Fjórir nýliðar fara með á HM á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2013 08:00 Ólafur Gústafsson. Mynd/Daníel Aron Kristjánsson valdi í gær þá fjórtán útileikmenn sem munu skipa hóp íslenska landsliðsins á HM á Spáni en fyrsti leikur strákanna okkar verður á móti Rússum á laugardaginn. Aron valdi fjóra nýliða í hópinn sinn því þeir Stefán Rafn Sigurmannsson, Fannar Þór Friðgeirsson, Ólafur Gústafsson og Arnór Þór Gunnarsson eru allir á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. Það eru liðin átta ár síðan það voru svona margir nýliðar á stórmóti en Viggó Sigurðsson var með sjö nýliða í hópnum sem fór til Túnis árið 2005. „Þetta verður eldskírn fyrir þessa stráka og það eru líka margir leikmenn í stærri hlutverkum en þeir hafa áður verið í. Við erum með kjarna af leikmönnum sem hafa mikla reynslu og svo erum við líka með annan kjarna sem er mjög reynslulítill," segir Aron. Viggó gaf mörgum lykilmönnum framtíðarinnar sitt fyrsta tækifæri á stórmóti í Túnis fyrir átta árum og nú er vonandi að leikmennirnir sem koma inn núna geti tekið að sér stór hlutverk í framtíðinni. „Menn verða að vera tilbúnir þegar kallið kemur og það sem við stefnum að er að koma öllum inn í mótið í riðlakeppninni. Það er líka þannig að við erum með lykilleikmenn sem munu bera þungann af sóknarleiknum okkar. Svo verða aðrir að vera tilbúnir að koma með sitt inn í þetta," segir Aron. Það sem þessi tvö stórmót, HM á Spáni 2013 og HM í Túnis 2005, eiga líka sameiginlegt er að bæði mótin eru fyrsta stórmót íslenska landsliðsins eftir langa þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur náði frábærum árangri með íslenska landsliðið, fyrst 2001 til 2004 og svo 2008 til 2012, en aðalgagnrýnin á hans störf var að treysta of mikið á of fáa leikmenn. Aron hefur sýnt það í sínum fyrstu landsleikjum að hann notar liðið sitt og því má búast við að umræddir fjórtán leikmenn fái allir sitt tækifæri á Spáni. „Nú verða aðrir að taka við keflinu og sýna sig," segir Aron. Nýliðarnir á HM á SpániStefán Rafn Sigurmannsson Vinstri hornamaður hjá Rhein-Neckar Löwen Lék með Haukum á Íslandi 22 ára (fæddur 9.05.1990) 196 sm og 96 kg 6 landsleikir og 5 mörkFannar Þór Friðgeirsson Leikstjórnandi hjá Wetzlar Lék með Val á Íslandi 25 ára (fæddur 03.06.1987) 181 sm og 85 kg 4 landsleikir og 4 mörkÓlafur Gústafsson Vinstri skytta hjá Flensburg Lék með FH á Íslandi 23 ára (fæddur 27.03.1989) 196 sm og 95 kg 10 landsleikir og 26 mörkArnór Þór Gunnarsson Hægri hornamaður hjá Die Bergische Lék með Val á Íslandi 25 ára (fæddur 23.10.1987) 181 sm og 85 kg 16 landsleikir og 42 mörk Nýliðar á síðustu stórmótum:ÓL 2012 - 0EM 2012 - 2+1 Ólafur Bjarki Ragnarsson Rúnar Kárason *Aron Rafn EðvarðssonHM 2011 - 3 Kári Kristján Kristjánsson Oddur Gretarsson Sigurbergur SveinssonEM 2010 - 2 Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonÓL 2008 - 2 Björgvin Páll Gústavsson Sturla ÁsgeirssonEM 2008 - 2 Bjarni Fritzson Hannes Jón JónssonHM 2007 - 2 Markús Máni Michaelsson Sverre JakobssonEM 2006 - 3+1 Heimir Örn Árnason Sigurður Eggertsson Þórir Ólafsson *Vilhjálmur HalldórssonHM 2005 - 7 Alexander Petersson Arnór Atlason Einar Hólmgeirsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Vignir Svavarsson* Kallaðir inn á miðju móti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Aron Kristjánsson valdi í gær þá fjórtán útileikmenn sem munu skipa hóp íslenska landsliðsins á HM á Spáni en fyrsti leikur strákanna okkar verður á móti Rússum á laugardaginn. Aron valdi fjóra nýliða í hópinn sinn því þeir Stefán Rafn Sigurmannsson, Fannar Þór Friðgeirsson, Ólafur Gústafsson og Arnór Þór Gunnarsson eru allir á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. Það eru liðin átta ár síðan það voru svona margir nýliðar á stórmóti en Viggó Sigurðsson var með sjö nýliða í hópnum sem fór til Túnis árið 2005. „Þetta verður eldskírn fyrir þessa stráka og það eru líka margir leikmenn í stærri hlutverkum en þeir hafa áður verið í. Við erum með kjarna af leikmönnum sem hafa mikla reynslu og svo erum við líka með annan kjarna sem er mjög reynslulítill," segir Aron. Viggó gaf mörgum lykilmönnum framtíðarinnar sitt fyrsta tækifæri á stórmóti í Túnis fyrir átta árum og nú er vonandi að leikmennirnir sem koma inn núna geti tekið að sér stór hlutverk í framtíðinni. „Menn verða að vera tilbúnir þegar kallið kemur og það sem við stefnum að er að koma öllum inn í mótið í riðlakeppninni. Það er líka þannig að við erum með lykilleikmenn sem munu bera þungann af sóknarleiknum okkar. Svo verða aðrir að vera tilbúnir að koma með sitt inn í þetta," segir Aron. Það sem þessi tvö stórmót, HM á Spáni 2013 og HM í Túnis 2005, eiga líka sameiginlegt er að bæði mótin eru fyrsta stórmót íslenska landsliðsins eftir langa þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur náði frábærum árangri með íslenska landsliðið, fyrst 2001 til 2004 og svo 2008 til 2012, en aðalgagnrýnin á hans störf var að treysta of mikið á of fáa leikmenn. Aron hefur sýnt það í sínum fyrstu landsleikjum að hann notar liðið sitt og því má búast við að umræddir fjórtán leikmenn fái allir sitt tækifæri á Spáni. „Nú verða aðrir að taka við keflinu og sýna sig," segir Aron. Nýliðarnir á HM á SpániStefán Rafn Sigurmannsson Vinstri hornamaður hjá Rhein-Neckar Löwen Lék með Haukum á Íslandi 22 ára (fæddur 9.05.1990) 196 sm og 96 kg 6 landsleikir og 5 mörkFannar Þór Friðgeirsson Leikstjórnandi hjá Wetzlar Lék með Val á Íslandi 25 ára (fæddur 03.06.1987) 181 sm og 85 kg 4 landsleikir og 4 mörkÓlafur Gústafsson Vinstri skytta hjá Flensburg Lék með FH á Íslandi 23 ára (fæddur 27.03.1989) 196 sm og 95 kg 10 landsleikir og 26 mörkArnór Þór Gunnarsson Hægri hornamaður hjá Die Bergische Lék með Val á Íslandi 25 ára (fæddur 23.10.1987) 181 sm og 85 kg 16 landsleikir og 42 mörk Nýliðar á síðustu stórmótum:ÓL 2012 - 0EM 2012 - 2+1 Ólafur Bjarki Ragnarsson Rúnar Kárason *Aron Rafn EðvarðssonHM 2011 - 3 Kári Kristján Kristjánsson Oddur Gretarsson Sigurbergur SveinssonEM 2010 - 2 Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonÓL 2008 - 2 Björgvin Páll Gústavsson Sturla ÁsgeirssonEM 2008 - 2 Bjarni Fritzson Hannes Jón JónssonHM 2007 - 2 Markús Máni Michaelsson Sverre JakobssonEM 2006 - 3+1 Heimir Örn Árnason Sigurður Eggertsson Þórir Ólafsson *Vilhjálmur HalldórssonHM 2005 - 7 Alexander Petersson Arnór Atlason Einar Hólmgeirsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Vignir Svavarsson* Kallaðir inn á miðju móti
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira