Innlent

Vilja bjóða út rekstur Hörpu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu fund borgarráðs í dag
Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu fund borgarráðs í dag
Á borgarráðsfundi í dag var lögð fram tillaga frá borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um að kanna hagkvæmni þess að bjóða út rekstur tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Fulltrúarnir vilja að skoðað verði rekstrarfyrirkomulag sambærilegra húsa erlendis og hvernig rekstri þeirra er háttað með tilliti til þessa.

Tillagan var lögð fram vegna áherslu borgarráðs að leita beri leiða til að auka hagkvæmni í opinberum rekstri.

Afgreiðslu málsins var frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×