Að fara vel með fé ríkisins G. Pétur Matthíasson skrifar 16. maí 2013 07:00 Það er gott þegar borgarar þessa lands hafa áhyggjur af því hvernig skattfé er varið. Vegagerðin sinnir hlutverki sínu með hagkvæmni að leiðarljósi og reynir eftir fremsta megni að nýta það fé sem er til umráða sem allra best. Ein leið til þess er að viðhafa útboð og freista þess þannig að fá meira fyrir fé ríkisins en ella. Til þess að slíkt gangi upp þurfa reglur að vera gegnsæjar og ganga jafnt yfir alla. Í Fréttablaðinu þann 4. apríl fjallar Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur um útboð á rútuakstri um Reykjanes og Suðurland, en þar með talin er flugrútan í Leifsstöð auk skólaaksturs á Suðurlandi (þ.e. áætlunarakstur á sérleyfisleiðum á Íslandi, skólaakstur á Suðurlandi, skólaakstur á Snæfellsnesi og skólaakstur á Suðurnesjum á árunum 2006-2008). Hún nefnir þó einungis skólaaksturinn en deilan fyrir dómstólum snerist ekki um þann hluta heldur um aksturinn með ferðamenn í og úr utanlandsflugi, auk sérleyfisaksturs um Suðurnes og Suðurland. Útboðið fór fram árið 2005. Jakobína Ingunn sparar ekki stóru orðin og talar um vanhæfni og staðhæfir að seilst hafi verið í vasa skattgreiðenda vegna þess að ríkið tapaði máli fyrir dómstólum og þarf að greiða tæpar 249 milljónir króna vegna meints tapaðs hagnaðar. Ríkiskaup buðu þetta verk út fyrir Vegagerðina og þrjá framhaldsskóla. Sá sem bauð lægst var nýtt og algerlega reynslulaust fyrirtæki, Hópbílaleigan ehf., sem hafði til umráða tvær hópbifreiðar, sem myndu duga skammt fyrir akstur hundruð þúsunda farþega til og frá Leifsstöð og fyrirtækið þar að auki skuldbundið í önnur verkefni. Til þessa verks hafa menn hingað til notað tugi hópferðabifreiða. Vegagerðin gerir þá eðlilegu kröfu að þeir sem bjóða í verk geti sýnt fram á að þeir geti sinnt verkinu enda er sú krafa gerð að bjóðandi hafi unnið sambærilegt verk áður. Ekki fylgdi tilboði samningur Hópbílaleigunnar ehf. við undirverktaka en eigendur tengdust Guðmundi Tyrfingssyni ehf. Fram kom í tilboðinu að Hópbílaleigan hygðist sinna verkinu með bifreiðum frá öðrum. Ekki fékkst staðfesting frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. um að fyrirtækið stæði þannig að baki Hópbílaleigunni ehf. að tryggt væri að þeir gætu sinnt verkinu, og var því ekki annað hægt í stöðunni að mati Vegagerðarinnar en að hafna tilboðinu.Ómakleg orð Vegagerðin hefur farið yfir reksturinn á þessum leiðum og sér ekki að hagnaður af verkefninu sé nálægt því sem dómkvaddir matsmenn töldu Hópbílaleiguna hafa misst af og liggur til grundvallar því fé sem nú hefur tapast. Ef það reynist rétt að þessar 249 milljónir séu smámunir einir miðað við hugsanlega hagnað af þessum akstri, líkt og haldið hefur verið fram, hlýtur að vakna upp sú spurning hvort yfirleitt sé nokkur þörf fyrir ríkið að styrkja almenningssamgöngur á landi. Hitt er öllu alvarlegra fyrir Vegagerðina, ef tekið er mið af þessum dómum, að samkvæmt þeim getur Vegagerðin ekki hafnað verktaka þótt hann geti á engan hátt sýnt fram á að hann geti unnið verkið. Vegagerðin hefur lent í því að verktakar hafi orðið gjaldþrota eða horfið frá verki, og það getur haft mikinn kostnað í för með sér. Það er ekki hagstæðast að taka tilboði lægstbjóðanda, sem stenst ekki kröfur. Kostnaður við gjaldþrot og endurútboð getur orðið mikill og þá tapast skatttekjur sem okkur er umhugað um að fara sem best með. Það er því nauðsynlegt að fara enn betur yfir útboðsskilmála í útboðum Vegagerðarinnar því að tryggja verður að besti tilboðsgjafinn verði ætíð fyrir valinu. Þ.e.a.s. sá sem til lengri tíma litið muni fara best með skattfé okkar allra sem er ekki endilega sá sem býður lægst. Ómakleg orð sem beinast, án þess að nefna það beint, að starfsmönnum Vegagerðarinnar þar sem þeim er jafnvel líkt við búðarþjófa eru ekki svaraverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Skatttekjum sólundað Tyrfingur Guðmundsson er ekki sérlega ánægður með að fá 249 milljónir úr vasa skattgreiðenda fyrir að gera ekki neitt. Hann hefði heldur viljað fá að gera eitthvað, fá tækifæri sem var fengið öðrum sem vildi græða meira á þjónustu við íslenska fjölbrautaskólanema. Af þessu er birt frétt á vísir.is. 4. apríl 2013 12:00 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er gott þegar borgarar þessa lands hafa áhyggjur af því hvernig skattfé er varið. Vegagerðin sinnir hlutverki sínu með hagkvæmni að leiðarljósi og reynir eftir fremsta megni að nýta það fé sem er til umráða sem allra best. Ein leið til þess er að viðhafa útboð og freista þess þannig að fá meira fyrir fé ríkisins en ella. Til þess að slíkt gangi upp þurfa reglur að vera gegnsæjar og ganga jafnt yfir alla. Í Fréttablaðinu þann 4. apríl fjallar Jakobína Ingunn Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur um útboð á rútuakstri um Reykjanes og Suðurland, en þar með talin er flugrútan í Leifsstöð auk skólaaksturs á Suðurlandi (þ.e. áætlunarakstur á sérleyfisleiðum á Íslandi, skólaakstur á Suðurlandi, skólaakstur á Snæfellsnesi og skólaakstur á Suðurnesjum á árunum 2006-2008). Hún nefnir þó einungis skólaaksturinn en deilan fyrir dómstólum snerist ekki um þann hluta heldur um aksturinn með ferðamenn í og úr utanlandsflugi, auk sérleyfisaksturs um Suðurnes og Suðurland. Útboðið fór fram árið 2005. Jakobína Ingunn sparar ekki stóru orðin og talar um vanhæfni og staðhæfir að seilst hafi verið í vasa skattgreiðenda vegna þess að ríkið tapaði máli fyrir dómstólum og þarf að greiða tæpar 249 milljónir króna vegna meints tapaðs hagnaðar. Ríkiskaup buðu þetta verk út fyrir Vegagerðina og þrjá framhaldsskóla. Sá sem bauð lægst var nýtt og algerlega reynslulaust fyrirtæki, Hópbílaleigan ehf., sem hafði til umráða tvær hópbifreiðar, sem myndu duga skammt fyrir akstur hundruð þúsunda farþega til og frá Leifsstöð og fyrirtækið þar að auki skuldbundið í önnur verkefni. Til þessa verks hafa menn hingað til notað tugi hópferðabifreiða. Vegagerðin gerir þá eðlilegu kröfu að þeir sem bjóða í verk geti sýnt fram á að þeir geti sinnt verkinu enda er sú krafa gerð að bjóðandi hafi unnið sambærilegt verk áður. Ekki fylgdi tilboði samningur Hópbílaleigunnar ehf. við undirverktaka en eigendur tengdust Guðmundi Tyrfingssyni ehf. Fram kom í tilboðinu að Hópbílaleigan hygðist sinna verkinu með bifreiðum frá öðrum. Ekki fékkst staðfesting frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. um að fyrirtækið stæði þannig að baki Hópbílaleigunni ehf. að tryggt væri að þeir gætu sinnt verkinu, og var því ekki annað hægt í stöðunni að mati Vegagerðarinnar en að hafna tilboðinu.Ómakleg orð Vegagerðin hefur farið yfir reksturinn á þessum leiðum og sér ekki að hagnaður af verkefninu sé nálægt því sem dómkvaddir matsmenn töldu Hópbílaleiguna hafa misst af og liggur til grundvallar því fé sem nú hefur tapast. Ef það reynist rétt að þessar 249 milljónir séu smámunir einir miðað við hugsanlega hagnað af þessum akstri, líkt og haldið hefur verið fram, hlýtur að vakna upp sú spurning hvort yfirleitt sé nokkur þörf fyrir ríkið að styrkja almenningssamgöngur á landi. Hitt er öllu alvarlegra fyrir Vegagerðina, ef tekið er mið af þessum dómum, að samkvæmt þeim getur Vegagerðin ekki hafnað verktaka þótt hann geti á engan hátt sýnt fram á að hann geti unnið verkið. Vegagerðin hefur lent í því að verktakar hafi orðið gjaldþrota eða horfið frá verki, og það getur haft mikinn kostnað í för með sér. Það er ekki hagstæðast að taka tilboði lægstbjóðanda, sem stenst ekki kröfur. Kostnaður við gjaldþrot og endurútboð getur orðið mikill og þá tapast skatttekjur sem okkur er umhugað um að fara sem best með. Það er því nauðsynlegt að fara enn betur yfir útboðsskilmála í útboðum Vegagerðarinnar því að tryggja verður að besti tilboðsgjafinn verði ætíð fyrir valinu. Þ.e.a.s. sá sem til lengri tíma litið muni fara best með skattfé okkar allra sem er ekki endilega sá sem býður lægst. Ómakleg orð sem beinast, án þess að nefna það beint, að starfsmönnum Vegagerðarinnar þar sem þeim er jafnvel líkt við búðarþjófa eru ekki svaraverð.
Skatttekjum sólundað Tyrfingur Guðmundsson er ekki sérlega ánægður með að fá 249 milljónir úr vasa skattgreiðenda fyrir að gera ekki neitt. Hann hefði heldur viljað fá að gera eitthvað, fá tækifæri sem var fengið öðrum sem vildi græða meira á þjónustu við íslenska fjölbrautaskólanema. Af þessu er birt frétt á vísir.is. 4. apríl 2013 12:00
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun