Fékk bónorð á afmælisdaginn Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2013 09:00 Elna og Baldvin stofnuðu Heildsölu B.E. Albertsson og keyrðu á árum áður sumarlangt um landið með fullan bíl af vörum. mynd/valli Elna Þórarinsdóttir og Baldvin Albertsson ganga í heilagt hjónaband í dag. Þau urðu bæði sjötug á árinu og hafa verið saman í þrjátíu ár.„Við Baldvin hættum að vinna í vor og hugsuðum þá með okkur hvort ekki væri gaman að gifta sig úr því við værum bara orðin tvö og allt svo miklu rólegra. Fólki er hætt við að loka sig af við þau viðbrigði að hætta að vinna og mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og að stefna að,“ segir brúðurin Elna Þórarinsdóttir, sem fékk óvænt bónorð í sjötugsafmæli sínu í september. „Þá fór Baldvin á hnén fyrir framan veislugesti og bað um hönd mína, öllum að óvörum. Ég játaðist honum auðvitað strax því okkur hafði alltaf langað að gera þetta og nú var rétti tíminn.“ Fyrstu kynni Elnu og Baldvins var á fermingarárinu í sameiginlegum vinahópi. Síðan fóru þau hvort í sína áttina. „Við Baldvin hittumst svo í Þórscafé árið sem við urðum fertug, þá bæði fráskilin og komin með börn, en fundum strax hvað við áttum vel saman og urðum fljótt ástfangin. Núna, eftir að við hættum að vinna, finnst mér eins og við höfum kynnst upp á nýtt; við eigum dagana saman í gleði og ró, sem áður fóru í vinnu og daglegt streð,“ segir Elna og er hamingjusöm með ráðahaginn. „Mér líður mjög vel með þetta. Ég hef sungið með kirkjukórum í árafjöld og þykir brúðkaupsathöfnin yndisleg og gott að innsigla ástina, jafnvel þótt við séum orðin svona fullorðin. Það er falleg lexía að vera trú hvort öðru til dauðadags, bera virðingu fyrir hvort öðru og góð tilfinning að vera fyrirmynd fyrir börn okkar og barnabörn sem samgleðjast af heilu hjarta.“ Elna og Baldvin verða gefin saman í Lágafellskirkju af séra Vigfúsi Árnasyni. Brúðkaupsferðin verður rómantísk sigling í Karíbahafinu. „Ég vil giftast Baldvin því ég elska hann og er alltaf jafn ástfangin. Við hefðum alveg mátt hittast fyrr á lífsleiðinni en höfum þó átt þennan tíma saman. Baldvin er heillandi maður; hann er ákveðinn, duglegur, traustur og skemmtilegur. Við höfum sama húmor, hann er góður dansari og það er gaman að vera í návist hans. Vitaskuld skiptast á skin og skúrir eins og hjá öllum en Baldvin er úrræðagóður og reddar öllu þegar ég gefst upp. Hann er tillitssamur en hreinn og beinn í samskiptum, hefur yndi af ferðalögum og tónlist eins og ég, og er óskaplega barngóður,“ segir Elna um sinn heittelskaða og sannfærð um mikilvægasta veganestið í sambúð og hjónabandi. „Mikilvægast er að taka tillit og bera virðingu fyrir skoðunum hvors annars en einnig að vera hlýlegur og sýna ástúð og umhyggju. Við Baldvin erum af þeirri kynslóð þegar börn voru ekki jafn ausin ástarorðum og í dag enda var lífsbaráttan þá erfiðari og fólk vann myrkrana á milli. Við erum eflaust mörkuð af því og ekki eins tamt að nota ástarjátningar í orði, en við sýnum ástina í verki.“ Þegar kvölda tekur verða Elna og Baldvin loks hjón. Samanlagt eiga þau sex börn og fjórtán barnabörn. Sonur Elnu mun verða svaramaður og leiða móður sína upp að altarinu og sonur Baldvins svaramaður föður síns. Yngstu barnabörnin færa þeim hringana og Elna klæðist brúðarkjól sem Baldvin fær ekki að sjá fyrr en upp við altarið. „Eftir því sem tíminn hefur liðið hef ég orðið æ ástfangnari af Elnu,“ segir Baldvin. „Hún er einstaklega blíð, fögur og góð kona sem gott er að hafa við hlið sér í lífinu. Því fylgir líka góð tilfinning að giftast. Þá er maður loks í öruggri höfn.“ Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Elna Þórarinsdóttir og Baldvin Albertsson ganga í heilagt hjónaband í dag. Þau urðu bæði sjötug á árinu og hafa verið saman í þrjátíu ár.„Við Baldvin hættum að vinna í vor og hugsuðum þá með okkur hvort ekki væri gaman að gifta sig úr því við værum bara orðin tvö og allt svo miklu rólegra. Fólki er hætt við að loka sig af við þau viðbrigði að hætta að vinna og mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og að stefna að,“ segir brúðurin Elna Þórarinsdóttir, sem fékk óvænt bónorð í sjötugsafmæli sínu í september. „Þá fór Baldvin á hnén fyrir framan veislugesti og bað um hönd mína, öllum að óvörum. Ég játaðist honum auðvitað strax því okkur hafði alltaf langað að gera þetta og nú var rétti tíminn.“ Fyrstu kynni Elnu og Baldvins var á fermingarárinu í sameiginlegum vinahópi. Síðan fóru þau hvort í sína áttina. „Við Baldvin hittumst svo í Þórscafé árið sem við urðum fertug, þá bæði fráskilin og komin með börn, en fundum strax hvað við áttum vel saman og urðum fljótt ástfangin. Núna, eftir að við hættum að vinna, finnst mér eins og við höfum kynnst upp á nýtt; við eigum dagana saman í gleði og ró, sem áður fóru í vinnu og daglegt streð,“ segir Elna og er hamingjusöm með ráðahaginn. „Mér líður mjög vel með þetta. Ég hef sungið með kirkjukórum í árafjöld og þykir brúðkaupsathöfnin yndisleg og gott að innsigla ástina, jafnvel þótt við séum orðin svona fullorðin. Það er falleg lexía að vera trú hvort öðru til dauðadags, bera virðingu fyrir hvort öðru og góð tilfinning að vera fyrirmynd fyrir börn okkar og barnabörn sem samgleðjast af heilu hjarta.“ Elna og Baldvin verða gefin saman í Lágafellskirkju af séra Vigfúsi Árnasyni. Brúðkaupsferðin verður rómantísk sigling í Karíbahafinu. „Ég vil giftast Baldvin því ég elska hann og er alltaf jafn ástfangin. Við hefðum alveg mátt hittast fyrr á lífsleiðinni en höfum þó átt þennan tíma saman. Baldvin er heillandi maður; hann er ákveðinn, duglegur, traustur og skemmtilegur. Við höfum sama húmor, hann er góður dansari og það er gaman að vera í návist hans. Vitaskuld skiptast á skin og skúrir eins og hjá öllum en Baldvin er úrræðagóður og reddar öllu þegar ég gefst upp. Hann er tillitssamur en hreinn og beinn í samskiptum, hefur yndi af ferðalögum og tónlist eins og ég, og er óskaplega barngóður,“ segir Elna um sinn heittelskaða og sannfærð um mikilvægasta veganestið í sambúð og hjónabandi. „Mikilvægast er að taka tillit og bera virðingu fyrir skoðunum hvors annars en einnig að vera hlýlegur og sýna ástúð og umhyggju. Við Baldvin erum af þeirri kynslóð þegar börn voru ekki jafn ausin ástarorðum og í dag enda var lífsbaráttan þá erfiðari og fólk vann myrkrana á milli. Við erum eflaust mörkuð af því og ekki eins tamt að nota ástarjátningar í orði, en við sýnum ástina í verki.“ Þegar kvölda tekur verða Elna og Baldvin loks hjón. Samanlagt eiga þau sex börn og fjórtán barnabörn. Sonur Elnu mun verða svaramaður og leiða móður sína upp að altarinu og sonur Baldvins svaramaður föður síns. Yngstu barnabörnin færa þeim hringana og Elna klæðist brúðarkjól sem Baldvin fær ekki að sjá fyrr en upp við altarið. „Eftir því sem tíminn hefur liðið hef ég orðið æ ástfangnari af Elnu,“ segir Baldvin. „Hún er einstaklega blíð, fögur og góð kona sem gott er að hafa við hlið sér í lífinu. Því fylgir líka góð tilfinning að giftast. Þá er maður loks í öruggri höfn.“
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp