Liðbólgur, stirðleiki og verkjavandamál Teitur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2013 06:00 Þegar við horfum til þess hversu mikilvægur þáttur í vellíðan okkar eðlileg hreyfigeta er, að finna ekki til og halda liðleika skilur maður kvöl þeirra sem glíma við gigtarsjúkdóma. Flest þekkjum við það að einhver segist vera með gigt, sé handviss um það en ekki búinn að fá greiningu, nú eða jafnvel að vegna ættarsögu sinnar sé deginum ljósara að viðkomandi muni fá gigt fyrr en síðar. Það er rétt að gigtarsjúkdómar liggja í ættum en þarna koma fleiri þættir við sögu. Þegar við skilgreinum gigt eru ansi fjölbreytt heiti notuð í daglegu tali og þau geta valdið ruglingi. Við þekkjum slitgigt, sem kemur til vegna álags og í raun notkunar líkamans, jafnvel vegna ofnotkunar eða rangrar líkamsbeitingar sem eyðir brjóski liðanna. Liðagigt er sjálfsónæmissjúkdómur þar sem líkaminn ræðst í raun gegn sjálfum sér og myndar bólgu í liðum með þeim afleiðingum að brjósk og bein eyðileggjast. Ýmsar aðrar orsakir fyrir liðbólgum eru til sem geta valdið viðlíka einkennum og því er nauðsynlegt að greina skýrt þar á milli, en þar má nefna psoriasis, þvagsýrugigt, rauða úlfa og svo auðvitað bólguviðbragð eftir sýkingar.Að mörgu að hyggja Það er því að mörgu að hyggja þegar við skoðum einstaklinga með slíkar kvartanir. Þau einkenni sem oftast eru til staðar eru verkir, stífleiki, bólgur, roði og þroti auk hreyfiskerðingar. Almennum líkamlegum einkennum eins og þreytu, slappleika, svefnvandamálum, sjóntruflunum, munnþurrki, hita og þyngdartapi auk fleiri þátta er einnig lýst. Þar sem við vitum af ættlægni slíkra sjúkdóma eru einstaklingarnir meira á varðbergi sjálfir, en við vitum að hærri aldur og það að vera kvenkyns, með fyrri sögu um áverka á liði eða einfaldlega of þungur eykur verulega líkurnar á því að þróa með sér slík vandamál. Greining þessara vandamála getur verið vandasöm og getur þurft ýmsar rannsóknir til að staðfesta hvers eðlis er. Algengt er að nota röntgenmyndir og ýmsa myndgreiningu, blóðrannsóknir, stinga á liði og skoða vökvann en það getur ráðið úrslitum um það á hvaða grunni liðvandamálin byggja. Þá er oftsinnis gerð speglun til að meta ástand liðanna, sér í lagi ef vangaveltur eru uppi um þörfina á aðgerð og jafnvel gervilið. Það má segja að það taki oft langan tíma að greina vandann. Þróun sjúkdóms í liðum gengur vanalega ekki mjög hratt fyrir sig og því getur maður vanist óþægindunum sem aftur getur tafið rétta greiningu og þá í kjölfarið auðvitað viðeigandi meðferð. Sumir koma fullseint til læknis og eru úrræðin þá orðin fátæklegri og verri, því miður. Margir eru búnir að tyggja verkja- og bólgueyðandi lyf svo árum skiptir án þess að vita hvað hrjáir þá raunverulega. Lífstíll hefur hér áhrif, sem annars staðar, og er honum einnig oft kennt um það hvernig viðkomandi líður. Þá verða oft hinar ýmsu breytingar þar á, sem bera mismunandi árangur.Lyfin geta gert kraftaverk Þar sem við getum í raun ekki læknað gigtarsjúkdóma, hvort heldur er slitgigt eða liðagigt, byggir öll meðferð fyrst og fremst á því að draga úr verkjum og óþægindum auk þess að auka hreyfigetu. Þar til fyrir nokkrum árum síðan áttum við tiltölulega lítið vopnabúr í formi lyfja sem öll hafa sínar takmarkanir, en með svokölluðum líftæknilyfjum hefur okkur tekist að gjörbylta lífi margra einstaklinga sem þjást af liðbólgusjúkdómum og gera þá því sem næst einkennalausa. Lyfin geta því gert sannkölluð kraftaverk hjá sumum sjúklingum, en því miður er það aðeins mögulegt hjá þröngum hópi sjúklinga.Rétt greining mikilvæg Við beitum í dag, sem fyrr, meðferð fyrir sjúklinga sem þjást af gigtarsjúkdómum til viðbótar eða í staðinn fyrir lyf þegar slíkt á við. Almennt er mælt með hreyfingu, og þá frekar þeirri tegund þar sem ekki verða mikil högg á liðina, samanber sund og hjólreiðar svo dæmi séu tekin. Mikilvægt er að halda kjörþyngd til að draga úr álagi á liðina og viðhalda liðleika. Margir nota heita og kalda bakstra á víxl, nálastungur vegna verkja, streitulosun og þannig mætti lengi telja. Bætiefni sem eru talin brjóskuppbyggjandi og bólgueyðandi, til dæmis hákarlalýsi, omega3 olíur, brúnþörungur og ýmislegt fleira er í þessari umræðu og hjálpar sumum. Einna mikilvægast er þó að fá rétta greiningu og viðeigandi meðferð því það mun lengja „líftíma“ liðanna umtalsvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Þegar við horfum til þess hversu mikilvægur þáttur í vellíðan okkar eðlileg hreyfigeta er, að finna ekki til og halda liðleika skilur maður kvöl þeirra sem glíma við gigtarsjúkdóma. Flest þekkjum við það að einhver segist vera með gigt, sé handviss um það en ekki búinn að fá greiningu, nú eða jafnvel að vegna ættarsögu sinnar sé deginum ljósara að viðkomandi muni fá gigt fyrr en síðar. Það er rétt að gigtarsjúkdómar liggja í ættum en þarna koma fleiri þættir við sögu. Þegar við skilgreinum gigt eru ansi fjölbreytt heiti notuð í daglegu tali og þau geta valdið ruglingi. Við þekkjum slitgigt, sem kemur til vegna álags og í raun notkunar líkamans, jafnvel vegna ofnotkunar eða rangrar líkamsbeitingar sem eyðir brjóski liðanna. Liðagigt er sjálfsónæmissjúkdómur þar sem líkaminn ræðst í raun gegn sjálfum sér og myndar bólgu í liðum með þeim afleiðingum að brjósk og bein eyðileggjast. Ýmsar aðrar orsakir fyrir liðbólgum eru til sem geta valdið viðlíka einkennum og því er nauðsynlegt að greina skýrt þar á milli, en þar má nefna psoriasis, þvagsýrugigt, rauða úlfa og svo auðvitað bólguviðbragð eftir sýkingar.Að mörgu að hyggja Það er því að mörgu að hyggja þegar við skoðum einstaklinga með slíkar kvartanir. Þau einkenni sem oftast eru til staðar eru verkir, stífleiki, bólgur, roði og þroti auk hreyfiskerðingar. Almennum líkamlegum einkennum eins og þreytu, slappleika, svefnvandamálum, sjóntruflunum, munnþurrki, hita og þyngdartapi auk fleiri þátta er einnig lýst. Þar sem við vitum af ættlægni slíkra sjúkdóma eru einstaklingarnir meira á varðbergi sjálfir, en við vitum að hærri aldur og það að vera kvenkyns, með fyrri sögu um áverka á liði eða einfaldlega of þungur eykur verulega líkurnar á því að þróa með sér slík vandamál. Greining þessara vandamála getur verið vandasöm og getur þurft ýmsar rannsóknir til að staðfesta hvers eðlis er. Algengt er að nota röntgenmyndir og ýmsa myndgreiningu, blóðrannsóknir, stinga á liði og skoða vökvann en það getur ráðið úrslitum um það á hvaða grunni liðvandamálin byggja. Þá er oftsinnis gerð speglun til að meta ástand liðanna, sér í lagi ef vangaveltur eru uppi um þörfina á aðgerð og jafnvel gervilið. Það má segja að það taki oft langan tíma að greina vandann. Þróun sjúkdóms í liðum gengur vanalega ekki mjög hratt fyrir sig og því getur maður vanist óþægindunum sem aftur getur tafið rétta greiningu og þá í kjölfarið auðvitað viðeigandi meðferð. Sumir koma fullseint til læknis og eru úrræðin þá orðin fátæklegri og verri, því miður. Margir eru búnir að tyggja verkja- og bólgueyðandi lyf svo árum skiptir án þess að vita hvað hrjáir þá raunverulega. Lífstíll hefur hér áhrif, sem annars staðar, og er honum einnig oft kennt um það hvernig viðkomandi líður. Þá verða oft hinar ýmsu breytingar þar á, sem bera mismunandi árangur.Lyfin geta gert kraftaverk Þar sem við getum í raun ekki læknað gigtarsjúkdóma, hvort heldur er slitgigt eða liðagigt, byggir öll meðferð fyrst og fremst á því að draga úr verkjum og óþægindum auk þess að auka hreyfigetu. Þar til fyrir nokkrum árum síðan áttum við tiltölulega lítið vopnabúr í formi lyfja sem öll hafa sínar takmarkanir, en með svokölluðum líftæknilyfjum hefur okkur tekist að gjörbylta lífi margra einstaklinga sem þjást af liðbólgusjúkdómum og gera þá því sem næst einkennalausa. Lyfin geta því gert sannkölluð kraftaverk hjá sumum sjúklingum, en því miður er það aðeins mögulegt hjá þröngum hópi sjúklinga.Rétt greining mikilvæg Við beitum í dag, sem fyrr, meðferð fyrir sjúklinga sem þjást af gigtarsjúkdómum til viðbótar eða í staðinn fyrir lyf þegar slíkt á við. Almennt er mælt með hreyfingu, og þá frekar þeirri tegund þar sem ekki verða mikil högg á liðina, samanber sund og hjólreiðar svo dæmi séu tekin. Mikilvægt er að halda kjörþyngd til að draga úr álagi á liðina og viðhalda liðleika. Margir nota heita og kalda bakstra á víxl, nálastungur vegna verkja, streitulosun og þannig mætti lengi telja. Bætiefni sem eru talin brjóskuppbyggjandi og bólgueyðandi, til dæmis hákarlalýsi, omega3 olíur, brúnþörungur og ýmislegt fleira er í þessari umræðu og hjálpar sumum. Einna mikilvægast er þó að fá rétta greiningu og viðeigandi meðferð því það mun lengja „líftíma“ liðanna umtalsvert.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun