Hagar í mál við ríkið vegna ofurtolla Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. desember 2013 09:00 Páll Rúnar M. Kristjánsson er lögmaður Haga. „Samningar sem þessir eru ekki gerðir til að vernda sérhagsmuni einstakra lögaðila innan aðildarríkjanna. Samningar sem þessir eru gerðir með það að leiðarljósi að tryggja hagsmuni almennings. Það er gert með því að opna fyrir innflutning á vörum erlendis frá og opna markaði erlendis fyrir innlenda framleiðslu.” segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga sem hafa stefnt íslenska ríkinu til að láta reyna á lögmæti þess að leggja ofurtolla á innflutt matvæli.Markmið að tryggja hagsæld og réttindi neytenda Í samtali við Vísi segir Páll Rúnar að ríkið hafi tekið á sig margvíslegar alþjóðlegar skuldbindingar þess efnis að opna fyrir alþjóðleg viðskipti með ákveðnar matvörur til og frá Íslandi. Megi þar nefna aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og samningum á þeim vettvangi. Í því felist m.a. að Ísland hefur skuldbundið sig til að leyfa innflutning á ákveðnum matvælum til Íslands og stuðla að því að virk samkeppni verði á markaði með þær vörur. Markmið þessa samstarfs er að tryggja hagsæld og réttindi neytenda. Þrátt fyrir þetta hefur innflutningur á ákveðnum tegundum matvæla, til dæmis kjöti og ostum, vart verið mælanlegur hér á landi og tollar mjög háir. Félag atvinnurekenda ásamt öðrum hafa talið að í þessu felist samningsbrot af hálfu íslenska ríkisins gagnvart WTO skuldbindingum sem og EES samningnum. Þá hafa aðrir aðilar, til að mynda Samkeppniseftirlitið, bent á þau miklu og neikvæðu áhrif sem núverandi fyrirkomulag hefur fyrir neytendur og hvatt til þess að opnað verði fyrir þennan innflutning. Lítið hefur hins vegar áunnist í þessum efnum. Nú er svo komið að Hagar ætla að láta reyna á lögmæti þessa fyrirkomulags fyrir dómi og hafa því stefnt íslenska ríkinu.Reyna á lögmæti ofurtolla Páll Rúnar segir að tilgangurinn með málsókn Haga sé að láta reyna á lögmæti þeirra ofurtolla sem lagðir eru á innflutning á ákveðnum matvælum. Þessi gjaldtaka gerir það að verkum að innflutningsaðilar geta ekki komið ódýrari vörum til neytenda og er því atvinnufrelsi þeirra verulega skert að mati Haga. Tollarnir valda því einnig að verð á þessu matvælum eru umtalsvert hærra en það annars væri. Vinnist málið megi hins vegar búast við því að látið verði af þessari gjaldtöku og rýmkað fyrir innflutningi. Það mun skila sér í töluvert lægra matvælaverði til neytenda. Þá muni þetta hafa það í för með sér að matarkarfa heimilsins lækkar mikið með tilheyrandi lækkun á vísitölu neysluverðs og þá verðbólgu.Fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings Páll Rúnar segir að um sé að ræða nokkuð umfangsmikið mál þar sem látið er reyna á það hvort að þessi gjaldtaka standist ákvæði stjórnarskrár og þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Einn þáttur málsins snýr að því hvort að það sé í raun heimilt að fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings með þeim hætti sem gert er. „Með því að vanefna þessar skuldbindingar með þeim hætti sem gert er er því fyrst og síðast verið að skaða neytendur. Fólk borgar hærra verð sem veldur meiri verðbólgu sem hækkar skuldir. Vinnist málið verður það mikill sigur fyrir neytendur sem munu fá ódýrari og fjölbreyttari matvæli, minni verðbólgu og virka samkeppni. Það er verið að taka þennan slag fyrir neytendur,“ bætir Páll við. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
„Samningar sem þessir eru ekki gerðir til að vernda sérhagsmuni einstakra lögaðila innan aðildarríkjanna. Samningar sem þessir eru gerðir með það að leiðarljósi að tryggja hagsmuni almennings. Það er gert með því að opna fyrir innflutning á vörum erlendis frá og opna markaði erlendis fyrir innlenda framleiðslu.” segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Haga sem hafa stefnt íslenska ríkinu til að láta reyna á lögmæti þess að leggja ofurtolla á innflutt matvæli.Markmið að tryggja hagsæld og réttindi neytenda Í samtali við Vísi segir Páll Rúnar að ríkið hafi tekið á sig margvíslegar alþjóðlegar skuldbindingar þess efnis að opna fyrir alþjóðleg viðskipti með ákveðnar matvörur til og frá Íslandi. Megi þar nefna aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og samningum á þeim vettvangi. Í því felist m.a. að Ísland hefur skuldbundið sig til að leyfa innflutning á ákveðnum matvælum til Íslands og stuðla að því að virk samkeppni verði á markaði með þær vörur. Markmið þessa samstarfs er að tryggja hagsæld og réttindi neytenda. Þrátt fyrir þetta hefur innflutningur á ákveðnum tegundum matvæla, til dæmis kjöti og ostum, vart verið mælanlegur hér á landi og tollar mjög háir. Félag atvinnurekenda ásamt öðrum hafa talið að í þessu felist samningsbrot af hálfu íslenska ríkisins gagnvart WTO skuldbindingum sem og EES samningnum. Þá hafa aðrir aðilar, til að mynda Samkeppniseftirlitið, bent á þau miklu og neikvæðu áhrif sem núverandi fyrirkomulag hefur fyrir neytendur og hvatt til þess að opnað verði fyrir þennan innflutning. Lítið hefur hins vegar áunnist í þessum efnum. Nú er svo komið að Hagar ætla að láta reyna á lögmæti þessa fyrirkomulags fyrir dómi og hafa því stefnt íslenska ríkinu.Reyna á lögmæti ofurtolla Páll Rúnar segir að tilgangurinn með málsókn Haga sé að láta reyna á lögmæti þeirra ofurtolla sem lagðir eru á innflutning á ákveðnum matvælum. Þessi gjaldtaka gerir það að verkum að innflutningsaðilar geta ekki komið ódýrari vörum til neytenda og er því atvinnufrelsi þeirra verulega skert að mati Haga. Tollarnir valda því einnig að verð á þessu matvælum eru umtalsvert hærra en það annars væri. Vinnist málið megi hins vegar búast við því að látið verði af þessari gjaldtöku og rýmkað fyrir innflutningi. Það mun skila sér í töluvert lægra matvælaverði til neytenda. Þá muni þetta hafa það í för með sér að matarkarfa heimilsins lækkar mikið með tilheyrandi lækkun á vísitölu neysluverðs og þá verðbólgu.Fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings Páll Rúnar segir að um sé að ræða nokkuð umfangsmikið mál þar sem látið er reyna á það hvort að þessi gjaldtaka standist ákvæði stjórnarskrár og þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Einn þáttur málsins snýr að því hvort að það sé í raun heimilt að fórna fjárhagslegum hagsmunum almennings með þeim hætti sem gert er. „Með því að vanefna þessar skuldbindingar með þeim hætti sem gert er er því fyrst og síðast verið að skaða neytendur. Fólk borgar hærra verð sem veldur meiri verðbólgu sem hækkar skuldir. Vinnist málið verður það mikill sigur fyrir neytendur sem munu fá ódýrari og fjölbreyttari matvæli, minni verðbólgu og virka samkeppni. Það er verið að taka þennan slag fyrir neytendur,“ bætir Páll við.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira