Loks samdráttur í bílasölu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 08:45 Vel gekk hjá Ford í september vestnahafs. Nýliðinn septembermánuður er fyrsti mánuðurinn í langan tíma sem salan minnkar milli ára í Bandaríkjunum. Nam minnkunin 4%, en rétt er þó að hafa í huga að söludagar voru 23 í september nú en 25 í fyrra. Því var salan meiri nú á hvern söludag. Af stóru framleiðendunum má segja að Ford hafi verið sigurvegari mánaðarins með 6,2% aukningu, en Subaru gekk gríðarvel með 14,7% aukningu. BMW náði 8,3%, Mercedes Benz 7,6% og Audi 6,2% meiri sölu milli ára. Stærsta skellinn af stóra framleiðendunum fékk Chevrolet, með 14,7% minnkun, en General Motors seldi í heild 11% færri bíla. Volkswagen var með 12,2% minnkun og Honda 8,7% minnkun. Ólík var frammistaða bandarísku framleiðendanna Ford og Chevrolet, en Chrysler náði 1,6% aukningu, Cadillac 9,9%, Buick 6,5% og Dodge 2,6% aukningu. Kóresku framleiðendurnir fóru illa útúr þessum mánuði og salan minnkaði um 21,0% hjá Kia og 8,2% hjá Hyundai. Allra mesta minnkunun varð samt hjá Smart, en þeir seldu bara 625 bíla í september og teljast agnarsmár framleiðandi. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
Nýliðinn septembermánuður er fyrsti mánuðurinn í langan tíma sem salan minnkar milli ára í Bandaríkjunum. Nam minnkunin 4%, en rétt er þó að hafa í huga að söludagar voru 23 í september nú en 25 í fyrra. Því var salan meiri nú á hvern söludag. Af stóru framleiðendunum má segja að Ford hafi verið sigurvegari mánaðarins með 6,2% aukningu, en Subaru gekk gríðarvel með 14,7% aukningu. BMW náði 8,3%, Mercedes Benz 7,6% og Audi 6,2% meiri sölu milli ára. Stærsta skellinn af stóra framleiðendunum fékk Chevrolet, með 14,7% minnkun, en General Motors seldi í heild 11% færri bíla. Volkswagen var með 12,2% minnkun og Honda 8,7% minnkun. Ólík var frammistaða bandarísku framleiðendanna Ford og Chevrolet, en Chrysler náði 1,6% aukningu, Cadillac 9,9%, Buick 6,5% og Dodge 2,6% aukningu. Kóresku framleiðendurnir fóru illa útúr þessum mánuði og salan minnkaði um 21,0% hjá Kia og 8,2% hjá Hyundai. Allra mesta minnkunun varð samt hjá Smart, en þeir seldu bara 625 bíla í september og teljast agnarsmár framleiðandi.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent