Vandræði McLaren enn til staðar í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2013 16:45 Button hefur ekki nógu góð tæki í höndunum til þess að geta barist um sigra í fyrstu mótum ársins. Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons. Vegna þess hve lítill tími líður á milli fyrstu mótanna verður ekki hægt að leysa vandamálin sem steðja að McLaren, segir Button. Hann vonar samt sem áður að breytileg veðurspá fyrir kappaksturinn í Malasíu muni gefa liðinu færi á betri árangri. „Við getum ekki búist við neinum uppfærslum eða framförum um næstu helgi," sagði Button. „En það er alltaf þannig með Malasíu að það er erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast þar." Kappaksturinn fer af stað síðdegis í Malasíu en klukkan átta um morgun hér á Íslandi. Það hefur undanfarin ár gefið meiri hættu á síðdegisskúrum sem hrist hafa upp í röðinni. „Veðrið hefur gert kappaksturinn að lotteríi fyrir alla." „Það er eitthvað sem við gætum nýtt okkur. Ég hef gaman að því að aka í breytilegum aðstæðum og mundi elska að geta keppt um sigur í bíl sem við vitum að hefur ekki burði til þess ennþá," sagði Button. Hann hefur sýnt það á undanförnum árum að hann er frábær við breytilegar veðuraðstæður. Liðsfélagi Buttons, Mexíkóinn Sergio Perez, er enn handviss um að liðið muni redda málunum. „Síðasta helgi var erfið fyrir alla í liðinu. Vandamálin sem birtust þar sýndu okkur hins vegar nákvæmlega við hvað við eigum að etja," sagði Perez. Hann lauk ástralska kappakstrinum aðeins ellefti. Formúla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Jenson Button, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segir liðið verða áfram í vandræðum í Malasíu um næstu helgi. McLaren-liðið þurfti að sætta sig við aðeins tvö stig í ástralska kappakstrinum sem það fékk fyrir níunda sæti Buttons. Vegna þess hve lítill tími líður á milli fyrstu mótanna verður ekki hægt að leysa vandamálin sem steðja að McLaren, segir Button. Hann vonar samt sem áður að breytileg veðurspá fyrir kappaksturinn í Malasíu muni gefa liðinu færi á betri árangri. „Við getum ekki búist við neinum uppfærslum eða framförum um næstu helgi," sagði Button. „En það er alltaf þannig með Malasíu að það er erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast þar." Kappaksturinn fer af stað síðdegis í Malasíu en klukkan átta um morgun hér á Íslandi. Það hefur undanfarin ár gefið meiri hættu á síðdegisskúrum sem hrist hafa upp í röðinni. „Veðrið hefur gert kappaksturinn að lotteríi fyrir alla." „Það er eitthvað sem við gætum nýtt okkur. Ég hef gaman að því að aka í breytilegum aðstæðum og mundi elska að geta keppt um sigur í bíl sem við vitum að hefur ekki burði til þess ennþá," sagði Button. Hann hefur sýnt það á undanförnum árum að hann er frábær við breytilegar veðuraðstæður. Liðsfélagi Buttons, Mexíkóinn Sergio Perez, er enn handviss um að liðið muni redda málunum. „Síðasta helgi var erfið fyrir alla í liðinu. Vandamálin sem birtust þar sýndu okkur hins vegar nákvæmlega við hvað við eigum að etja," sagði Perez. Hann lauk ástralska kappakstrinum aðeins ellefti.
Formúla Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira