Chicago Bulls og Oklahoma Thunder tókst ekki að tryggja sér sæti í næstu umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Bæði lið máttu sætta sg við tap í nótt.
Brooklyn vann sannfærandi sigur á Chicago á meðan Houston vann mjög nauman sigur á Oklahoma.
Brook Lopez átti flottan leik fyrir Nets og skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Nate Robinson stigahæstur hjá Bulls með 20 stig.
Chandler Parsons skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Houston gegn Oklahoma. Omer Asik einnig sterkur með 17 stig og 14 fráköst. Kevin Durant stórkostlegur í liði Oklahoma með 38 stig en það dugði ekki til að þessu sinni.
Úrslit:
Brooklyn-Chicago 110-91 (2-3)
Atlanta-Indiana 102-91 (2-2)
Houston-Oklahoma 105-103 (1-3)
Nets og Rockets bitu frá sér

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
