Lífið

Eignuðust litla stúlku

Leikarinn Alec Baldwin og eiginkona hans Hilaria Thomas eignuðust fyrsta barn sitt saman á föstudaginn, litla stúlku sem hefur hlotið nafnið Carmen Gabriela.

Hilaria fæddi stúlkuna á Mount Sinai-sjúkrahúsinu í New York og var ekki lengi að deila fréttunum á Twitter-síðu sinni.

Sjúklega ástfangnir foreldrar.
“Við erum í skýjunum með að tilkynna fæðingu dóttur okkar Carmen Gabriela. Hún er gjörsamlega fullkomin,” skrifar Hilaria. Alec á fyrir dótturina Ireland, sautján ára, með leikkonunni Kim Basinger.

Alec og Ireland.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.