyrir leikinn; „ég er stoltur af þér og ég hlusta á útvarpslýsinguna" og það er því allavega einn í Cardiff í Wales að fylgjast með okkur á HM," sagði Arnór Þór, sem leikur með Bergischer Handball-Club í næstefstu deild í Þýskalandi – og verður hann liðsfélagi Björgvins Gústavssonar á næstu leiktíð. Arnór Þór er að leika á sínu fyrsta stórmóti og hann trúir því varla að leikmaður á borð við Guðjón Val Sigurðsson sé nú liðsfélagi hans. „Guðjón Valur var alltaf „kóngurinn" í mínum huga þegar ég var yngri. Ég leit mikið upp til hans og hann var fyrirmyndin. Það er bara æðislegt að fá tækifæri að spila með þeim. Og þeir gera allt sem þeir geta til þess að aðstoða okkur yngri leikmennina – og kenna okkur ýmislegt sem við kunnum ekki eða höfum upplifað áður." Það var tákn um að ný kynslóð leikmanna er að taka við keflinu hjá íslenska landsliðinu þegar Arnór Þór, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Fannar Friðgeirsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Kári Kristján Kristjánsson stóðu vörnina síðustu mínúturnar. Á meðan sátu þeir eldri og reyndari á bekknum og höfðu gaman af því sem fyrir augu bar. Stefán Rafn lék vel og nýtti tækifærið vel í vinstra horninu – enda sjaldgæft að Guðjón Valur Sigurðsson fái að hvíla sig á stórmóti – og sömu sögu er að segja af Ólafi Gústafssyni. Snorri Steinn Guðjónsson var öflugur og stýrði sóknarleik Íslands af festu. Snorri skoraði alls þrjú mörk úr fimm skotum. Snorri spurði reyndar fyrst um úrslitin í leik Manchester United og Liverpool, sem fram fór á sama tíma og leikurinn gegn Síle. „Ég hafði eiginlega meiri áhyggjur af þeim leik síðustu mínúturnar," sagði Snorri í léttum tón en hann var ekki sáttur við að heyra að Liverpool hafði tapað 2-1 gegn Man Utd. „Það var margt jákvætt í þessum leik hjá okkur, margir sem fengu að spreyta sig, og við náðum að hrista af okkur Rússaleikinn. Við tókum of margar rangar ákvarðanir í sóknarleiknum gegn Rússum, við fengum fullt af færum en nýttum ekki þá möguleika sem voru í boði. Við þurfum að laga slíka hluti fyrir næsta leik gegn Makedóníu," sagði Snorri Steinn Guðjónsson.
Handbolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira