14 milljarða króna eignasala í uppnámi Valur Grettisson skrifar 14. september 2013 07:00 Ekki hefur gengið að fjármagna kaup á húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. „Maður er bjartsýnn þar til ástæða er til annars,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, en sala á Magma-skuldabréfinu hefur tafist um mánuð. Það voru Landsbréf sem stóðu að baki kaupunum en til stóð að fjármögnun á kaupum á bréfinu yrði lokið í ágúst. Til stendur að selja bréfið fyrir 8,6 milljarða króna. Það gengur ekki aðeins erfiðlega að selja bréfið, einnig gengur erfiðlega að selja húsnæði Orkuveitunnar. Það er Straumur sem hyggst kaupa húsið en verðið er 5,1 milljarður króna. Búið er að framlengja frestinn til þess að fjármagna kaup á Magma-bréfinu um einn mánuð, samkvæmt Haraldi Flosa. Eins mun vera búið að veita Straumi nokkrar vikur til þess að ganga frá fjármagni á kaupum á húsnæðinu, sem Orkuveitan hyggst leigja af kaupandanum, gangi viðskiptin eftir. Það er þó ljóst að gangi kaupin ekki eftir muni það setja strik í efnahagsreikning Orkuveitunnar, enda tilgangurinn með sölunum að bæta lausafjárstöðuna, en samanlagt er um 13,7 milljarðar að ræða. „Það eru engir stórkostlega alvarlegir fylgisfiskar sem fylgja því ef þetta gengur ekki upp,“ segir Haraldur Flosi en sjóðsstaða Orkuveitunnar er betri en búist var við. „Það er þó æskilegt að gengið verði frá þessu hið fyrsta,“ segir Haraldur Flosi. Aðspurður hvernig Orkuveitan hyggst bregðast við, gangi viðskiptin ekki eftir, svarar hann: „Það eru þá viðfangsefni sem þarf að takast á við.“ Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurnir á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar þar sem hann spurði hvernig staðan væri í þessum málum. „Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi ekki verið nægilega vönduð vinna að baki þessu,“ segir hann. Hann segir Orkuveituna þó hafa unnið góða vinnu í því að bæta aðgengi fyrirtækisins að fjármagni, „og vonandi hefur þetta ekki áhrif á það,“ bætir Kjartan við. Straumur og Landsbréf safna féÞað er fyrirtækið Landsbréf hf. sem leitar fjárfesta til þess að fjármagna kaup á Magma-skuldabréfinu. Skuldabréfið var upphaflega hluti greiðslu fyrir hlut OR í HS Orku. Á bak við skuldabréfið stendur veð í hlutabréfum í HS Orku. Kaupverðið er 8,6 milljarðar króna. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í janúar að selja höfuðstöðvar OR fyrir 5,1 milljarð króna og verður hagnaður OR um 600 milljónir króna gangi viðskiptin eftir. Straumur fjárfestingabanki gerði tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og endanlega fjármögnun. Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Maður er bjartsýnn þar til ástæða er til annars,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, en sala á Magma-skuldabréfinu hefur tafist um mánuð. Það voru Landsbréf sem stóðu að baki kaupunum en til stóð að fjármögnun á kaupum á bréfinu yrði lokið í ágúst. Til stendur að selja bréfið fyrir 8,6 milljarða króna. Það gengur ekki aðeins erfiðlega að selja bréfið, einnig gengur erfiðlega að selja húsnæði Orkuveitunnar. Það er Straumur sem hyggst kaupa húsið en verðið er 5,1 milljarður króna. Búið er að framlengja frestinn til þess að fjármagna kaup á Magma-bréfinu um einn mánuð, samkvæmt Haraldi Flosa. Eins mun vera búið að veita Straumi nokkrar vikur til þess að ganga frá fjármagni á kaupum á húsnæðinu, sem Orkuveitan hyggst leigja af kaupandanum, gangi viðskiptin eftir. Það er þó ljóst að gangi kaupin ekki eftir muni það setja strik í efnahagsreikning Orkuveitunnar, enda tilgangurinn með sölunum að bæta lausafjárstöðuna, en samanlagt er um 13,7 milljarðar að ræða. „Það eru engir stórkostlega alvarlegir fylgisfiskar sem fylgja því ef þetta gengur ekki upp,“ segir Haraldur Flosi en sjóðsstaða Orkuveitunnar er betri en búist var við. „Það er þó æskilegt að gengið verði frá þessu hið fyrsta,“ segir Haraldur Flosi. Aðspurður hvernig Orkuveitan hyggst bregðast við, gangi viðskiptin ekki eftir, svarar hann: „Það eru þá viðfangsefni sem þarf að takast á við.“ Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurnir á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar þar sem hann spurði hvernig staðan væri í þessum málum. „Maður veltir því fyrir sér hvort það hafi ekki verið nægilega vönduð vinna að baki þessu,“ segir hann. Hann segir Orkuveituna þó hafa unnið góða vinnu í því að bæta aðgengi fyrirtækisins að fjármagni, „og vonandi hefur þetta ekki áhrif á það,“ bætir Kjartan við. Straumur og Landsbréf safna féÞað er fyrirtækið Landsbréf hf. sem leitar fjárfesta til þess að fjármagna kaup á Magma-skuldabréfinu. Skuldabréfið var upphaflega hluti greiðslu fyrir hlut OR í HS Orku. Á bak við skuldabréfið stendur veð í hlutabréfum í HS Orku. Kaupverðið er 8,6 milljarðar króna. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti í janúar að selja höfuðstöðvar OR fyrir 5,1 milljarð króna og verður hagnaður OR um 600 milljónir króna gangi viðskiptin eftir. Straumur fjárfestingabanki gerði tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og endanlega fjármögnun.
Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira