Mercedes og Toro Rosso frumsýndu Birgir Þór Harðarson skrifar 4. febrúar 2013 20:30 Bíllinn var frumsýndur við athöfn á Jerez-brautinni. nordicphotos/afp Mercedes-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn í Jerez á Spáni í dag. Á morgun hefjast þar fyrstu æfingar keppnistímabilið sem framundan er. Til mikils er vænst af Mercedes-liðinu á þessu tímabili því þeir hafa fengið Lewis Hamilton til liðs við sig og mun hann aka nýja Mercedes W04-bílnum í sumar ásamt Nico Rosberg. Auk þessa var Mercedes-bíll síðasta árs gríðarlega fljótur en óáreiðanlegur og fór illa með dekkin. Ross Brawn, liðstjóri, segir W04-bíllinn vera greinilegt skref fram á við miðað við forvera sinn. "Þúsundir klukkutíma hafa farið í hönnun og smíði bílsins til þess að tryggja betri árangur en í fyrra," sagði hann eftir að Rosberg hafði ekið nýja bílnum nokkra hringi um Jerez-brautina og þeir Hamilton höfðu formlega svipt hulunni af bílnum. Auk Mercedes frumsýndi Toro Rosso-liðið ítalska bílinn sinn á Jerez í dag. STR8-bíllinn sem liðið mun nota árið 2013 er hlaðinn Ferrari-vél og með því að halda sömu liðskipan og í fyrra, með þá Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo í bílstjórasætinu, ætlar liðið sér sjötta sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Toro Rosso þurfti að sætta sig við níunda sætið í stigakeppninni í fyrra en Franz Tost, liðstjóri, hefur fulla trú á að ná takmarki sínu. "Þetta er fyrsti bíllinn okkar sem hannaður er af James Key og Luca Furbatto. Báðir ökumennirnir stóðu sig frábærlega í fyrra og ég er viss um að ef við útvegum góðan bíl munu þeir koma á óvart." Þrjú lið eiga eftir að frumsýna keppnisbíla sína. Það eru Caterham og Marussia sem munu frumsýna í fyrramálið áður en fyrsta æfingalotan hefst og Williams-liðið sem frumsýnir ekki fyrr en 19. febrúar eða þegar fyrstu æfingum er lokið í Jerez og æfingarnar í Barcelona hefjast.Toro Rosso-liðið frumsýndi bílinn sinn Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mercedes-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn í Jerez á Spáni í dag. Á morgun hefjast þar fyrstu æfingar keppnistímabilið sem framundan er. Til mikils er vænst af Mercedes-liðinu á þessu tímabili því þeir hafa fengið Lewis Hamilton til liðs við sig og mun hann aka nýja Mercedes W04-bílnum í sumar ásamt Nico Rosberg. Auk þessa var Mercedes-bíll síðasta árs gríðarlega fljótur en óáreiðanlegur og fór illa með dekkin. Ross Brawn, liðstjóri, segir W04-bíllinn vera greinilegt skref fram á við miðað við forvera sinn. "Þúsundir klukkutíma hafa farið í hönnun og smíði bílsins til þess að tryggja betri árangur en í fyrra," sagði hann eftir að Rosberg hafði ekið nýja bílnum nokkra hringi um Jerez-brautina og þeir Hamilton höfðu formlega svipt hulunni af bílnum. Auk Mercedes frumsýndi Toro Rosso-liðið ítalska bílinn sinn á Jerez í dag. STR8-bíllinn sem liðið mun nota árið 2013 er hlaðinn Ferrari-vél og með því að halda sömu liðskipan og í fyrra, með þá Jean-Eric Vergne og Daniel Ricciardo í bílstjórasætinu, ætlar liðið sér sjötta sætið í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Toro Rosso þurfti að sætta sig við níunda sætið í stigakeppninni í fyrra en Franz Tost, liðstjóri, hefur fulla trú á að ná takmarki sínu. "Þetta er fyrsti bíllinn okkar sem hannaður er af James Key og Luca Furbatto. Báðir ökumennirnir stóðu sig frábærlega í fyrra og ég er viss um að ef við útvegum góðan bíl munu þeir koma á óvart." Þrjú lið eiga eftir að frumsýna keppnisbíla sína. Það eru Caterham og Marussia sem munu frumsýna í fyrramálið áður en fyrsta æfingalotan hefst og Williams-liðið sem frumsýnir ekki fyrr en 19. febrúar eða þegar fyrstu æfingum er lokið í Jerez og æfingarnar í Barcelona hefjast.Toro Rosso-liðið frumsýndi bílinn sinn
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira