Útvarpsvænni Sin Fang Trausti Júlíusson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Tónlist. Sin Fang. Flowers. Morr Music. Flowers er þriðja plata Sin Fang í fullri lengd en að auki hafa komið út nokkrar stuttskífur, m.a. EP-platan Half Dreams sem kom út í fyrra. Sin Fang er sólóverkefni Sindra úr Seabear. Hann samdi sjálfur lög og texta á nýju plötunni en fékk Alex Somers til að stjórna upptökum. Alex hefur sem kunnugt er tekið upp efni með Jónsa, Sigur Rós og Pascal Pinon. Sindri er mikill hljóðverssnillingur. Á fyrri Sin Fang plötunum skapaði hann magnaðan hljóðheim með þéttofnum og hugmyndaríkum útsetningum. Hann heldur uppteknum hætti á nýju plötunni. Mörg þau einkenni sem Sindri þróaði á fyrri plötunum eru enn til staðar, t.d. flottar raddútsetningar, skemmtilegar taktpælingar og litríkar hljóðmyndir. Samt er nýja platan töluvert frábrugðin þeim fyrri. Á Flowers eru lagasmíðarnar sjálfar sterkari. Lögin eru melódískari og meira grípandi. Það háði fyrri plötunum svolítið, sérstaklega Summer Echoes, að lagasmíðarnar voru ekki nógu markvissar. Það eru mörg frábær lög á Flowers. Upphafslagið, Young Boys, er t.d. smellur sem ætti að svínvirka bæði í útvarpi og á tónleikum. Sunbeam er annað grípandi lag og See Ribs er ekta indírokksmellur með flottum "syngja-með"- kafla. Lögin hafa hvert og eitt sín einkenni. Lokalagið Weird Heart skiptir til dæmis um takt eftir fyrstu einu og hálfu mínútuna. Lagið Feel See er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en í því er útsetningin einstaklega frjó, full af óvæntum smáatriðum. Það er erfitt að gera sér alveg grein fyrir áhrifum Alex Somers á plötunni, en mér finnst lagið Catcher t.d. hafa einkenni sem eigna má honum. Það er eitthvað við það sem minnir á Jónsa-plötuna. Það verður að segja það Alex til hróss að þær plötur sem hann hefur komið að undanfarið eru allar góðar. Á heildina litið er Flowers frábær plata. Að mínu mati besta plata Sin Fang til þessa. Gagnrýni Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Sin Fang. Flowers. Morr Music. Flowers er þriðja plata Sin Fang í fullri lengd en að auki hafa komið út nokkrar stuttskífur, m.a. EP-platan Half Dreams sem kom út í fyrra. Sin Fang er sólóverkefni Sindra úr Seabear. Hann samdi sjálfur lög og texta á nýju plötunni en fékk Alex Somers til að stjórna upptökum. Alex hefur sem kunnugt er tekið upp efni með Jónsa, Sigur Rós og Pascal Pinon. Sindri er mikill hljóðverssnillingur. Á fyrri Sin Fang plötunum skapaði hann magnaðan hljóðheim með þéttofnum og hugmyndaríkum útsetningum. Hann heldur uppteknum hætti á nýju plötunni. Mörg þau einkenni sem Sindri þróaði á fyrri plötunum eru enn til staðar, t.d. flottar raddútsetningar, skemmtilegar taktpælingar og litríkar hljóðmyndir. Samt er nýja platan töluvert frábrugðin þeim fyrri. Á Flowers eru lagasmíðarnar sjálfar sterkari. Lögin eru melódískari og meira grípandi. Það háði fyrri plötunum svolítið, sérstaklega Summer Echoes, að lagasmíðarnar voru ekki nógu markvissar. Það eru mörg frábær lög á Flowers. Upphafslagið, Young Boys, er t.d. smellur sem ætti að svínvirka bæði í útvarpi og á tónleikum. Sunbeam er annað grípandi lag og See Ribs er ekta indírokksmellur með flottum "syngja-með"- kafla. Lögin hafa hvert og eitt sín einkenni. Lokalagið Weird Heart skiptir til dæmis um takt eftir fyrstu einu og hálfu mínútuna. Lagið Feel See er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en í því er útsetningin einstaklega frjó, full af óvæntum smáatriðum. Það er erfitt að gera sér alveg grein fyrir áhrifum Alex Somers á plötunni, en mér finnst lagið Catcher t.d. hafa einkenni sem eigna má honum. Það er eitthvað við það sem minnir á Jónsa-plötuna. Það verður að segja það Alex til hróss að þær plötur sem hann hefur komið að undanfarið eru allar góðar. Á heildina litið er Flowers frábær plata. Að mínu mati besta plata Sin Fang til þessa.
Gagnrýni Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira