Læknar og sjúkraþjálfarar liðsins vilja helst ekki að ég spili Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2013 08:00 Aron Pálmarsson býst við því að vera kominn í gott form eftir fjórar vikur. Leikmaðurinn má aðeins spila í 10-15 mínútur í leik en hefur staðið sig vel á tímabilinu þegar hann er inni á vellinum. Mynd/NordicPhotos/Getty „Þetta hefur verið svona upp og ofan hjá mér undanfarnar vikur,“ segir Aron Pálmarsson handknattleiksmaður. Hann hefur ekki enn náð sér að fullu eftir aðgerð á vinstra hné sem hann gekkst undir í vor. Landsliðsmaðurinn hefur komið við sögu í nokkrum leikjum með félagsliði sínu Kiel á tímabilinu en á þó nokkuð langt í land að ná sér að fullu. „Fyrir þremur vikum mátti ég byrja spila í um 10-15 mínútur í leik, svona rétt á meðan ég er að byggja upp vöðvana í kringum hnéð. Rétt eftir aðgerð var styrkur minn í hnénu lítill sem enginn og magnað hvað maður er fljótur að rýrna. Miðað við styrk minn núna má ég lítið spila og helst bara einu sinni í viku.“ Fyrsti leikur Arons á tímabilinu var gegn Gummersbach 11. september og skoraði leikmaðurinn fjögur mörk. Leikurinn kostaði sitt og töluvert bakslag kom upp í endurhæfingu leikmannsins. Aron missti því af næsta leik Kiel gegn ThSV Eisenach.Bakslag eftir stórleik „Eftir að hafa hvílt í einn leik kom ég aðeins við sögu í sóknarleik liðsins gegn Wetzlar,“ sagði Aron sem skoraði eitt mark í þeim leik. Kiel mætti því næst pólska liðinu Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu 22. september og þá fór Aron á kostum. Liðið vann magnaðan útisigur, 34-33, en sigurmark leiksins kom nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron skoraði sex mörk í leiknum og lék stórt hlutverk í sigri þýsku meistaranna. „Eftir leikinn úti í Póllandi þar sem ég var inni á vellinum í einhverjar 50 mínútur kom aftur ákveðið bakslag. Ég missti því næst af tveimur síðustu leikjum okkar í deildinni og maður er að verða nokkuð þreyttur á þessu og vonandi fer ég að skána fljótlega. Ég er í nokkuð erfiðri stöðu en læknar og sjúkraþjálfarar liðsins vilja helst ekki að ég spili en síðan á móti er alltaf nokkuð mikil pressa á manni að koma til baka.“ Aron gekkst undir aðgerð í vor og missti af síðustu leikjum Kiel í þýsku deildinni á síðasta tímabili. Liðið hafði þá tryggt sér Þýskalandsmeistaratitilinn í handknattleik, auk þess sem liðið varð þýskur bikarmeistari. Það sem hafði verið að plaga Aron fram að aðgerð var brjósk sem þrýsti á ákveðnar vöðvafestingar í hnénu.Mynd/NordicPhotos/Getty„Þessi aðgerð var í raun ekki það stór og það átti ekki að taka svona langan tíma fyrir mig að ná mér á ný. Það getur samt verið misjafnt þegar brjósk er fjarlægt hversu lengi maður er að jafna sig, hvort sem það eru átta vikur eða allt upp í 16 vikur. Ég er að æfa núna þrisvar í viku með einkaþjálfara og þá er aðaláherslan lögð á að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ef ég held áfram sömu vinnu og undanfarið ætti ég að vera kominn á gott ról eftir einn mánuð.“ Fyrir tímabilið missti Kiel fjóra gríðarlega sterka leikmenn og mætti liðið með nokkuð breytt lið í mótið í haust. Þeir Thierry Omeyer, Momir Ilic, Daniel Narcisse og Marcus Ahlm hafa allir annaðhvort hætt í handbolta eða farið í önnur lið. Liðið hefur samt sem áður unnið alla sjö leiki sína í deildinni til þessa og verið að spila sérstaklega vel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.Ekki eins góðir á pappírnum „Margir segja í raun að liðið hafi farið ótrúlega vel af stað miðað við þá leikmenn sem við misstum og hverjir komu inn í staðinn. Það er ekkert launungarmál að við erum veikari á pappírnum núna en síðustu ár en liðið hefur samt sem áður verið að spila virkilega vel, náði meðal annars í tvö stig gegn Hamburg á útivelli. Við erum enn með frábært lið.“ Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
„Þetta hefur verið svona upp og ofan hjá mér undanfarnar vikur,“ segir Aron Pálmarsson handknattleiksmaður. Hann hefur ekki enn náð sér að fullu eftir aðgerð á vinstra hné sem hann gekkst undir í vor. Landsliðsmaðurinn hefur komið við sögu í nokkrum leikjum með félagsliði sínu Kiel á tímabilinu en á þó nokkuð langt í land að ná sér að fullu. „Fyrir þremur vikum mátti ég byrja spila í um 10-15 mínútur í leik, svona rétt á meðan ég er að byggja upp vöðvana í kringum hnéð. Rétt eftir aðgerð var styrkur minn í hnénu lítill sem enginn og magnað hvað maður er fljótur að rýrna. Miðað við styrk minn núna má ég lítið spila og helst bara einu sinni í viku.“ Fyrsti leikur Arons á tímabilinu var gegn Gummersbach 11. september og skoraði leikmaðurinn fjögur mörk. Leikurinn kostaði sitt og töluvert bakslag kom upp í endurhæfingu leikmannsins. Aron missti því af næsta leik Kiel gegn ThSV Eisenach.Bakslag eftir stórleik „Eftir að hafa hvílt í einn leik kom ég aðeins við sögu í sóknarleik liðsins gegn Wetzlar,“ sagði Aron sem skoraði eitt mark í þeim leik. Kiel mætti því næst pólska liðinu Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu 22. september og þá fór Aron á kostum. Liðið vann magnaðan útisigur, 34-33, en sigurmark leiksins kom nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron skoraði sex mörk í leiknum og lék stórt hlutverk í sigri þýsku meistaranna. „Eftir leikinn úti í Póllandi þar sem ég var inni á vellinum í einhverjar 50 mínútur kom aftur ákveðið bakslag. Ég missti því næst af tveimur síðustu leikjum okkar í deildinni og maður er að verða nokkuð þreyttur á þessu og vonandi fer ég að skána fljótlega. Ég er í nokkuð erfiðri stöðu en læknar og sjúkraþjálfarar liðsins vilja helst ekki að ég spili en síðan á móti er alltaf nokkuð mikil pressa á manni að koma til baka.“ Aron gekkst undir aðgerð í vor og missti af síðustu leikjum Kiel í þýsku deildinni á síðasta tímabili. Liðið hafði þá tryggt sér Þýskalandsmeistaratitilinn í handknattleik, auk þess sem liðið varð þýskur bikarmeistari. Það sem hafði verið að plaga Aron fram að aðgerð var brjósk sem þrýsti á ákveðnar vöðvafestingar í hnénu.Mynd/NordicPhotos/Getty„Þessi aðgerð var í raun ekki það stór og það átti ekki að taka svona langan tíma fyrir mig að ná mér á ný. Það getur samt verið misjafnt þegar brjósk er fjarlægt hversu lengi maður er að jafna sig, hvort sem það eru átta vikur eða allt upp í 16 vikur. Ég er að æfa núna þrisvar í viku með einkaþjálfara og þá er aðaláherslan lögð á að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Ef ég held áfram sömu vinnu og undanfarið ætti ég að vera kominn á gott ról eftir einn mánuð.“ Fyrir tímabilið missti Kiel fjóra gríðarlega sterka leikmenn og mætti liðið með nokkuð breytt lið í mótið í haust. Þeir Thierry Omeyer, Momir Ilic, Daniel Narcisse og Marcus Ahlm hafa allir annaðhvort hætt í handbolta eða farið í önnur lið. Liðið hefur samt sem áður unnið alla sjö leiki sína í deildinni til þessa og verið að spila sérstaklega vel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.Ekki eins góðir á pappírnum „Margir segja í raun að liðið hafi farið ótrúlega vel af stað miðað við þá leikmenn sem við misstum og hverjir komu inn í staðinn. Það er ekkert launungarmál að við erum veikari á pappírnum núna en síðustu ár en liðið hefur samt sem áður verið að spila virkilega vel, náði meðal annars í tvö stig gegn Hamburg á útivelli. Við erum enn með frábært lið.“
Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira