Ágætis áminning Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2013 07:00 Aron pálmarsson var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins í svíþjóð í gær. fréttablaðið/vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta tapaði gegn óreyndu liði Svía, 31-29, í lokaleik sínum fyrir HM á Spáni. Landsliðsþjálfarinn var að vonum ekki ánægður með leikinn en sagði gott að fá smá áminningu um hvað þurfi að laga fyrir HM. Nokkrar viðvörunarbjöllur fóru í gang eftir tapið gegn Svíum í gær. Eftir fína leiki gegn Túnis fyrir áramót var íslenska liðið ekki eins sannfærandi í gær. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn ekki vel. Voru hægir og ekki tilbúnir. Í stöðunni 5-3 fyrir Svía hrukku þeir aftur á móti í gírinn og skoruðu tíu mörk gegn einu marki Svía. 13-6 fyrir Ísland og allt í fínum málum. Þá gáfu þeir eftir á nýjan leik og Svíar minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 14-15. Aron Rafn var í stuði og varði tíu bolta. Aron Pálmarsson byrjaði vel en gaf eftir er leið á hálfleikinn. Aron þjálfari róteraði mikið og til að mynda fengu Ólafarnir Guðmundsson og Gústafsson að spila hægra megin með engum árangri. Strákarnir héldu áfram að gefa eftir í seinni hálfleik. Tæknifeilunum fjölgaði og markvarslan datt niður. Strákarnir fengu þó tækifæri til þess að bjarga leiknum á lokamínútunum en þeir nýttu þau ekki. Aron Pálmarsson í sérflokki í íslenska liðinu. Skoraði níu mörk og virtist ekkert hafa fyrir því. Aron Rafn stóð sig vel í markinu og Arnór Gunnarsson átti flotta innkomu í síðari hálfleik. Það klingja ýmsar viðvörunarbjöllur eftir þennan leik. Leikur liðsins er allt of sveiflukenndur og tæknifeilarnir allt of margir. Liðið fékk ekkert úr Ólafi Gústafs og Ólafi Guðmunds í leik gegn frekar slöku og óreyndu liði Svía. Línuspilið gekk einnig illa og svona mætti áfram telja. Eftir fína leiki gegn Túnis komst liðið að því hvað þarf að laga áður en alvaran byrjar um næstu helgi. Það er vonandi að liðið nýti tímann vel fram að því. „Maður er aldrei sáttur við að tapa. Ef ég tek það jákvæða úr leiknum þá fannst mér vörnin lengi vel vera fín. Aron stóð sig líka vel í markinu í fyrri hálfleik og undir lokin. Við fengum litla markvörslu samt í 20 mínútur í seinni hálfleik. Aron er alltaf hættulegur í sókninni og Arnór kom flottur inn. Við skorum 29 mörk en klúðrum samt mörgum dauðafærum í seinni hálfleik. Gerum líka einfalda feila og köstum boltanum frá okkur. Þetta tap liggur hjá okkur sjálfum," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir leik. „Við vorum ekki nógu góðir að hlaupa til baka í byrjun en svo kemur þetta allt. Svo er við hreyfum við liðinu þá missum við aðeins taktinn og hleypum þeim inn í leikinn. Það dróf af okkur er nýir menn komu inn en þetta var fínn leikur fyrir þá til að lenda undir pressu gegn sterku liði. Góðir menn klúðruðu líka færum sem þeir eru ekki vanir að klúðra og þar lá kannski munurinn á sigri og tveggja marka tapi," sagði þjálfarinn en hann var duglegur að skipta inn á. Aron var að vonum svekktur með hversu lítið kom út úr Ólöfunum í leiknum en hvorugur þeirra komst á blað. „Það var mjög svekkjandi. Við verðum að fá meira frá þeim. Við getum ekki spilað HM á einni uppstillingu. Það þurfa fleiri útileikmenn að stíga upp," sagði Aron en lítið kom líka úr línuspilinu. „Það er ágætt að fá smá áminningu og geta staldrað við. Nú sjáum við hvar við getum bætt okkur. Það er alltaf erfitt að vera bjartsýnn eftir tapleik en ég er samt nokkuð bjartsýnn. Liðið hefur unnið vel og við fáum nokkra daga til þess að komast yfir þetta og laga það sem þarf," sagði Aron en Rússar bíða í fyrsta leik á HM. „Við þurfum að skoða sóknarleikinn á móti þeirra vörn og hvernig við stoppum þeirra sterku skyttur." Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta tapaði gegn óreyndu liði Svía, 31-29, í lokaleik sínum fyrir HM á Spáni. Landsliðsþjálfarinn var að vonum ekki ánægður með leikinn en sagði gott að fá smá áminningu um hvað þurfi að laga fyrir HM. Nokkrar viðvörunarbjöllur fóru í gang eftir tapið gegn Svíum í gær. Eftir fína leiki gegn Túnis fyrir áramót var íslenska liðið ekki eins sannfærandi í gær. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn ekki vel. Voru hægir og ekki tilbúnir. Í stöðunni 5-3 fyrir Svía hrukku þeir aftur á móti í gírinn og skoruðu tíu mörk gegn einu marki Svía. 13-6 fyrir Ísland og allt í fínum málum. Þá gáfu þeir eftir á nýjan leik og Svíar minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, 14-15. Aron Rafn var í stuði og varði tíu bolta. Aron Pálmarsson byrjaði vel en gaf eftir er leið á hálfleikinn. Aron þjálfari róteraði mikið og til að mynda fengu Ólafarnir Guðmundsson og Gústafsson að spila hægra megin með engum árangri. Strákarnir héldu áfram að gefa eftir í seinni hálfleik. Tæknifeilunum fjölgaði og markvarslan datt niður. Strákarnir fengu þó tækifæri til þess að bjarga leiknum á lokamínútunum en þeir nýttu þau ekki. Aron Pálmarsson í sérflokki í íslenska liðinu. Skoraði níu mörk og virtist ekkert hafa fyrir því. Aron Rafn stóð sig vel í markinu og Arnór Gunnarsson átti flotta innkomu í síðari hálfleik. Það klingja ýmsar viðvörunarbjöllur eftir þennan leik. Leikur liðsins er allt of sveiflukenndur og tæknifeilarnir allt of margir. Liðið fékk ekkert úr Ólafi Gústafs og Ólafi Guðmunds í leik gegn frekar slöku og óreyndu liði Svía. Línuspilið gekk einnig illa og svona mætti áfram telja. Eftir fína leiki gegn Túnis komst liðið að því hvað þarf að laga áður en alvaran byrjar um næstu helgi. Það er vonandi að liðið nýti tímann vel fram að því. „Maður er aldrei sáttur við að tapa. Ef ég tek það jákvæða úr leiknum þá fannst mér vörnin lengi vel vera fín. Aron stóð sig líka vel í markinu í fyrri hálfleik og undir lokin. Við fengum litla markvörslu samt í 20 mínútur í seinni hálfleik. Aron er alltaf hættulegur í sókninni og Arnór kom flottur inn. Við skorum 29 mörk en klúðrum samt mörgum dauðafærum í seinni hálfleik. Gerum líka einfalda feila og köstum boltanum frá okkur. Þetta tap liggur hjá okkur sjálfum," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson eftir leik. „Við vorum ekki nógu góðir að hlaupa til baka í byrjun en svo kemur þetta allt. Svo er við hreyfum við liðinu þá missum við aðeins taktinn og hleypum þeim inn í leikinn. Það dróf af okkur er nýir menn komu inn en þetta var fínn leikur fyrir þá til að lenda undir pressu gegn sterku liði. Góðir menn klúðruðu líka færum sem þeir eru ekki vanir að klúðra og þar lá kannski munurinn á sigri og tveggja marka tapi," sagði þjálfarinn en hann var duglegur að skipta inn á. Aron var að vonum svekktur með hversu lítið kom út úr Ólöfunum í leiknum en hvorugur þeirra komst á blað. „Það var mjög svekkjandi. Við verðum að fá meira frá þeim. Við getum ekki spilað HM á einni uppstillingu. Það þurfa fleiri útileikmenn að stíga upp," sagði Aron en lítið kom líka úr línuspilinu. „Það er ágætt að fá smá áminningu og geta staldrað við. Nú sjáum við hvar við getum bætt okkur. Það er alltaf erfitt að vera bjartsýnn eftir tapleik en ég er samt nokkuð bjartsýnn. Liðið hefur unnið vel og við fáum nokkra daga til þess að komast yfir þetta og laga það sem þarf," sagði Aron en Rússar bíða í fyrsta leik á HM. „Við þurfum að skoða sóknarleikinn á móti þeirra vörn og hvernig við stoppum þeirra sterku skyttur."
Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira