Þetta er í tíunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls níu sinnum verð valin og það níu sinnum í röð. Helena er 25 ára gömul og Jón Arnór 31 árs.
Körfuknattleikskona og maður ársins 2013 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ.
Körfuknattleikskona ársins 2013:
1. sæti Helena Sverrisdóttir
2. sæti Pálína Gunnlaugsdóttir
3. sæti Bryndís Guðmundsdóttir
Aðrar sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Hildur Björg Kjartansdóttir, Hildur Sigurðardóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Petrúnella Skúladóttir og Sara Rún Hinriksdóttir.
Körfuknattleiksmaður ársins 2013:
1. sæti Jón Arnór Stefánsson
2. sæti Hlynur Bæringsson
3. sæti Hörður Axel Vilhjálmsson
Aðrir sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Elvar Már Friðriksson, Haukur Helgi Pálsson, Jakob Örn Sigurðarson, Justin Shouse, Logi Gunnarsson og Ragnar Nathanaelsson.
